Fréttablaðið - 11.08.2008, Síða 34

Fréttablaðið - 11.08.2008, Síða 34
18 11. ágúst 2008 MÁNUDAGUR NOKKUR ORÐ Vigdís Þormóðsdóttir ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Ísskeiðar- armurinn Kúluísbúð Khonan mín skhilur mig ekki! Þú æhttir bhara að vihta! Er skhrýtið að ég dhrekki? Maður sphyr sig! Jáh, ég sphyr! Er skhrýtið að ég drekki? Er það skrýt- ið? Sphyrðu hvort það sé skrýtið! Já, já! Hann spyr hvort það sé skrýtið að hann drekki! Þhá ghet- urðu sagt honum að ... Ó. Úps. Óþolandi gjafakort. Ein kúla 150 Grænmetisís 130 Tíramísú 500 Heslihnetutyggjó Auka kurl 40 Sjö kúlur 100 Súkkulaðiís 300 Grillbragð nú. og Hér Bara tvo hluti ... Stína fína, fyrir hvað ert þú þakklát Sögðuð þið pabba ekki frá nýju pumpunni sem ég keypti? Okkur fannst þetta skemmtilegra. Ehhh! Hann hefur farið mikinn í kvikmynda-húsum undanfarið Leðurblökumaður-inn og skyldi engan undra; hann er sannarlega glæsilegur fulltrúi ímyndaðra sjálfskipaðra löggæslumanna. Blaki getur ráðið niðurlögum harðsvíruðustu glæpa- manna án þess að svo mikið sem blása úr nös. En eftir áhorf á Blökumyndina er ekki laust við að einkennileg tómleikatilfinn- ing geri vart við sig í brjósti áhorfand- ans; þegar maður hefur orðið vitni að sigri réttlætisins á hvíta tjaldinu á svo áhrifaríkan hátt verður óréttlæti raunveruleikans mun áþreifanlegra en áður. Ljóst er að fjöldi lögbrota er framinn á degi hverjum, en blessunarlega verða fæst okkar fórnarlömb slíkra voðaverka. Verri til lengri tíma eru smávægileg óréttlæti daglegs lífs sem erfitt eða jafnvel ómögulegt reynist að leiðrétta. Maðurinn sem situr fyrir aftan mann í bíó og sparkar reglulega í sætisbakið hjá manni. Fólk sem smeygir sér framfyrir biðraðir í búðum. Vinnuveitendur sem plata starfs- menn sína til að þiggja lág laun með óljósri framsetningu á kaupi og kjörum. Frekju- hundar sem leggja stórum jeppum uppi á gangstéttum þannig að gangandi vegfarend- ur komast ekki raunalaust leiðar sinnar. Þetta fólk gerir okkur öllum lífið leitt oft á dag á hverjum degi. Þegar maður stendur frammi fyrir hversdagslegum brotum á umgengnis-, samskipta- og kurteisisreglum grípur mann stundum engu minni bræði en þegar maður verður fórnarlamb raunveru- legs glæps, til að mynda innbrots. Á slíkum stundum eru brotaþola tvær spurningar efstar í huga: hvar er Blaki og hvers vegna er hann ekki hér að kremja þá brotlegu í klessu í nafni réttlætis? Hvar er leðurblaka daglegs lífs?

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.