Fréttablaðið - 22.07.2008, Blaðsíða 14
14 22. júlí 2008 ÞRIÐJUDAGUR
Umsjón: nánar á visir.is
KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf]
OMX ÍSLAND 15 Fjöldi viðskipta: 242
4.173 +0,23% Velta: 2.375 milljónir
HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Alfesca 6,91 +0,00% ... Atorka 5,62
-0,53% ... Bakkavör 25,35 +1,60% ... Eimskipafélagið 14,25 -0,35%
... Exista 6,46 +1,57% ... Glitnir 15,15 +0,33% ... Icelandair Group
16,60 -0,60% ... Kaupþing 723,00 +0,70% ... Landsbankinn 23,10
+0,22% ... Marel 85,80 -0,81% ... SPRON 3,05 -1,64% ... Straumur-
Burðarás 9,39 -2,09% ... Teymi 1,50 -2,60% ... Össur 85,50 -1,61%
MESTA HÆKKUN
BAKKAVÖR +1,60%
EXISTA +1,57%
EIK BANKI +1,46%
MESTA LÆKKUN
TEYMI -2,6%
STRAUMUR -2,09%
CENTURY ALUM. -1,71%
Vísitala byggingarkostnaðar
hækkaði um þrjú prósent á milli
mánaða. Byggingarkostnaður
hefur engu að síður hækkað um
18,5 prósent á síðustu tólf
mánuðum samkvæmt tölum frá
Hagstofu Íslands.
Verðbólga mældist 12,7 prósent
í júní og gera spár greiningar-
deilda ráð fyrir því að verðbólga
aukist en þó ekki umfram þá
hækkun sem orðið hefur verið á
byggingarkostnaði. Raunkostnað-
ur við byggingarframkvæmdir er
því að hækka á tímabilinu.
Hagstofa Íslands birtir nýjar
tölur um breytingar á vísitölu
neysluverðs næstkomandi
föstudag. - bþa
Byggingar-
kostnaður eykst
Greining Glitnis spáir því að vísitala neysluverðs hækki um 1,1 prósent í júlí.
Það svarar til 13,7 prósenta ársverðbólgu en ársverðbólga var 12,7 prósent í
júní.
Í verðbólguspá sem Glitnir gerði 3. júlí var gert ráð fyrir 1,6 prósent hækk-
un á vísitölu neysluverðs í júlí. Miðað við þær upplýsingar sem nú liggi fyrir
sé hins vegar útlit fyrir minni verðbólgu en greiningin gerði ráð fyrir. „Helstu
ástæður endurskoðunar spárinnar niður á við liggja í því að gengi krónu var
hærra í viðmiðunarvikunni en gert var ráð fyrir auk þess sem olíuverð lækk-
aði á heimsmarkaði í vikunni. Þá hafa bifreiðaumboðin ekki hækkað verð á
nýjum bílum í eins miklum mæli og áætlað var,“ segir í morgunkorni Glitnis.
- as
Glitnir spáir minni verðbólgu
Í nýrri verðbólguspá greiningar
Landsbankans til ársins 2010 er gert
ráð fyrir að ársverðbólga í ár verði
12 prósent. Gerir Landsbankinn ráð
fyrir að verðbólga nái hámarki í
ágúst og nái þá 14 prósentum.
Í verðbólguspánni segir að það
taki ívið lengri tíma en áður hafi
verið gert ráð fyrir að koma bönd-
um á verðbólguna. Segir greiningin
að krónan sé mun veikari en von var
á og að framvinda alþjóðlegu fjár-
málakreppunnar gefi litla von um
að sú þróun gangi til baka í bráð.
Hins vegar dragi úr verðhækkun-
um í haust. Þá verði gengi krónunn-
ar orðið stöðugra. „Samkvæmt spá
okkar verður verðbólga í námunda
við verðbólgumarkmiðið í lok árs
2009,“ segir greiningin.
Landsbankinn segir að vegna lak-
ari horfa í efnahagsmálum sé nú
gert ráð fyrir að viðsnúningur á
fasteignamarkaði verði á fyrri hluta
árs 2010, í stað 2009 áður. Reiknar
greiningin með allt að 10 prósenta
(áður 5 prósent) verðlækkun áður
en markaðurinn tekur við sér á ný.
- as
Verðbólgumarkmið
næst í lok árs 2009
HORFUR EKKI EINS SLÆMAR Ein ástæða þess að greining Glitnis spáir því að
vísitala neysluverðs hækki ekki eins mikið er sú að bílaumboð hafa ekki hækkað
verð á nýjum bílum eins mikið og áætlað var. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
HORFUR Á FASTEIGNAMARKAÐI Í ljósi
lakari horfa í efnahagsmálum gerir
Landsbankinn nú ráð fyrir að
viðsnúningur á fasteignamarkaði verði á
fyrri hluta árs 2010, í stað 2009 áður.
FRÉTTABLAÐIÐ/HARI
Uppgjör Bank of America fyrir annan
ársfjórðung var birt í gær og var umfram
væntingar og hækkuðu bréf í bankanum
um tíu prósent í kjölfarið. Bank of America
er stærsti banki Bandaríkjanna í lánum til
heimila og einstaklinga.
Talið var að kaup bankans á Country-
wide Financial myndu hafa neikvæð áhrif á
rekstur fyrirtækisins en svo varð ekki.
