Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.08.2008, Qupperneq 38

Fréttablaðið - 11.08.2008, Qupperneq 38
22 11. ágúst 2008 MÁNUDAGUR FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA. L.I.B.Topp5.is FRÁ ÞEIM SÖMU OG FÆRÐU OKKUR FINDING NEMO OG RATATOUILLE 56.000 manns á 18 dögum. STÆRSTA OPNUN Á ÍSLANDI FYRR OG SÍÐAR ÁLFABAKKA SELFOSS AKUREYRI KEFLAVÍKKRINGLUNNI THE MUMMY 3 kl. 8 - 10:20 12 WALL-E m/ísl. tali kl. 5:45 L DARK KNIGHT kl. 8 - 10:50 12 LOVE GURU kl. 6 12 THE MUMMY 3 kl. 8 - 10:30 12 DARK KNIGHT kl. 8 - 10:50 12 WALL-E m/ísl. tali kl. 5:50 L MAMMA MÍA síð. sýn. kl. 5:40 L THE MUMMY 3 kl. 5:40 - 8 - 10:30 12 WALL-E m/ísl. tali kl. 6 L DARK KNIGHT kl. 8 - 10:50 12 THE MUMMY 3 kl. 1:30 - 3:40 - 6 - 8D - 10:30D 12 THE MUMMY 3 kl. 8 - 10:30 VIP DARK KNIGHT kl. 2 - 5 - 8 - 8:20 - 11:10 12 DARK KNIGHT kl. 2 - 5 VIP WALL-E m/ísl. tali kl. 1:30 - 3:40 - 5:50 L WALL-E m/ensku tali kl. 5:50 - 8 - 10:10 L MAMMA MÍA 1:30 - 3:40 - 5:50 - 8 - 10:30 L KUNG FU PANDA m/ísl. tali kl. 1:30 - 3:40 L THE MUMMY 3 kl. 5:50D - 8D - 10:30D 12 LOVE GURU kl. 8 - 10 12 WALL-E m/ísl. tali kl. 3:40D - 6 L DARK KNIGHT kl. 5 - 8 - ( 10:50 Powersýn.) 12 KUNG FU PANDA m/ísl. tali kl. 4 L STÆRSTU OG BESTU ÆVINTÝRIN ERU EINFALDLEGA ÓDAUÐLEG! L.I.B.Topp5.is s.v. mbl Ásgeir j - DV TSK - 24 stundir - bara lúxus Sími: 553 2075 MÚMÍAN 3 - DIGITAL kl. 3.50, 5.45, 8 og 10.15-P 12 WALL–E – ÍSLENSKT TAL kl. 3.50 og 6 L THE DARK KNIGHT kl. 4, 7 og 10 12 HELLBOY 2 kl. 8 og 10.15 12 M Y N D O G H L J Ó Ð POWERSÝNING KL. 10:15 DIGITAL MYND OG H LJÓÐ Tommi - kvikmyndir.is  Ásgeir J - DV Það er heill heimur inni í honum sem heldur honum gangandi! NÝTT Í BÍÓ! SÍMI 462 3500 SÍMI 564 0000 12 12 12 12 12 L L 7 SKRAPP ÚT kl. 6 - 8 - 10 THE LOVE GURU kl. 6 - 10.10 MAMMA MIA kl. 8 12 12 L SKRAPP ÚT kl. 4 - 6 - 8 - 10 SKRAPP ÚT LÚXUS kl. 8 - 10 THE MUMMY 3 kl. 5.30D - 8D - 10.30D THE MUMMY 3 LÚXUS kl. 5.30D THE LOVE GURU kl. 8 - 10 WALL-E ÍSL. TAL kl. 3.30D - 5.45D MAMMA MIA kl. 5.30 - 8 - 10.30 MEET DAVE kl. 3.30 5% FÆRÐ 5% ENDURGREITT EF ÞÚ BORGAR BÍÓMIÐANN MEÐ KREDITKORTI 50 KR. AFSLÁTTUR EF ÞÚ KAUPIR BÍÓMIÐANN Á 12 12 L 14 SKRAPP ÚT kl. 6 - 8 - 10 THE DARK KNIGHT kl. 6 - 9 MAMMA MIA kl. 5.30 - 8 - 10.30 SEX AND THE CITY kl. 6 - 9 5% 5% SÍMI 551 9000 12 16 12 L LOVE GURU kl. 6 - 8 - 10 THE STRANGERS kl. 6 - 8 - 10 HELLBOY 2 kl. 5.30 - 8 - 10.20 MAMMA MIA kl. 5.30 - 8 - 10.30 SÍMI 530 1919 “…meistarverk.” – New York Magazine STÓRBROTIN ÆVINTÝRAMYND SEM ALLIR ÆTTU AÐ HAFA GAMAN AF! “...skemmtilega skrítin og öðruvísi mynd þar sem manni leiðist aldrei” - S.V., MBL “...fílgúdd mynd. Húmorísk, elskuleg saga með góðum lyktum og breyskum persónum” - P.B.B., FBL Um fimmtíu þúsund manns hafa séð nýjustu Batman-myndina, The Dark Knight, síðan hún var frum- sýnd hérlendis 23. júlí. Þar með er hún orðin vinsælasta Batman- myndin