Fréttablaðið - 22.07.2008, Qupperneq 18
[ ]
Í amstri dagsins er oft erfitt að ná slökun þegar
heim er komið og eiga margir erfitt með að festa
svefn. Til eru margs konar hjálpartæki við slök-
un sem vert er að athuga.
„Við erum með slökunartónlist og slökunarhugleiðslu
þar sem talað er inn í taugakerfið og líffærin til að ná
djúpri slökun, fólk hefur mikið verið að nota þetta til
að hjálpa því að sofna,“ segir Herdís Björnsdóttir, eig-
andi búðarinnar Gjafir jarðar í Ingólfsstræti. „Við
erum líka með hugleiðslutónlist og heilunartónlist sem
nýtist eins, svona slakandi tónlist þar sem fólk fer inn í
tónana og slakar vel á.“
Þegar Herdís er innt eftir því hvað sé nýjast stendur
ekki á svari: „Við erum með talaðar hugleiðslur á
íslensku, það er það nýjasta sem við eigum, þær byggj-
ast upp á slökun.“
Til eru nokkrir titlar af íslensku diskunum, eins og
Bara slökun og Prófkvíði. „Allir þessir diskar eru í
þeim dúr að ná slökun, heila sjálfan sig og annað sem
fólk þarf að eiga við, hvort sem það er andlegt eða lík-
amlegt.“
Herdís segir að slökunardiskar séu mjög vinsælir
meðal fólks sem á erfitt með að festa svefn. „Það er
mjög algengt að fólk komi hingað og biðji um leiðsögn
um hvað sé best til að sofna. Þeir sem eru vinsælastir
núna eru Heilaðu líkama þinn og Algjör slökun.“
Í versluninni Betra líf
í Kringlunni fæst einnig
mikið af slökunardisk-
um. „Við erum með
mikið af slökunardisk-
um eins og frá Garðari
Garðarssyni sem er eins
konar sjálfsdáleiðsla,
fólk er mjög ánægt með
hann,“ segir Snæfríður
Jensdóttir, eigandi Betra
lífs.
Þegar Snæfríður er
spurð um hvað sé nýjast af nálinni segir hún að það séu
hugleiðsludiskarnir. „Það hafa aldrei verið til hug-
leiðsludiskar, þeir eru nýkomnir og eru mjög vinsælir
eins og slökunardiskarnir.“ sigridurp@frettabladid.is
Andleg og líkamleg slökun
Íslensku heilunardiskarnir eru
það nýjasta á markaðnum.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Herdís Björnsdóttir, eigandi verslunarinnar Gjafir Jarðar, segir
að það sé algengt að fólk biðji um leiðsögn um hvað sé best
að nota til að sofna. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN
Snæfríður Jensdóttir, eigandi Betra lífs, segir að slökunardiskar
séu mjög vinsælir hjá henni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Vítamín geta verið góð viðbót við holla fæðu til að
fá öll næringarefnin sem líkaminn þarfnast.
Bæklingur um næringu ung-
barna sem gefinn er út af Lýð-
heilsustöð hefur verið þýddur á
fimm tungumál.
Bæklingurinn Næring ungbarna
kom út á íslensku árið 2003. Hann
hefur nú verið þýddur á ensku,
pólsku, rússnesku, spænsku og
taílensku.
„Hér á Íslandi er hópur sem talar
ekki íslensku,“ segir Elva Gísla-
dóttir, verkefnastjóri næringar hjá
Lýðheilsustöð, og bætir við að mjög
mikilvægt sé að sá hópur fái upp-
lýsingar um næringu ungbarna.
Spurð að því hvers vegna þessi
fimm tungumál hafi orðið fyrir val-
inu, segir Elva það hafa verið gert í
samvinnu við heilsugæsluna og
Alþjóðahúsið. „Kannað var hlutfall
fólks á barneignaaldri og hlutfall
fólks með ungbörn. Það varð úr að
þetta væri markhópurinn okkar
fyrir þennan bækling.“
Ákveðið var að gefa þýðingarn-
ar ekki út á prenti. Þær eru hins
vegar aðgengilegar á www.lyd-
heilsustod.is undir flipanum útgef-
ið efni. „Æskilegt er að heilsu-
gæslustarfsfólk afhendi
bæklinginn um næringu ungbarna
og ljósrit á viðkomandi tungumáli.
Þá hefur fólk hvort tveggja í hönd-
unum,“ segir Elva.
Íslenskur útdráttur var svo gerð-
ur úr bæklingnum og þýddur á
tungumálin fimm. Hann er að finna
á fyrrnefndri vefsíðu og hentugur
fyrir þá sem eingöngu þurfa á
kjarnanum um næringu ungbarna
að halda.
Íslenski bæklingurinn um nær-
ingu ungbarna liggur hins vegar
frammi á heilsugæslustöðum, en
þegar komið er í ungbarnavernd
fer fagfólk á staðnum yfir inni-
haldið með foreldrum eða forráða-
mönnum. - mmf
Næring á fimm tungumálum
Bæklingurinn er aðgengilegur á netinu.
www.fm957.is
67% landsmanna
undir fertugu
hlustar á FM957
Capacent
Zúúber snýr aftur!
Búðu þig undir að
vakna klukkan sjö
mánudaginn 28. júlí.
Auglýsingasími
– Mest lesið