Fréttablaðið - 11.08.2008, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 11.08.2008, Blaðsíða 18
Járnsmiðja Óðins Persónuleg þjónusta og fagleg ráðgjöfjsó [ ]Borð með plötum sem hægt er að setja niður er sniðug lausn fyrir þá sem hafa lítið pláss. Þá er möguleiki á að nota borðið sem borðstofuborð og til að leggja hluti frá sér. Hvort sem gólfið í stofunni er lagt fjölum eða flísum fara mjúkar leðurmottur þar vel. Ofnar og mjúkar leðurmottur af ýmsum litum vekja athygli þegar komið er inn í verslunina Lín design á Laugavegi 176. Ekki spillir heldur sagan á bak við þær, sem verslunareigandinn Helga María Bragadóttir kann frá að segja. „Motturnar eru ind- verskar. Þær eru úr sterku leðri, því sama og notað er í stígvél, og búnar til úr afklippum frá stíg- vélaverksmiðjum. Fátækar fjöl- skyldur sækja afklippurnar í verksmiðjurnar, fara með þær heim til sín og vefa þar úr þeim fallegar gólfmottur í frumstæð- um vefstólum. Þetta er því umhverfisvæn framleiðsla og góð nýting á hráefninu.“ Motturnar í Lín design eru af mörg- um stærð- um. Þær stærstu eru 2x3 m og henta mjög vel undir borðstofuborð, sófaborð og hvar á gólf sem er. Svo eru til renn- ingar og mottur af öllum stærðum allt niður í litlar dyramottur. „Motturnar eru einkar slitsterkar og svo er afar þægilegt að þrífa þær,“ segir Helga María og bætir við. „Sama hvað hellist niður í þær, það er bara þvegið með tusku.“ gun@frettabladid.is Mjúkar og meðfærilegar Leðurmotturnar fara vel undir stofuborðinu sem Helga María er að leggja á. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Legið í leti Í ZOE-STÓL ER GOTT AÐ HVÍLAST Zoe-stóllinn frá ítalska fyrirtæk- inu Verzelloni er tilvalinn letistóll. Hann minnir um margt á grjóna- púða en styður vel við alla helstu líkamshluta. Stóllinn er að sögn framleið- enda í senn þægilegur og hvers- dagslegur og tilvalinn lestrar- og sjónvarpsstóll. Hægt er að fá pullur í stíl við stólinn en hann fæst bæði með bómullar- og leðuráklæði. Það er svo hægt að fjarlægja til að þrífa og eins ef óskað er eftir nýjum lit.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.