Fréttablaðið - 22.07.2008, Side 35
ÞRIÐJUDAGUR 22. JÚLÍ 2008 15lh hestar ●
þúsund
Börn, unglingar og ungmenni voru vel ríðandi á
Landsmóti hestamanna. Keppendur frá hestamanna-
félaginu Herði í Mosfellsbæ stóðu sig vil, tóku gull
bæði í unglinga- og ungmennaflokki.
Ýmsir vilja meina að keppnin í yngri flokkunum
hafi verið hápunktar á LM2008 sem hefði mátt fá
betri stað í dagskrá. Eitt er víst að hestakosturinn var
lítið síðri en í eldri flokkunum. Einkunnir bera það
líka með sér, á bilinu 8,60 til 8,80 á efstu keppendum.
Áttundi keppandi í úrslitum í ungmennaflokki með
8,58, svo dæmi sé tekið.
Keppni í ungmennaflokki var spennandi. Þar bar
sigur úr býtum eftir langa og stranga göngu Grett-
ir Jónasson á stóðhestinum Gusti frá Lækjarbakka.
Gustur er þekktur keppnis- og sýningarhestur og er
mál manna að hann hafi aldrei verið betri en hjá þess-
um efnilega knapa. En Grettir fékk harða keppni.
Sjaldan eða aldrei hafa verið jafnmargir efnilegir og
góðir knapar í ungmennaflokki og nú.
Arnar Logi Lúthersson sigraði af nokkru öryggi
í unglingaflokki á Frama frá Víðidalstungu. Sömu
sögu er að segja um knapana í þessum flokki. Nátt-
úru reiðmenn í hverjum hnakki. Í barnaflokki var
það svo Birna Ósk Ólafsdóttir á hinum margreynda
og farsæla keppnishesti Smyrli frá Stokkhólma sem
bar sigur úr býtum með einkunnina 8,82.
Landsmót ungu knapanna
Birna Ósk Ólafsdóttir tekur við verðlaunum fyrir efsta sætið í barnaflokki úr hendi Auðar Bjarkar Guðmundsdóttur. Jón Sigur-
björnsson, varaformaður FEIF, lengst til vinstri. MYND/JENS EINARSSON