frá upphafi og stefnir hrað- byri í að verða aðsóknarmesta mynd ársins á Íslandi. „Þetta virðist stefna óðfluga í einhverja svakalega tölu. Við sjáum ekki eins mikla rýrnun og við myndum ætla og það má gefa sér að menn sjái hana tvisvar til þri- svar sinnum,“ segir Sigurður Victor Chelbat, markaðsstjóri hjá Sambíó- unum. „Þetta er langt fram úr björt- ustu vonum. Hún er þegar búin að hlaupa hring í kringum Batman Begins (síðustu Batman-myndina). Hún þótti takast gríðarlega vel á sínum tíma, var tekin upp á Íslandi og var með gríðarlegan meðbyr,“ segir Sigurður, en alls sáu 37 þús- und manns þá mynd. Hann segir að ýmislegt spili inn í þennan mikla áhuga á The Dark Knight. „Annars vegar er það ánægja með Batman Begins, sem þótti gefa seríunni nýtt líf, og svo fjölmiðlafárið í kringum Heath Ledger. Það sem við teljum síðan vera aðalfaktorinn er hvað myndin er virkilega góð.“ Aðeins tvær myndir hafa verið vinsælli á árinu en The Dark Knight, eða Mamma Mia og Brúð- guminn. Um 55 þúsund manns hafa séð hvora myndina um sig. „Þessar þrjár myndir hafa haldið uppi kvik- myndaaðsókninni í sumar,“ segir Sigurður og bætir því við að níutíu þúsund manns hafi farið í Sambíóin í júlímánuði sem sé nýtt met. „Þetta er sami fjöldi og var á setningar- athöfninni á Ólympíuleikunum í Peking. Síðan voru 13.500 á Þjóð- hátíð í Eyjum sem er sami fjöldi og var í bíóhúsum Sambíóanna yfir verslunarmannahelgina. Þannig að það var sér þjóðhátíð hérna í Sam bíóunum.“ - fb Fimmtíu þúsund á Batman BATMAN Christian Bale og Heath Ledger fara á kostum í nýjustu Batman-mynd- inni, The Dark Knight. KK er með mörg járn í eldinum um þessar mundir. Hann á nýtt lag í auglýsingu fyrir SS og fyrsta plata hans í sex ár með eigin efni kemur út í október. Auk þess kennir hann á böskaranámskeiði á Skagaströnd um næstu helgi. KK segist margoft hafa verið beðinn um að selja lög sín í auglýsingar en aldrei látið eftir fyrr en nú. „Það var auglýsingaskrifstofa sem hringdi í mig og bað um lagið Ég fann ást til að nota í SS-auglýsingu. Ég hef spilað það í brúðkaupum og afmælum og á þetta lag eiginlega ekkert, þannig að ég gat það bara ekki,“ segir KK. SS gafst ekki upp því aftur var haft samband við KK og hann beðinn um að semja nýtt lag í staðinn. „Sem unglingur þá vann ég hjá þeim og sagðist skyldu reyna það. Ég var svo ánægður með það að ég er að spekulera í að hafa það á plötunni. Það er mikið af fólki búið að hafa samband og spyrja á hvaða plötu það sé. Ég segi að það sé ekki á neinni plötu, ekki enn þá,“ segir hann og kímir. Lagið nefnist Þú og ég og er ekta KK-lag ef svo má segja. Auglýsingar á gráu svæði Megas var nýverið gagnrýndur fyrir að selja lag sitt í Toyota-auglýsingu og KK játar að tónlistarmenn sem selji lög sín í auglýsingar séu á gráu svæði. „Ef ég væri með boðskap í tónlistinni minni sem væri á móti því að fólk væri að borða kjöt væri það hallærislegt. En ég er alls ekkert á móti fyrirtæki eins og SS. Það er eitt af þessum fáu gömlu íslensku fyrirtækjum sem eru eftir og er partur af jólunum, páskunum, næturlífinu og bara öllu,“ segir hann og bætir við í léttum dúr: „Ef ég hefði sagt já við öll skiptin sem ég hef verið beðinn um lög í auglýsingar þá væru þeir að vinna hjá mér.