Fréttablaðið - 11.08.2008, Side 14
14 11. ágúst 2008 MÁNUDAGUR
greinar@frettabladid.is
FRÁ DEGI TIL DAGS
Hringdu í síma
ef blaðið berst ekki
UMRÆÐAN
Stefán Snævarr svarar grein Hannesar
Hólmsteins Gissurarsonar
Hannes Gissurarson svaraði ádrepu minni um Nýja-Sjáland í Fréttablaðinu
1. ágúst síðastliðinn. Hann segir að ég hafi
loksins eftir langa leit fundið dæmi um land
þar sem frjálshyggjan hafi kannski
mistekist. En ég hef rætt fjölda dæma um
mislukkun frjálshyggjunnar, þar á meðal Chile
frjálshyggjueinræðisins. Frjálshyggjutilraunin þar
syðra varð til þess að efnahagskerfið hrundi árið
1982, samdráttur varð um 13,7%. Annað dæmi sem
ég hef notað er efnahags(van)þróunin vestanhafs.
Bandaríkjamenn hafa notið minni hagvaxtar frá því
markaðsvæðingin mikla hófst um 1980 en á
ríkisafskiptaskeiðinu 1945-1980.
Hannes talar eins og ég noti John Kay einan sem
heimild um kreppu frjálshyggjunnar í Nýja-Sjálandi
en það er rangt. Í pistlinum vitnaði ég líka í
heimspekinginn John Gray sem segir að frjáls-
hyggjutilraun andfætlinga hafi leitt til þess að orðið
hafi til ný lágstétt í landinu. Ég hefði getað vitnað í
hagfræðinginn Noreenu Hertz sem segir að
Verkamannaflokksstjórn Helen Clark hafi
játað að tilraunin hafi mistekist og endur-
þjóðnýtt vinnutryggingar. Sé það rétt fer
Hannes með rangt mál er hann segir að
Verkamannaflokkurinn hafi ekki hróflað
við „umbótum“ frjálshyggjunnar. Hann
svarar heldur ekki þeirri staðhæfingu Kays
að einkavæðing raforkuveitna hafi leitt til
rafmagnsleysis og öngþveitis. Nefna má að
norskur starfsbróðir minn dvaldi eitt ár í
Nýja-Sjálandi fyrir skömmu og staðfesti
allt sem Kay, Gray og Hertz segja. Hann dró upp
vægast sagt dökka mynd af ástandinu þar syðra.
Ef „frjáls“ markaður væri eins skilvirkur og
Hannes heldur þá hefði Nýja-Sjáland átt að búa við
mun meiri hagvöxt en velferðarríkin. En svo er
ekki, samkvæmt upplýsingum OECD var hagvöxt-
urinn nýsjálenski 3,1% árið 2007 en í hinu erkikrat-
íska Finnlandi 4,4%. Það fylgir sögunni að í
Finnlandi hirðir ríkið 50% af vergum þjóðartekjum
landsmanna. Samt (eða þess vegna) stendur
Finnland sig mun betur efnahagslega en frjáls-
hyggjuparadís andfætlinga. Jafnaðarstefnan sigrar,
frjálshyggjan tapar!
Höfundur er prófessor í heimspeki.
Hannes og Nýja-Sjáland
J
ónas Haralz og Einar Benediktsson hafa í Morgunblaðs-
grein ítrekað brýningu sína um mikilvægi þess að Ísland
sæki um aðild að Evrópusambandinu. Röksemdir þeirra
byggja jafnt á efnahagslegum forsendum sem pólitískum.
Að því leyti hafa þeir bæði breikkað og dýpkað umræðuna.
Á því var full þörf.
Samfylkingin er eini flokkurinn sem formlega hefur
haft aðild á dagskrá. Framsóknarflokkurinn vill að þjóðin taki
af skarið í allsherjaratkvæðagreiðslu. Vinstri grænt hefur verið
á móti, mest af ótímabundnum þjóðernislegum ástæðum. Sjálf-
stæðisflokkurinn hefur þar á móti reist andstöðu sína á hags-
munalegum rökum sem vega þurfi og meta á hverjum tíma.
