Fréttablaðið - 11.08.2008, Blaðsíða 40
> Fjórir leikir í Landsbankadeild karla
15. umferð Landsbankadeildar karla í fótbolta klárast í
kvöld með fjórum leikjum. Íslandsmeistarar Vals heim-
sækja Fjölni en Hlíðarendaliðið hefur verið á mikilli
siglingu undanfarið og unnið fimm af síðustu sex leikjum
sínum í deildinni, en nýliðar Fjölnis hafa þar tapað þremur
leikjum í röð. Breiðablik mætir Grindavík á Grindavíkurvelli
en Grindvíkingar unnu fyrri leik liðanna 3-6 í skrautlegum
leik. Botnliðin ÍA og HK eiga bæði heima-
leiki og þurfa nauðsynlega að fara
að raka til sín stigum ef ekki
á illa að fara en Keflvíkingar
fara upp á Skaga og Fylkis-
menn mæta á Kópavog-
svöll. Allir leikir kvöldsins
hefjast kl. 19.15.
PEKING 2008 Flórídamærin Sarah
Blake Bateman náði ekki að slá
eigið Íslandsmet í 100 metra bak-
sundi í gær. Hún synti á 1:03,82
mínútum og varð síðust í sínum
riðli. Hún endaði í 41. sæti af 49
keppendum.
Þetta var fyrsta reynsla hinnar
átján ára gömlu Söruh af Ólympíu-
leikum og hún viðurkenndi að
spennan hefði verið mikil.
„Ég svaf ekkert um nóttina af
spenningi. Ég gat bara ekki sofn-
að. Ég lagði mig aðeins um daginn
og það var allt og sumt,“ sagði
Sarah og brosti blítt en hún var
eðlilega ekki fullkomlega ánægð
með sundið sitt enda hafði hún
stefnt á að bæta sinn besta tíma.
„Ég er ekki nógu ánægð með
sundið en það var samt þokkalegt,
þannig að ég er ekkert rosalega
svekkt. Ég var eðlilega ekkert í
allt of góðu standi vegna svefn-
leysis þannig að í ljósi þess er ég
þokkalega sátt eftir allt saman,“
sagði Sarah, sem sagðist þess utan
hafa verið í sínu allra besta formi.
„Annars verð ég að segja að
þessi lífsreynsla að vera hér er
með hreinum ólíkindum og ég get
ekki líkt neinu öðru við þetta. Ég
hef lært mikið og kem sterkari á
næstu misserum,“ sagði Sarah,
sem heldur fljótlega aftur til
Bandaríkjanna þar sem hún er á
leið í skóla. - hbg
Taugarnar fóru illa með Söruh Blake Bateman sem keppti í 100 metra baksundi í Peking í gær:
Sarah svaf ekkert nóttina fyrir sundið
ÞOKKALEGA SÁTT Sarah Blake hefði
viljað gera betur í gær en kvaðst hafa
dregið mikinn lærdóm af þátttöku sinni
í leikunum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Landsbankadeild karla:
1. FH 15 11 1 3 35-15 34
2. Keflavík 14 9 3 2 32-21 30
3. Valur 14 8 2 4 26-18 26
4. Fram 15 8 1 6 18-12 25
5. Breiðablik 14 6 5 3 28-20 23
6. KR 15 7 1 7 24-18 22
7. Fjölnir 14 7 0 7 22-17 21
8. Grindavík 14 6 2 6 21-25 20
9. Þróttur 15 4 6 5 22-28 18
10. Fylkir 14 4 1 9 15-27 13
11. ÍA 14 1 4 9 11-30 7
12. HK 14 1 2 11 14-37 5
Markahæstu leikmenn deildarinnar:
1. Björgólfur Takefusa (KR) 11
2. Guðmundur Steinarsson (Keflavík) 10
3. Tryggvi Guðmundsson (FH) 9
4. Helgi Sigurðsson (Valur) 9
5. Nenad Zivanovic (Breiðablik) 8
6. Pálmi Rafn Pálmason (Valur) 7
7. Atli Viðar Björnsson (FH) 7
8. Pétur Georg Markan (Fjölnir) 6
9. Prince Rajcomar (Breiðablik) 6
10. Gunnar Már Guðmundsson (Fjölnir) 6
11. Mitja Brulc (HK) 6
STAÐAN
PEKING 2008 Hin 18 ára gamla
Sigrún Brá Sverrisdóttir er mætt
á sína fyrstu og líklega ekki
síðustu Ólympíuleika hér í
Peking. Sigrún var enn að átta sig
á aðstæðum er Fréttablaðið hitti
hana að máli.
„Það er allt rosalega stórt hér
og mikið um að vera. Þetta er
samt ekkert yfirþyrmandi og ég
er alveg róleg,“ sagði Sigrún Brá
brosmild og leyndi sér ekki að
hún nýtur sín vel.
