Fréttablaðið - 22.07.2008, Page 19

Fréttablaðið - 22.07.2008, Page 19
[ ] Í sumarbústaðnum er gott að vera á sumrin með fjölskyld- unni. Til þess að foreldrarnir geti slappað almennilega af er hins vegar ágætt að börnin hafi eitthvað við að vera. Gott er að eiga einhver útileikföng í sumarbústaðnum sem hægt er að vera með í garðinum því börn hafa gott og gaman af því að leika sér úti þegar veðrið er gott. Þar sem íslenska sumarveðrið er hins vegar ekki alltaf fyrirsjá- anlegt er líka ágætt að eiga spil eða kubba til að grípa til þegar viðrar alls ekki til útileikja. Í rign- ingu og roki getur verið ósköp notalegt að spila inni í hlýjum bústað við systkini og aðra ætt- ingja. mikael@frettabladid.is Hestaferðir eru skemmtilegar á sumrin. Ef fólk á ekki hesta má leigja þá á hestaleigum sem eru um allt land. Allir verða að prófa að skjóta örvum úr boga. Þetta stór- skemmtilega leikfang er tilvalið á túnið uppi í sumarbústað þar sem skotin eru æfð. Hægt er kaupa boga, örvar og skot- skífu í Just for Kids í Faxafeni á 3.990 krónur. Phlat Ball-boltinn er stórskemmtilegt leikfang sem er bæði frisbí-diskur og bolti. Honum er kastað á milli og breytist hann úr disk í bolta í loft- inu. Boltinn fæst hjá Toys ´r us og kostar 1.699 krónur. Íslenska fuglaspilið er borðspil sem fjórir geta spilað í einu. Það sem er í boði er hljóðabingó, geisla- diskur með fuglahljóðum, myndabingó og minnisspil. Spilið er ætlað fimm ára og eldri. Fuglaspilið er hægt að kaupa í Spilavin- um á Langholtsvegi 126 og kostar það 5.100 krónur. Víkingakubbarnir eru meðal vinsælustu leikfanganna þetta sumarið. Víkingakubb- arnir eru skemmtilegt og spennandi spil þar sem leikmenn keppast við að fella alla kubbana niður nema konunginn. Vík- ingakubbarnir fást hjá Toys ´r us og kosta 1.199 krónur. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Líf og fjör í bústaðnum Núpsstaðarskógur 1. - 4. ágúst Sveinstindur - Skælingar 7. - 10. ágúst Strútsstígur 7. - 10. ágúst Fjölskylduferð í Bása 8. - 10. ágúst Fimmvörðuháls 9. - 10. ágúst Laugavegur 13. - 17. ágúst Sveinstindur - Skælingar 14. - 17. ágúst Strútsstígur 14. - 17. ágúst Fimmvörðuháls 16. - 17. ágúst SÍÐSUMAR Á FJÖLLUM Eigum laust í eftirfarandi ferðir í ágúst: krónum lagið Frá Fyll'ann takk! Á Tónlist.is getur þú nálgast yfir 50.000 lög og fyllt spilarann þinn af topptónlist. Allt efni á Tónlist.is er ólæst (DRM laust) og kostar frá 79 krónum lagið. Þannig getur þú fært tónlistina hindrunarlaust á milli tölvunnar, spilarans og farsímans. Vertu tilbúinn í sumarfríið!

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.