„Countrywide mun reynast góð en djörf
fjárfesting,“ segir Bernie McGinn í viðtali
við Bloomberg-fréttaveituna. McGinn er
forstjóri samnefnds fyrirtækis sem á
umtalsverðan hlut í Bank of America.
Tekjur bankans féllu um 41 prósent frá
fyrra ári en voru þrátt fyrir það umfram
væntingar greinenda sem gerðu ráð fyrir
54 prósenta samdrætti. Bankinn afskrifaði
1,22 milljarða dala vegna undirmálslána á
öðrum ársfjórðungi sem er ríflega
helmingi minna en á fyrsta ársfjórðungi.
Hlutabréfamarkaðir í Bandaríkjunum
hækkuðu umtalsvert eftir að uppgjörið var
birt en hækkunin gekk til baka er leið á
daginn. -bþa
Uppgjör umfram væntingar
UPPGJÖR EYKUR BJARTSÝNI Bank of America skilaði
uppgjöri umfram væntingar markaðaðila. Aukin bjart-
sýni á markaði í kjölfarið. FRÉTTABLAÐIÐ/AP PHOTOS
Svíar verða æ svartsýnni á fram-
tíð efnahagsmála. Þetta kemur
fram í nýrri könnun SKOP, en
samkvæmt henni telja 59,6 pró-
sent Svía að efnahagsástand eigi
eftir að versna næsta ár. Hlutfall
þeirra sem telur að efnahags-
ástandið muni versna hefur vaxið
í hverri könnun síðasta árið, og er
nú hið hæsta síðan mælingar hóf-
ust, segir Örjan Hultåker hjá
SKOP.
Fyrir helgi birti fyrirtækið nið-
urstöður könnunar sem sýndi að
meirihluti sænskra fjárfesta teldi
að hlutabréfaverð myndi falla
næstu mánuði. Hultåker sagði að
svartsýnin hefði varað óvenju-
lega lengi: „Við höfum ekki orðið
var við jafn langvarandi svart-
sýnistímabil síðan við byrjuðum
að mæla væntingar fjárfesta til
markaðarins í janúar 2001.“
Hlutabréfaverð í kauphöllinni í
Stokkhólmi hefur fallið um nær
40 prósent undanfarið ár. - msh
Svíar svartsýnir
Glitnir sem er stærsti
kröfuhafi MEST hefur nú
stofnað nýtt félag, Steypu-
stöðina MEST ehf., sem
tekur yfir rekstur steypu-
stöðva og helluframleiðslu
MEST. Formaður Samtaka
iðnaðarins telur líklegt að
fleiri byggingafyrirtæki
lendi í sömu stöðu og MEST
á næstunni.
„Það er í raun verið að stofna
aftur gömlu Steypustöðina. Við
munum einbeita okkur að rekstri
steypustöðva og að hellufram-
leiðslu,“ segir Jón Steingrímsson,
stjórnarformaður hins nýja
félags.
Árið 2006 varð til félagið MEST
við sameiningu Steypustöðvar-
innar og Merkúr. Sama ár sam-
einuðust fyrirtækin Súper-bygg
og Pallaleigan Stoð félaginu.
Segja má að MEST hafi verið með
þeim fyrstu til að finna fyrir sam-
drætti í efnahagslífinu sem hófst
síðasta vetur. Hjá fyrirtækinu
störfuðu í upphafi árs um 300
starfsmenn en þeim hefur fækk-
að um 100 frá þeim tíma. Með
þessum aðgerðum er verið að
tryggja atvinnu um 100 starfs-
manna fyrirtækisins.
Innan hins nýja félags verður
ekki véla- og tækjasala, tækja-
leiga eða byggingavöruverslanir
sem var hluti af starfsemi
MEST.
Glitnir stefnir að því að finna
nýja eigendur að félaginu á næstu
mánuðum.
„Ég er sannfærður um að marg-
ir munu hafa áhuga á þessu félagi
en hvort það leiði til sölu verður
að koma í ljós. Fjármögnun er þó
erfið þessa stundina,“ segir Jón.
„Þetta er félag sem á góðan
rekstrargrundvöll til lengri tíma
litið,“ bætir hann við.
„Það er ekki ólíklegt að við
munum sjá fleiri byggingarfyrir-
tæki yfirtekin af bönkum og fjár-
málastofnunum á næstunni,“
segir Jón Steindór Valdimarsson,
framkvæmdastjóri Samtaka iðn-
aðarins. „Það kæmi mér á óvart
ef þetta yrði einsdæmi. Slíkir
atburðir verða þó ekki bundnir
við byggingariðnaðinn. Mörg
önnur fyrirtæki eru illa stödd og
eiga í viðræðum við helstu lánar-
drottna sína. Það eru mjög víða
fyrirtæki sem eru skuldsett og
eru komin í gjörgæslu hjá sínum
lánardrottnum.“
Jón Steindór telur að það verði
líklega erfitt fyrir Glitni að finna
kaupendur að hinu nýja félagi.
„Nú er reyndar tími kaupenda ef
menn ráða yfir fjármunum. Verð
fyrirtækja er trúlega hagstætt
um þessar mundir,“ segir Jón
Steindór.
annas@markadurinn.is
Fleiri gætu lent í stöðu MEST
JÓN STEINDÓR VALDIMARSSON
Hann telur líklegt að fleiri bygginga-
fyrirtæki verði yfirtekin af bönkum og
fjármálastofnunum á næstunni.
FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL R.