„Það er svo sannarlega
draumur að rætast að vera komin
hingað og mér líður mjög vel. Það
er gaman að upplifa þetta og sjá
allt fólkið. Þetta verða alls ekki
mínir síðustu Ólympíuleikar.“
Sigrún Brá tekur þátt í 200
metra skriðsundi í dag.
„Ég stefni á að bæta minn
persónulega árangur en aðalmálið
er að njóta reynslunnar og þess
að vera hérna,“ sagði Sigrún en
hefur hún áhyggjur af stressi?
„Það þarf að halda því í
skefjum og ég reyni að hugsa
jákvætt um sundið og vera
bjartsýn. Auðvitað eru aðstæður
svolítið yfirþyrmandi en maður
verður að halda ró sinni,“ sagði
Sigrún Brá að lokum. - hbg
Sigrún Brá Sverrisdóttir:
Ekki mínir síð-
ustu leikar
MIKIL REYNSLA Sigrún Brá nýtur sín vel
í Peking og er ákveðin í því að taka aftur
þátt í Ólympíuleikum á sínum ferli.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Leikurinn byrjaði rólega og jafnræði var með liðunum.
Framarar voru hættulegri fram á við en sköpuðu lítið.
Þrótturum gekk illa að opna vörn Fram og máttlaus
voru skot þeirra að marki sem reyndu lítið á Hannes í
markinu. Fátt var um tilþrif þar til fyrsta mark leiksins
kom. Eftir langa spyrnu fram tók Paul McShane við
boltanum. Hann hljóp að vítateignum og skaut fast
í hægra markhornið, óverjandi fyrir Bjarka í marki
Þróttar.
Eftir markið sóttu Þróttarar upp vinstri kantinn
með Sigmund Kristjánsson í fyrirgjöfum sem þó
skiluðu litlu. Á meðan Þróttur sótti hélt Fram sínu
skipulagi vel og gáfu engin færi á sér. Í lok fyrri
hálfleiks voru Þróttarar ráðþrota í sóknarleik sínum en
leikmenn Fram héldu sínu.
Þróttur sótti meira í seinni hálfleiknum en vörn Fram
var gríðarsterk og steig vart feilspor. Það stefndi allt í
að gestirnir tækju þrjú dýrmæt stig þangað til víti var
dæmt á 88. mínútu. Eftir góðan sprett upp hægri kant
komst Jón Jónsson inn í teiginn og Joe Tillen togaði í peysu hans.
Dómarinn sá ekki brotið en línuvörður flaggaði vítaspyrnuna. Úr
vítinu skoraði Hjörtur Hjartarson örugglega. Stuttu eftir markið
fengu leikmenn Fram aukaspyrnu og eftir hana fékk Ingvar
Ólason boltann í teignumen hitti hann illa í dauðafæri. Þar við
sat og niðurstaðan jafntefli. Gunnar Oddson þjálfari Þróttar var
sáttur í lok leiks:
„Ég er bærilega sáttur við stigið. Við höfðum mikið fyrir mark-
inu og vorum ekki að klára færi okkur nógu vel,“ sagði Gunnar
að lokum.
Þorvaldur Örlygsson var ekki sáttur við vítaspyrnuna
í lokin: „Þar sem ég stóð gat ég ekki séð að um víti
væri að ræða, dómarinn veifar leikinn áfram þegar
línuvörður flaggar, af hverju,“ sagði Þorvaldur.
Hann var annars sáttur með sitt lið, „Ég var sáttur
með liðið en við hefðum mátt nýta færin betur
sem við fengum þó í leiknum,“ sagði Þorvaldur
Örlygsson að lokum við Fréttablaðið.
- rv
LANDSBANKADEILD KARLA: ÞRÓTTUR OG FRAM SKILDU JÖFN, 1-1, Á VALBJARNARVELLI Í GÆRKVÖLD
Hjörtur tryggði Þrótturum stig í blálokin
24 11. ágúst 2008 MÁNUDAGUR
sport@frettabladid.is
Valbjarnarvöllur, áhorf.:Óuppg.
Þróttur Fram
TÖLFRÆÐIN
Skot (á mark) 6-8 (3-4)
Varin skot Bjarki Freyr 4 – Hannes Þór 2
Horn 2-3
Aukaspyrnur fengnar 9-7
Rangstöður 1-2
FRAM 4–4–2
Hannes Þór Halldórs. 6
Jón Orri Ólafsson 6
Auðun Helgason 7
Reynir Leósson 7
Sam Tillen 6
Halldór Jónsson 6
*Paul McShane 8
Ingvar Ólason 7
Heiðar Júlíusson 8
Ívar Björnsson 7
Hjálmar Þórarinsson 7
(75., Joseph Tillen -)
*Maður leiksins
ÞRÓTTUR 4–5–1
Bjarki Freyr Guðm. 7
Jón R. Jónsson 7
Michael Jackson 6
Þórður Hreiðars. 6
Kristján Ó. Björns. 6
Magnús M. Lúðvíks. 5
(54.,Hjörtur Hjartars. 7)
Dennis Danry 6
Hallur Halls. 6
Sigmundur Kristjáns. 6
Andrés Vilhjálms. 7
(90., Eysteinn Lárus. -)
Jesper Sneholm 5
0-1 Paul McShane (29.),
1-1 Hjörtur Júlíus Hjartarson (88.).
