Fréttablaðið - 11.08.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 11.08.2008, Blaðsíða 1
Baldursnesi 6 Akureyri Sími 414 1050 Smiðjuvegi 76 Kópavogi Sími 414 1000 Opið virka daga frá 8 -18 Mikið úrval blöndunartækja MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI HÚSIN Í BORGINNI • Klapparstíg 5 • 101 Reykjavík • Sími 511 5005 • Fax 511 5009 • www.husin.is Fr u m Telma Róbertsdóttir Löggiltur fasteignasali HÚSIN Í BORGINNI … það borgar sig! • Ekkert skoðunar- og skráningargjald.• Ekkert gagnaöflunargjald. • Ekkert umsýslugjald fyrir seljanda. • Framúrskarandi þjónusta og ráðgjöf á sviði fasteignaviðskipta. • Við stöndum vaktina frá upphafi til enda með bros á vör.• Löggiltir fasteignasalar með þér alla leið. Fr um 3ja herb. íbúð í Permaformhúsi á jarðhæð með sérinngangi og góðum sólpalli. Rúmgóð herb. Fín eign á góðum stað og dýravæn (má hafa hund/kött) Mjög stutt er í alla þjónustu. Áhvílandi lán geta fylgt. RÓSARIMI 5 - 112 RVKOPIÐ HÚS KL. 18.00-18.30Stærð 88,7 fm. Verð 21,9 millj. FOSSHEIÐI 56 - 800 SELF 2ja herbergja íbúð á neðri hæð í tvíbýli með sér inngang og sólpalli. Húsið er í rólegu og grónu hverfi á besta stað í Hafnarfirði. Íbúðin getur lostnað fljótlega. Ágæt áhvílandi lán geta fylgt. HRAUNKAMBUR 10 - 220 HF.OPIÐ HÚS KL. 18.30-19.00Stærð 72 fm. Verð 19,0 millj. Björt og rúmgóð 3ja herbergja íbúð í kjallara sem er lítið niðurgrafinn, með stórum gluggum á besta stað í Hlíðunum. Auka herbergi fylgir íbúðinni sem er í útleigu. Búið er að endurnýja ýmislegt að innan og utan. DRÁÐPUHLÍÐ 31 - 105 RVKOPIÐ HÚS KL 19.30-20.00Stærð 69,7 fm. Verð 17,8 millj. Eignastýring Erlendur Davíðsson, lögg. fast.sali Svana, sölufulltrúi Sími 866 9512, svana@remax.is S. 534 4040 fasteignir 11. ÁGÚST 2008 Fasteignasalan Ás hefur til sölu vandað tveg j hæða einbýli m ð f Hornlóð með verönd Eignin er á rólegum stað í Garðabæ, en mikill gróður er á lóðinni. TJÓNASKOÐUN RÉTTINGAR - SPRAUTUN RÚÐUÍSETNINGAR ALMENNAR VIÐGERÐIR CAR-O-LINER RÉTTINGARBEKKUR Réttir Bílar ehfSími & Fax: 554-3044 • rettirbilar@V HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Á þingmannsheimili Ármanns Kr. Ólafssonar í Kópavogi eru dýrmætustu eigurnar frá afa hans og nafna úr Öxnadal. „Af öllu mínu innbúi hef ég mest dál og svipu ú lí baka, finnst mér gott að taka keðjuna úr skúffunni og handfjatla meðan hugurinn reikar,“ segir Ármann, sem hluta af bernsku sinni ólst upp á bænum Þ á Ö dal, þar sem afi han Heimili með ljúfa fortíð Ármann Kr. Ólafsson alþingismaður í fótsporum afa síns úr Öxnadal í stórborgarysnum heima. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Púðar eru góð leið til að gera sófann eða stólinn á heim-ilinu hlýlegan, hvort sem það er einn púði eða margir. Gaman er að skipta um lit á púðum eftir árstíðum. Kvöldin eru farin að verða dimmari. Tími kertanna og kertastjak-anna er að koma aftur. Fátt er betra en að sitja inni við kertaljós þegar dimmt er úti. Skemlar eru þægilegir fyrir fætur eða sem sæti. Þeir eru auðveldir í notkun og fljótlegt er að færa þá á milli herbergja. Hægt