Framlag Jónasar Haralz og Einars Benediktssonar breytir
ef til vill ekki miklu í reiptoginu um þjóðernisrökin. Gildi þess
fyrir stjórnmálaumræðuna felst hins vegar í því að eyða óviss-
unni um hagsmunamatið. Þeir hafa með skýrum en einföldum
rökum sýnt fram á hvernig hagsmunalóðin hafa flust á milli vog-
arskála. Hagsmunirnir eru með öðrum orðum aðrir og ríkari nú
en fyrir einum áratug eða tveimur.
Sú ákvörðun forsætisráðherra að fela Evrópunefnd ríkis-
stjórnarinnar að skoða þann þátt þessa máls er lýtur að aðild að
Evrópska myntbandalaginu hefur mikið gildi. Hún er vísbend-
ing um að kalt hagsmunamat ráði för fremur en kreddur. Þó að
hagsmunirnir séu nokkuð augljósir á sviði peningamálanna er
mikilvægt að hafa í huga að þeir hafa breyst á miklu víðara pól-
itísku sjónsviði.
Halldór Ásgrímsson opnaði Evrópuumræðuna innan Fram-
sóknarflokksins á sinni tíð. Núverandi formaður, sem talaði gegn
þeirri viðleitni, kom flestum á óvart á síðasta miðstjórnarfundi
og færði flokkinn í einu vetfangi fram um margar þingmanna-
leiðir á þessari þróunarbraut.
Á sama tíma og þessi framvinda á sér stað er ýmislegt að
koma í ljós sem bendir til að Samfylkingin hafi hugsanlega ekki
rætt Evrópumálin nægjanlega djúpt til að samhæfa málflutning
sinn á ýmsum öðrum sviðum við aðildarstefnuna. Til að mynda
næst jafnvægi í peningamálum ekki svo að sækja megi um aðild
í byrjun næsta kjörtímabils nema með markvissri orkunýting-
arstefnu. Á því sviði eru skoðanir forystumanna Samfylkingar-
innar svo skiptar að erfitt er að koma þeim málflutningi heim og
saman við Evrópumarkmiðin.
Innan Samfylkingarinnar virðist ekki vera sátt um að fylgja
evrópskum leikreglum um meðferð hælisleitenda. Í lögreglu-
málum er engu líkara en nútíma aðferðafræði, sem allt alþjóð-
legt samstarf á því sviði er reist á, sé þyrnir í augum margra
talsmanna hennar. Þeir horfa meir til sveitarfélagalöggæslu.
Hér er einnig umhugsunarefni að forseti Íslands, sem gerir
samninga við önnur ríki á ábyrgð utanríkisráðherra, flutti þau
skilaboð á ráðstefnu smáríkja fyrir ekki alls löngu að Ísland
kysi heldur tvíhliða fríverslunarsamning við Kína en Evrópu-
sambandsaðild.
Þessi skortur á samhæfðri umræðu hefur vissulega þá nei-
kvæðu hlið að draga úr þrýstingi á aðra flokka. Jákvæða hliðin
er hins vegar sú að hún opnar svigrúm fyrir bæði Framsóknar-
flokkinn og Sjálfstæðisflokkinn til að taka forystu um dýpri
umræðu. Kjarninn í stöðumatinu er þó sá að tveir menn í þeim
hópi, sem fremst stendur að þekkingu og reynslu til að meta
íslenska hagsmuni, hafa nú gert það með sannfærandi hætti.
Lóðin færast til á vogarskálum hagsmunamatsins:
Jónas og Einar
ÞORSTEINN PÁLSSON SKRIFAR
ÚTGÁFUFÉLAG: 365
RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís
Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA:
Páll Baldvin Baldvinsson. VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson og Óli Kr. Ármannsson. Fréttablaðið kemur út í
103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu.
Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í
stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871
STEFÁN SNÆVARR
Í Hæstarétti sitja tveir dómarar sem Sjálfstæðisflokkurinn tróð
þangað í markvissri viðleitni sinni
til að auka ítök Flokksins í
dómsvaldinu. Nú súpum við
seyðið af því. Þessir tveir
dómarar hafa hafnað beiðni
lögreglunnar um framlengingu
nálgunarbanns á mann sem
myndir og önnur gögn benda til að
beitt hafi konu sína andstyggilegu
ofbeldi. Áður hafði Jón Steinar
Gunnlaugsson verið í minnihluta
þegar hann féllst ekki á fyrra
nálgunarbannið. Hann er andvíg-
ur nálgunarbönnum.
Sjálfsagt úrræði
Í rauninni ætti nálgunarbann að
vera eðlilegt og sjálfsagt á meðan
á rannsókn slíks máls stendur.
Ótímabært afnám þess er annars
vegar skilaboð samfélagsins til
mannsins um að hann megi
nálgast konuna; og hins vegar
skilaboð samfélagins til konunnar
um að hún njóti ekki verndar
þess.
Hér hefði dómari mátt hugsa:
Hvers vegna ætti ég að afnema
bannið? fremur en að hugsa:
Hvers vegna ætti ég að fram-
lengja bannið?
Bannið á hér að vera útgangs-
punkurinn – hin eðlilega skipan
mála. Það ættu með öðrum orðum
að vera ríkar ástæður til að
afnema slíkt bann. Í frávísunar-
úrskurði Héraðsdóms kemur
reyndar fram að maðurinn hafi
virt nálgunarbannið – „að mestu“.
Sem Ingimundi Einarssyni
héraðsdómara virðist þykja nógu
gott. En það að maðurinn hafi virt
bannið – „að mestu“ – segir að
sjálfsögðu ekkert annað en það að
bannið virkaði. Það segir ekkert
um það hvernig maðurinn hagar
sér þegar banninu hefur verið
aflétt. Það hlýtur dómarinn að
meta út frá hegðun mannsins
fyrir nálgunarbannið.
Dómari hefði mátt hugsa um
hagsmuni málsaðilja. Ofbeldis-
maðurinn hefur enga sérstaka
hagsmuni af því að fá að nálgast
fórnarlambið – en fórnarlambið
hefur ríka hagsmuni af því að fá
að vera í friði fyrir ofbeldismann-
inum.
Nálgunarbann á ekki að meta út
frá frelsisskerðingu gerandans
heldur frelsi þolandans. Að Páli
Hreinssyni frátöldum – sem
skilaði sératkvæði – virðist þeim
karlmönnum sem sitja í dómara-
sæti í þessum máli vera um megn
að hugsa málið út frá hinu meinta
fórnarlambi og hagsmunum þess.
Jón Steinar lét hafa eftir sér um
þennan úrskurð „að menn verði
ekki beittir þvingunum nema
samkvæmt skýrum lagaákvæð-
um“. Hann lítur á nálgunarbann
sem þvingun karlmannsins
fremur en frelsun konunnar. En
orðið „þvingun“ segir ekkert um
rétt eða rangt; þvingun er ekki
röng í eðli sínu; það ræðst af
samhenginu. Þegar ég læsi
bílnum mínum niðri í bæ er ég
náttúrlega að beita þann sem
hyggst stela honum þvingunum.
En ég er líka að koma í veg fyrir
glæp. Rétt eins og nálgunarbann.
Því að ofbeldi er glæpur.
Verjandi í dómarasæti
Varðandi fyrirslátt Jóns Steinars
um skort á skýrum lagaákvæðum
segir í sératkvæði Páls Hreins-
sonar: „Af orðalagi 110. gr. a. laga
nr. 19/1991 og lögskýringargögn-
um verður ráðið að beita megi
nálgunarbanni ef þau gögn, sem
lögð eru fram um fyrri hegðan
manns, veita vísbendingu um að
hættan á því, að maður muni
fremja afbrot eða raska á annan
hátt friði þess manns sem í hlut á,
sé bæði raunveruleg og nærtæk.“
Og síðan rekur Páll hvernig gögn
málsins benda til ofbeldis.
