Fréttablaðið - 11.08.2008, Side 19

Fréttablaðið - 11.08.2008, Side 19
MÁNUDAGUR 11. ágúst 2008 3 Ruggustólinn er rúmlega tveggja alda gömul uppfinning. Margir nota stólinn enn í dag enda er róandi að rugga sér í honum. Þjóðsagan segir að Benjamin Franklin, einn af frumkvöðlum að stofnun Bandaríkjanna, hafi upp- götvað ruggustólinn þegar hann setti beygðan viðarbút undir venjulegan stól. Enginn veit hvað til er í þessari sögu en víst er að hilluframleiðendur fóru að fram- leiða ruggustóla í upphafi nítjándu aldar og margir stólar frá því tímabili fyrirfinnast enn þann dag í dag. Verðmæti þeirra eykst stöðugt og eru þeir margir sem safna antíkruggustólum. Ruggustólar eru fremur tengdir við eldri kynslóðina en þó finnast einnig nýstárlegir stól- ar í sumum húsgagnaverslunum. Mörgum finnst róandi að rugga sér í stólunum sem færast hægt fram og aftur. Mæður nota oft ruggustóla við brjóstagjöfina enda róast börnin við hreyfing- una. Einnig eru stól- arnir þægilegir í kyrrstöðu fyrir þær sakir að þeir stað- næmast í góðri lík- amsstöðu þar sem þyngdarpunktur líkamans er fyrir miðju. mariathora@frettabladid.is Róandi að vera í ruggustól Ruggustólar eru vinsælir við brjóstagjöf enda róast börnin við hreyfinguna. Beygður viðarbútur er settur undir venjulegan stól. Þessi nýstárlegi ruggustóll fæst í Saltfé- laginu. Hjónin Ray og Charles Eames hönnuðu hann árið 1950 en fyrirtækið Vitra sér nú um framleiðslu stólsins og notar sömu aðferð og þau hjónin notuðu við að formbeygja plast, en hefur þó örlítið breytt efnivið stólsins til að tryggja góða endingu. Verðið er 62.600 krónur. MYND ÚR SAFNI SALTFÉLAGSINS Garðurinn – Endurvinnsla Skilagjaldsskyldar umbúðir: Skilagjald er á ökutækjum, pappa- umbúðum, umbúðum úr plasti, hjólbörðum, heyrúlluplasti, veiðar- færum og spilliefnum. Allar gos- umbúðir, þ.e. áldósir og plastflösk- ur, eru skilagjaldsskyldar. Það þýðir að fyrir hverja framleidda dós/flösku (og alla aðra skilgjalds- skylda flokka) þarf framleiðandi að borga 10 krónur í Úrvinnslu- sjóð. Þennan pening innheimtir framleiðandi síðan að sjálfsögðu hjá okkur með því að leggja hann á vöruna. Úrvinnslusjóður greiðir síðan til baka þessar 10 krónur til þess sem skilar umbúðunum á réttan stað, þ.e. til endurvinnslu. Gjaldið er hvatning til að skila umbúðunum aftur í hringrás- ina þannig að hráefnið end- urnýtist en verði ekki að rusli. Rusl þarf að urða eða eyða á annan meng- andi og dýran hátt og því er raunverulegur sparnaður og minna álag á umhverfið með skilagjaldskerfinu. Þú getur safn- að og skilað og fengið peningana til baka hjá Endurvinnslunni hf. sem sér um að hringrásin virki. Margar hjálparsveitir og líknar- félög taka einnig á móti skila- gjaldsskyldum umbúðum sem þeir aftur selja í fjáröflunarskini. Skilagjald er einnig á fernum enda eru þær dýrmætt hráefni. Einstaklingar geta þó enn sem komið er ekki skilað einstaka fern- um og fengið gjaldið heldur er þeim safnað saman af sorpstöðv- um eða hjálparsveitum og félaga- samtökum til fjáröflunar. Meira um alla hluti í garðinum á: http://www. natturan.is/ husid/1261/ GÓÐ RÁÐ fyrir þig og umhverfið Náttúran.is - vefur með umhverfisvitund Mörgum finnst róandi að rugga sér hægt fram og aftur í ruggustólnum. NORDICPHOTOS/GETTYIMAGES Þjóðsagan segir að Benjamin Franklin hafi uppgötvað ruggu- stólinn.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.