“ Konungur böskaranna KK er þessa dagana að leggja lokahönd á fyrstu plötu sína með eigin efni í sex ár. Sú hefur fengið nafnið Svona eru menn og hefur að geyma blússkot- ið efni í bland við þjóðlagatónlist í anda Crosby, Stills & Nash með gítar og munnhörpu. Áður en hún kemur út ætlar KK að kenna á götuspilaranámskeiði á Kántrídögum á Skagaströnd helgina 14. til 16. ágúst. Honum til halds og trausts verður Leo Gillespie, konungur böskaranna, að sögn KK. „Þetta er maður sem á hvergi heima nema þar sem hann leggur hattinn sinn. Það er ekki til meiri böskari en hann,“ segir hann. Saman ætla þeir félagar því að kynna sögu og leyndardóma böskar- anna fyrir Íslendingum. Nánari upplýsingar um námskeiðið má finna á síðunni www.skagastrond.is. freyr@frettabladid.is Samdi lagið Þú og ég fyrir gamla vinnuveitandann KK Tónlistarmaðurinn KK er með mörg járn í eldinum um þessar mundir. Brain Police ætlar í þriggja vikna tónleikaferð um Evrópu í nóvember og desember þar sem hún spilar á sautján tónleikum, rétt eins og hún gerði á síðasta ári. „Maður var alveg búinn á því eftir það en núna hefur maður reynsluna að baki og undir- býr sig betur. Ég fór í ræktina í þrjár vikur fyrir síðasta túr en ætli það verði ekki fimm vikur núna, það veitir ekki af því,“ segir trommarinn Jónbi. Tvær eldri plötur sveitarinnar, Electric Fungus og Brain Police, voru fyrir skömmu gefnar út í Bandaríkjunum og Evrópu af útgáfufyrirtæki hennar, hinu bandaríska Small Stone. Áður hafði fyrirtækið gefið út síðustu plötu Brain Police, Beyond the Wasteland, í janúar. Kom hún jafn- framt út á vinýl í lok apríl. „Þeir voru mjög hrifnir af því hvað hún fór vel af stað útgáfan á hinni plötunni (Beyond the Wasteland). Við viðruðum við þá að við ættum tvær eldri plötur og þeir voru mjög æstir og vildu endilega gefa þær út. Þetta var því tekið út í góðum rykk, báðar í einu,“ segir Jónbi. Áhugasamir geta lesið dóma um Beyond the Wasteland á heimasíðu Small Stone, smallstone. com, þar sem farið er fögrum orðum um gripinn. „Hún hefur fengið vægast sagt mjög góða dóma og það virðist vera mikill áhugi og hiti fyrir okkur bæði í Þýskalandi og Bandaríkjunum,“ segir hann. Við þetta má bæta að sveitin er þegar bókuð á bandarísku tónlistarhátíðina South By Southwest á næsta ári þar sem hún stígur á svið í fyrsta sinn. - fb Sautján gigg á þremur vikum BRAIN POLICE Rokkararnir í Brain Police ætla í tónleikaferð um Evrópu í nóvember.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.