1-1
Einar Örn Daníels. (6)
FÓTBOLTI FH-ingar sóttu þrjú mikil-
væg stig á KR-völlinn í gær og
yfirspiluðu KR-inga á köflum í
leiknum. Værukærð Hafnfirðinga
í síðari hálfleik hefði þó getað
komið þeim um koll.
„Við yfirspiluðum þá í fyrri
hálfleik fannst mér og við vorum
að láta boltann ganga mjög vel
innan liðsins og skapa okkur góð
færi,“ sagði Davíð Þór Viðarsson,
fyrirliði FH, sem átti góðan leik.
FH-ingar voru að spila vel alls
staðar á vellinum í fyrri hálfleik,
stjórnuðu miðjunni og sóknar að-
gerðir þeirra voru beittar og varn-
armenn KR áttu í stökustu vand-
ræðum með hraðar sóknir þeirra.
KR-ingar fengu ágæt færi framan
af leik en reyndu mest að beita
löngum sendingum fram völlinn.
FH-ingar skoruðu fyrsta markið
úr vítaspyrnu strax á 14. mínútu
þegar boltinn fór augljóslega í
hönd Jordaos Diogo og Tryggvi
Guðmundsson skoraði af öryggi
úr spyrnunni. Tryggvi var nálægt
því að bæta við öðru marki stuttu
síðar en skot hans fór í stöng.
Annað mark FH kom á 29. mín-
útu og þar var að verki Matthías
Guðmundsson eftir góðan undir-
búning Höskuldar Eiríkssonar.
Matthías tók boltann á lofti og
negldi honum í netið af stuttu
færi, óverjandi fyrir Stefán Loga í
markinu. En Matthías klúðraði
algjöru dauðafæri á upphafs-
mínútum leiksins og náði þarna að
bæta vel fyrir það.
FH-ingar héldu áfram að þjarma
að marki KR í upphafi seinni hálf-
leiks en voru værukærir og fóru
nokkrum sinnum illa að ráði sínu í
upplögðum marktækifærum. KR-
ingar tóku þá við sér og unnu sig
aftur inn í leikinn og minnkuðu
muninn með marki Guðmundar
Reynis Gunnarssonar.
Lokamínúturnar voru spennu-
þrungnar þar sem KR-ingar press-
uðu stíft að marki FH en náðu ekki
að jafna. Þess í stað fékk Bjarni
Guðjónsson rautt spjald í upp-
bótartíma og KR endaði leikinn
einum færri, lokatölur urðu 1-2.
„Vorum á rassgatinu í fyrri hálf-
leik og það er of dýrt í svona leik
og því fór sem fór,“ sagði Jónas
Guðni hjá KR. omar@frettabladid.is
Þrjú mikilvæg stig hjá FH
FH-ingar fóru á kostum gegn KR-ingum í fyrri hálfleik og upphafi þess síðari
en voru nálægt því búnir að spila leikinn frá sér í lokin á KR-velli í gærkvöld.
MARK Matthías Guðmundsson
skorar hér með föstu skoti.
KR 1-2 FH
0-1 Tryggvi Guðmundsson (14.),
0-2 Matthías Guðmundsson (29.),
1-2 Guðmundur R. Gunnarsson (64.).
KR-völlur, áhorf.: 2.237
Jóhannes Valgeirsson (8)
TÖLFRÆÐIN
Skot (á mark) 14-10 (7-6)
Varin skot Stefán Logi 3 – Gunnar 5
Horn 6-3
Aukaspyrnur fengnar 16-9
Rangstöður 5-5
KR 4–4–2 Stefán Logi Magnússon 7 - Bjarni
Guðjóns. 4, Gunnlaugur Jóns. 5, Grétar Sigfinnur 6,
Jordao Diogo 4, Gunnar Ö. Jóns. 3 (61., Skúli Jón
Friðgeirs. -)(79., Guðmundur Péturs. -), Jónas Guðni
4, Viktor Bjarki 5, Öskar Ö. Hauks. 5 (52., Guð-
mundur Reynir 6), Guðjón Baldvins. 6, Björgóflur
Takefusa 4.
FH 4–3–3 Gunnar Sigurðsson 7 - Höskuldur Eiríks
7 (63., Guðmundur Sævars. 6), Tommy Nielsen 6,
Dennis Siim 6, Hjörtur Logi 6, *Davíð Þór 8, Björn
Daníel Sverris. 5, Matthías Vilhjálms. 7, Matthías
Guðm. 7(84., Ásgeir G. Ásgeirs. -), Atli Guðnas. 6
(72., Jónas Grani -), Tryggvi Guðm. 7.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/A
R
N
ÞÓ
R