Gallinn við Jón Steinar Gunn-
laugsson sem hæstaréttardómara
er að hann er ekki dómari í hjarta
sér heldur kappsamur verjandi.
Hann hugsar enn eins og verjandi
sem reiðubúinn er að fara út á
ystu nöf í hæpnum lagatúlkunum.
Að minnsta kosti í kynferðis-
afbrotamálum. Þar virðist hann
sjálfkrafa taka hagsmuni hins
ákærða fram yfir hagsmuni hins
meinta fórnarlambs.
Eiginlega er engu líkara en að
hann sé enn að rekast í því máli
sem gerði hann alræmdastan,
þegar hann varði mann sem
sakaður var um gróft kynferðis-
ofbeldi gagnvart dóttur sinni, og
tókst á einhvern óskiljanlegan
hátt að ryðja út úr dóminum
sérfræðiálitum sálfræðinga sem
skoðað höfðu hið meinta fórnar-
lamb og töldu sig sjá órækan
vitnisburð um afleiðingar slíkrar
misnotkunar.
Enn er Jón Steinar að berjast
fyrir því að í dómum sé litið
framhjá hvers kyns vitnisburði
um sálrænt áfall eftir kynferðis-
ofbeldi. Hann lætur eins og hann
trúi ekki á fyrirbærið.
Kannski er skýringin á þessum
fáránlegu hugmyndum fólgin í
sjálfum grundvallarlífsviðhorfum
hans. Hann hefur einstrengings-
legar hugmyndir um „frelsi“. Illu
heilli hefur hið góða orð „frjáls-
hyggja“ verið haft um það viðhorf
að aldrei megi skerða rétt hins
sterka til að fara sínu fram án
„þvingunar“. Nær væri að kenna
slíkt lífsviðhorf við valdhyggju;
þetta er sú trú að valdi fylgi
réttur sem varla megi skerða
undir nokkrum kringumstæðum.
Hann er öfgamaður sem gengur
lengra í trú á rétt einstaklingsins
til athafna en almennt tíðkast.
Óheppilegt er að hafa svo
sérlundaðan mann í Hæstarétti.
Nálgunarbann er frelsun
GUÐMUNDUR ANDRI THORSSON
Í DAG | Dómstólar
Enn einn meirihlutinn
Óánægjuraddirnar gerast sífellt
háværari í höfuðborginni þar sem
óvinsælasti meirihluti sögunnar situr
samkvæmt skoðanakönnunum.
Ýmsar hugmyndir um breytingar hafa
verið reifaðar. Ritstjórn Morg-
unblaðsins ráðleggur í
Staksteinum sínum í gær
að Sjálfstæðismenn leiti
á önnur mið varðandi
borgarstjórnarsamstarf
því fáir þeirra hafi í raun
„nokkra trú á samstarfinu
við Ólaf F. Magnússon.“
Þeir telja borgarstjóra
ekki treystandi, hann sé í
stöðugum einleik, sem muni
ágerast ef eitthvað er þegar
hann hefur stólaskipti við Hönnu
Birnu.“ Þessi mið eru samkvæmt
Staksteinum mjúkur faðmur Óskars
Bergssonar, borgarfulltrúa Framsókn-
arflokksins.
Flokkarnir óþarfir
Egill Helgason bætir um betur
á blogginu sínu í færslu
sem ber heitið Flokkarnir
til óþurftar í borginni.
„Átök í borginni snú[a]st
eingöngu um flokka-
drætti og um persónu-
lega valdagirnd,“ segir
hann og spyr svo hvern-
ig það gagnist
borgarbúum að Samfylkingin bíði
átekta í borginni og horfi „á Sjálf-
stæðisflokkinn engjast um í faðmlagi
við Ólaf F.“
Götumynd að næturlagi
Ólafur engist þó ekki meira
en svo að hann getur
sinnt vettvangsrann-
sóknum sínum í
miðbæ Reykjavíkur
jafnt að degi sem
nóttu. Borgarstjórinn
sést sífellt oftar síðla
nætur í miðbænum þar
sem hann fær 19. aldar
götumyndina beint í æð.
gudmundure@frettabladid.is