Fréttablaðið - 22.07.2008, Page 41

Fréttablaðið - 22.07.2008, Page 41
ÞRIÐJUDAGUR 22. júlí 2008 17 UMRÆÐAN Jóhann Ísberg skrifar um skipulag á Kársnesi Blaut tuska framan í íbúa Kársness – Þjófar að nóttu“; þetta eru stór orð frá for- svarsmönnum Betri byggðar um nýjar skipulagstillögur á Kársnesi. Skoðum fullyrðingar þeirra nánar. Íbúðamagn „Eldri hugmyndir frá apríl 2007 gerðu ráð fyrir rúmlega 800 íbúð- um – nú er lagt til að íbúðir verði 1000-1200. Aukningin er 15-34%.“ (www.karsnes.is 9. júlí 2008). Hið rétta er að í hugmyndum frá 2006 voru íbúðirnar 1.160 á umbótasvæðinu. Í tillögu frá í apríl 2007 hafði íbúðum verið fækkað í 1.061. Eftir að búið var að taka tillit til athugasemda fækk- aði íbúðunum í 845. Í nýju hug- myndunum fækkaði íbúðum enn í 713. Á móti kemur að búið er að gera ráð fyrir íbúðum á hafnar- svæðinu í stað atvinnuhúsnæðis sem minnkaði umtalsvert. Í heild- ina verða því íbúðir samkvæmt nýjustu tillögum 971. Þetta er minnkun frá fyrri tillögunum um 100-200 íbúðir en aukning um 126 íbúðir frá síðustu hugmyndum um 845 íbúðir. Ekki er í neinu tilfelli um að ræða 200-400 aukningu eins og haldið er fram. Fjölgun íbúða frá hugmynd um 845 í 971 stafar af því að íbúðir eru fyrirhugaðar í stað atvinnuhúsnæðis á uppfyll- ingunni í dúr við óskir um bland- aða byggð. Atvinnuhúsnæði „Tillagan gerir ráð fyrir 75.000 m² viðbót í atvinnuhúsnæði – en síð- asta tillaga miðaði við 54.000 m². Þetta er aukning upp á 40%.“ (www.karsnes.is 9. júlí 2008). Þetta er rangt. Hið sanna er að þegar er til staðar atvinnu- og þjónustuhúsnæði, samtals 88.000 m² í umtöluðum reit á Kársnesi. Eldri hugmyndir lögðu til 54.000 m² af nýju atvinnuhúsnæði. Þegar búið var að taka tillit til að hluti eldra húsnæðis átti að víkja fyrir íbúðum hefði heildarmagn atvinnu- og þjónustuhúsnæðis aukist úr 88.000 m² í 109.500 m². Nýjustu hugmyndirnar hljóða hins vegar upp á 75.000 m² af atvinnu- og þjónustuhúsnæði í heildina á þessum sama reit. Það er sama hvaða viðmið eru notuð, alltaf er um mun minna heildarmagn atvinnu- og þjónustu- húsnæðis að ræða. Að komast að þeirri niðurstöðu að hér sé um 40% aukningu að ræða útheimtir talsvert framúr- stefnulegar reikningskúnstir. Hefði mér orðið á að gefa íbúum Kársness rangar upplýsingar og ásaka ranglega starfsmenn skipu- lagssviðs þá bæðist ég afsökunar. Rétt skal vera rétt, segir stórum stöfum á vef Betri byggðar þessa dagana og hægt er að taka heilshugar undir það. Ég er viss um að margir íbúar á Kárs- nesi vilja heyra hvort foringjar Betri byggð- ar munu leiðrétta full- yrðingar sínar eða sýna okkur fram á með gildum rökum að ofansagt sé rangt. Deilur á röngum for- sendum Til að gæta fyllstu sanngirni skal tekið fram að í undangengnu ferli hafa komið fram mismunandi til- lögur þar sem eldra húsnæði er fjarlægt og nýju bætt við svo að erfitt getur verið að átta sig á töl- unum. Þó er hægt að gera þær kröfur til forsvarsmanna íbúa- samtaka, sem ætlast til að þeir séu teknir alvarlega og margir treysta til að gæta hagsmuna sinna, að þeir fari með rétt mál og vandi sig við framsetningu stað- reynda. Það er ekki íbúum Kárs- ness til hagsbóta að ata þeim út í stríð við bæjaryfirvöld á röngum forsendum. Hitt er svo annað mál hvort allir verði sáttir við fram komnar hugmyndir. Þar sýnist sitt hverjum. Hugmyndin með þessari kynningu var einmitt að fá fram ábendingar og hugmynd- ir bæjarbúa eins og Birgir Sig- urðsson sviðstjóri tók skýrt fram á kynningarfundinum. Sannleikurinn er sá að starfs- menn skipulagssviðs hafa unnið þessar tillögur af heiðarleika og lagt sig fram um að koma á móts við athugasemdir með hagsmuni allra Kópavogsbúa að leiðarljósi en ekki eins og „þjófar að nóttu“ sem „beita blekkingarleik“. Ég hvet alla til að kynna sér vel til- lögurnar, ekki síst umferðar- skýrslu þar sem einnig virðist ríkja einhver misskilningur um umferðarmagn. Í þessu máli sem öðrum verð- um við að komast að niðurstöðu sem styrkja mannlíf og auka lífs- gæði íbúa Kársness en taka jafn- framt tillit til heildarhagsmuna bæjarfélagsins. Vonandi geta þessar tillögur orðið grundvöllur að slíkri niðurstöðu og enn betri byggð á Kársnesi. Höfundur er formaður Sjálfstæðis- félags Kópavogs og varamaður í skipulagsnefnd. SEND IÐ OKK UR LÍNU Við hvetj um les end ur til að senda okk ur línu og leggja orð í belg um mál efni líð andi stund ar. Grein ar og bréf skulu vera stutt og gagn- orð. Ein göngu er tek ið á móti efni sem sent er frá Skoð ana síð unni á vis ir.is. Þar eru nán ari leið bein- ing ar. Rit stjórn ákveð ur hvort efni birt ist í Frétta blað inu eða Vísi eða í báð um miðl un um að hluta eða í heild. Áskil inn er rétt ur til leið rétt- inga og til að stytta efni. JÓHANN ÍSBERG Rétt skal vera rétt Breyting frá tillögu des. ’06 109.500 m² í 75.000 m². 34.500 m². 31,5% minnkun. Breyting frá tillögu apr. ’07 106.000 m² í 75.000 m². 31.000 m². 29,2% minnkun. Breyting frá núverandi stöðu 88.000 m² í 75.000 m². 13.000 m². 14,7% minnkun. Jeva dagar Íþróttataska með burðaról fylgir Endurskinsmerki á öllum hliðum til að tryggja hámarks öryggi Sérstaklega útbúin burðarbönd til að tryggja að taskan sitji ávallt rétt á barninu Vasi fyrir pennaveski Nestisbox fylgir Úr níðsterku efni með tvöföldum saumum og mjög sterkum botni Burðaról sem krækir saman burðarböndin að framan til að tryggja jafna dreifingu á þunga Sérstaklega bólstrað bak til að tryggja mestu þægindi fyrir barnið þitt Einangrað matarhólf Færanlegt skilrúm í töskunni Allar Jeva töskur og pennaveski eru búin til úr efni sem inniheldur ekki PVC Flott drykkjarflaska Vandaðar skólatöskur sama verð og í fyrra Gildir frá 22 júlí til 31 júlí eða á meðan birgðir endast. Með fyrirvara um villur í texta.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.