Fréttablaðið - 22.07.2008, Page 17

Fréttablaðið - 22.07.2008, Page 17
HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA SUMAR VINNUVÉLAR O.FL. Theódóra Kolbrún Jónsdóttir, 23 ára hjúkrunar- fræðinemi, hugsar vel um heilsuna og segist einungis stunda þá hreyfingu sem henni finnst skemmtileg. „Mér finnst ekki gaman að fara á líkamsræktarstöðv- arnar, sérstaklega ekki á sumrin þegar veðurblíðan leikur við okkur Íslendinga flesta daga. Ég fer örsjald- an, en þá þarf ég að þvinga mig til að fara,“ segir úti- vistarkonan og hjúkrunarfræðineminn Theódóra Kol- brún, en hún kýs frekar skemmtilega útihreyfingu. „Mér finnst fátt betra en að setja iPod í eyrun, setjast á hjólið mitt og hjóla um Reykjavík, jafnvel skella mér í sund í leiðinni en ég er mikil sundmanneskja og þykir mjög gaman að taka einn góðan sundsprett í Árbæjar- lauginni, það er mín laug.“ Theódóra Kolbrún hjólar einnig ávallt í vinnuna. „Á þessum tímum er ekkert vit fyrir námsmenn að reka bíl, því ákvað ég að nota hjól sem mitt farartæki og sé ekki eftir því, kostar ekkert og manni líður svo ótrúlega vel, því maður hugsar um heilsuna jafnframt því að komast á milli staða.“ En Kolbrún hugsar ekki aðeins um hreyfinguna held- ur passar hún sig einnig á að borða hollan og næringar- ríkan mat. „Ég hugsa mikið um hvað ég borða, reyni að borða mikið af ávöxtum og drekka mikið vatn.“ Þegar Kolbrún er innt eftir því hvað skiptir mestu máli í sambandi við heilsuna stendur ekki á svörum: „Svefninn skiptir öllu máli. Hann gefur okkur orkuna til að takast á við daginn,“ segir Kolbrún og heldur áfram leið sinni, hjólandi að sjálfsögðu. sigridurp@frettabladid.is Hreyfing, næring og hvíld Theódóra Kolbrún, eða Kolla eins og hún er kölluð af fjölskyldu og vinum, festi kaup á þessu forláta hjóli í Danmörku þegar hún var þar við vinnu síðastliðið sumar. Hefur það komið að mjög góðum notum hér á landi. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN EKKERT STRESS Alls konar geisladiskar eru til með slökunartónlist og slökunarhugleiðslu fyrir þá sem eiga erfitt með að festa svefn eða slaka á í amstri dagsins. HEILSA 2 LEIKIÐ Í FRÍINU Gott er að eiga bæði útileikföng og innileikföng eða spil í sumarbústaðnum svo börnin hafi eitthvað við að vera í fríinu. SUMAR 3

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.