er að fá skemla á mörgum stöðum í bænum, til dæmis Eggi, Smáratorgi. Sími: 512 5000 MÁNUDAGUR 11. ágúst 2008 — 216. tölublað — 8. árgangur Sögur af flugmönnum Snorri Bjarnvin og Ingvar Mar hafa gefið út DVD-disk með 22 viðtölum við atvinnuflug- menn og viðeig- andi myndefni, því elsta frá 1943. TÍMAMÓT 16 ÁRMANN KR. ÓLAFSSON Svipan góða frá afa notuð sem stofustáss heimili Í MIÐJU BLAÐSINS FASTEIGNIR Kamína og útgengi á hellulagða verönd Sérblað um fasteignir FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG FÓLK „Þetta er Villta vestrið,“ segir Eyþór Guðjónsson sem vinnur nú hörðum höndum að því að reisa skemmtigarð í Gufunesi. Verið er að reisa þyrpingu sem minnir óneitanlega mikið á Villta vestrið, enda er það fyrirmyndin. Robb Wilson King hannaði leikmyndina, en hann hefur hannað leikmyndir fyrir yfir fimmtíu Hollywood-myndir. Áætlað er að Villta vestrið verði opnað í september en það er aðeins fyrsti hluti skemmtigarð- arins, sem verður einkar stór með fjölbreyttri afþreyingu fyrir fullorðið fólk. - shs / sjá síðu 30 Skemmtigarður í Grafarvogi: Villta vestrið rís í Gufunesi HEILBRIGÐISMÁL Kjararáð hefur ákveðið að hækka laun forstjóra Landspítalans frá og með 1. sept- ember, þegar nýr forstjóri kemur til starfa. Launin hækka um ríf- lega áttatíu prósent sé miðað við eldri úrskurð kjaranefndar. Sé miðað við raunveruleg laun fyrr- verandi forstjóra nemur hækkun- in um 25 prósentum. Heilbrigðis- ráðherra hefur ekki skipað nýjan forstjóra. Samkvæmt úrskurði kjararáðs munu laun forstjórans verða 1.618.565 krónur. Magnús Péturs- son, sem nýverið lét af starfi for- stjóra, var með um 1,3 milljónir króna í mánaðarlaun. Hækkunin nemur því um 25 prósentum. Um áratugur er síðan kjara- nefnd, forveri kjararáðs, úrskurð- aði um laun forstjóra Landspítal- ans. Ekki hafa fengist nákvæmar upplýsingar um úrskurð ráðsins, en viðmælendur Fréttablaðsins segja úrskurðinn hljóða upp á tæp- lega 900 þúsund króna mánaðar- laun. Hækkunin miðað við þá upp- hæð nemur rúmum áttatíu prósentum. „Það er greinilegt að það eru til peningar á Landspítalanum, við þurfum þá engu að kvíða,“ segir Guðlaug Einarsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands. Félagið stendur nú í samninga- viðræðum við ríkið, og telja ljós- mæður að þær þurfi um 25 pró- senta hækkun til að standa jafnfætis öðrum með sambæri- lega menntun. Á því hafa samn- ingamenn ríkisins ekki ljáð máls, og hafa ljósmæður boðað aðgerðir til að leggja áherslu á kröfurnar. Elsa B. Friðfinnsdóttir, formað- ur Félags íslenskra hjúkrunar- fræðinga, segir hækkunina hjá forstjóranum ríflega, en í ný - samþykktum samningi fengu hjúkrunarfræðingar ríflega fjór- tán prósenta hækkun. Berglind Ásgeirsdóttir, ráðu- neytisstjóri heilbrigðisráðuneyt- isins, staðfestir að laun fyrrver- andi forstjóra hafi á síðasta ári verið um 1,3 milljónir króna, mun hærri en úrskurður kjaranefndar sagði fyrir um. Berglind segir muninn skýrast af því að samið hafi verið sérstaklega við fyrrver- andi forstjóra vegna aukins álags við sameiningu Landspítala og Borgarspítala. Í rökstuðningi kjararáðs segir að ráðið vilji leitast við að tryggja eðlilegt samræmi milli launa for- stjórans og heildarlauna annarra æðstu stjórnenda spítalans. Ekki náðist í Guðlaug Þór Þórð- arson heilbrigðisráðherra við vinnslu fréttarinnar í gær. - bj Nýr forstjóri LSH fær fjórðungs hækkun Laun forstjóra Landspítalans hækka um 25 prósent þegar nýr forstjóri kemur til starfa. Ljósmæður krefjast sambærilegrar prósentuhækkunar, en á því hefur ekki verið ljáð máls. Hjúkrunarfræðingar fengu nýverið 14 prósenta hækkun. KK fyrir SS Tónlistarmaðurinn er hæstánægð- ur með lagið sem hann samdi fyrir gamla vinnuveitandann sinn FÓLK 22 Valgerður er María Valgerður Guðna- dóttir fer með hlutverk Maríu í Söngvaseiði sem Borgarleikhúsið setur upp á næsta leikári FÓLK 30 Sigur gegn Rússum Strákarnir okkar fóru vel af stað á Ólymp- íuleikunum í Peking. ÍÞRÓTTIR 26 VEÐRIÐ Í DAG BJART SYÐRA Í dag verða norða- austan 3-10 m/s, stífastur SA-til. Skýjað norðan til og austan og hætt við lítilsháttar vætu en yfirleitt nokkuð bjart veður sunnan til og vestan. Hiti 8-15 stig, mildast syðst. VEÐUR 4 9 11 10 1313 BANDARÍKIN, AP Síðustu löglegu hanaötin í Louisiana í Bandaríkj- unum munu fara fram næstkom- andi föstudag. Eftir það taka lög sem banna þessa blóðugu íþrótt gildi, þrátt fyrir mótmæli heimamanna. „Hanar munu berjast áfram,“ segir Elizabeth Barras, sem rekur hanaatshring í Louisiana. Hún segir bann í öðrum ríkjum ekki hafa stöðvað hanaöt, nú sé þeim bara leynt fyrir yfirvöldum. Loisiana er síðasta ríkið í Bandaríkjunum til að banna hanaat, og lætur nú undan eftir gríðarlegan þrýsting frá dýra- verndunarsinnum. - bj Breytingar í Bandaríkjunum: Banna hanaat HANAAT Louisiana er síðasta ríki Banda- ríkjanna til að banna hanaat. FRÉTTABLAÐIÐ/BRJÁNN IÐNAÐUR Seljendur og kaupendur gagnavera munu koma saman á mikilli kaupstefnu í Banda ríkj- unum síðar á þessu ári. Óskað hefur verið eftir því að íslenskir ráða- menn verði viðstaddir kaupstefn- una. „Það hefur verið óskað eftir því að íslenskir ráðherrar komi þangað til þess að kynna þessa möguleika betur og vonandi til þess að ganga frá einhverju inn í framtíðina,“ segir Össur Skarphéðinsson iðnað- arráðherra. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær hafa erlendir aðil- ar sýnt mikinn áhuga á uppsetn- ingu gagnavera á Íslandi og lagn- ingu sæstrengs til Bandaríkjanna. Össur segir ákveðinn glugga vera opinn í þessum málum nú um stundir, sem helgist af því að verið sé að endurskipuleggja þessa teg- und af starfsemi. „Þeir leggja mikla áherslu á grænu orkuna og það að geta gert orkusamninga til langs tíma en það geta þeir ekki gert í Bandaríkjunum.“ - þeb Kaupstefna vegna gagnavera fer fram í Bandaríkjunum síðar á árinu: Vilja fá ráðherra á kaupstefnu FYLGST MEÐ FÉLÖGUNUM Örn Arnarson, Erla Dögg Haraldsdóttir og Sarah Blake Bateman kepptu í sundi á Ólympíuleikunum í Kína í gær. Félagar þeirra úr íslenska landsliðinu í sundi fylgdust með og hvöttu þau til dáða. - Sjá síður 24 og 26. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.