Fréttablaðið - 11.08.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 11.08.2008, Blaðsíða 2
Nóatúni 4 · Sími 520 3000 www.sminor.is Létt og lipur. Kirsuberjarauð. Stillanlegt 3 lítra poki. Vinnuradíus: 8 m. Vinnuhollt handfang. Stillanleg lengd á sogröri. Ryksuga VS 01E1800 A T A R N A 9.900Tilboðsverð: kr. stgr. (Verð áður: 12.700 kr.) 2 11. ágúst 2008 MÁNUDAGUR LÖGREGLUMÁL Maður var stunginn í hálsinn með brotinni flösku á Lækjargötu í fyrrinótt. Rannsókn málsins er í fullum gangi en enginn hefur verið handtekinn. Vitni gátu þó lýst árásarmönnun- um tveimur og leitaði lögregla að þeim í gær. Maðurinn fékk að fara heim eftir aðhlynningu. Hann er ekki alvarlega slasaður en missti mikið blóð. Hann var með stóran skurð á hálsinum fyrir neðan eyra. Málið er í rannsókn. - ges Árás á Lækjargötu í fyrrinótt: Skorinn á hálsi með flösku BLÓÐ Á LÆKJARGÖTU Maðurinn missti mikið blóð að sögn lögreglu en er þó ekki alvarlega slasaður. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR HEILBRIGÐISMÁL „Hátt í sextíu íslensk börn undir sex ára aldri eru heyrnarskert án þess að hafa verið greind sem slík,“ segir Ingibjörg Hinriksdóttir, yfirlæknir á Heyrn- ar- og talmeinastöð Íslands. „Með- algreiningarald- urinn hér á tímabilinu 2002 til 2006 var um það bil fimm ár, sem er allt of hátt. Þegar börn greinast svona seint þurfa þau að öllum líkind- um að glíma við félagsleg vand- ræði og erfiðleika í málþroska. Ef þau greinast hins vegar strax við fæðingu er hægt að grípa til aðgerða eins og kuðungsígræðslu eða heyrnartækis. Það fyrirbyggir nánast allan vanda í framtíðinni.“ Aðstandendur heyrnarskertra barna átta sig oftast ekki á því að undarleg hegðun og skrýtið tal og raddbeiting barnanna stafi af heyrnarleysi heldur telja það stafa af öðrum orsökum. „Þess vegna er mikilvægt að heyrnarmæla börn skömmu eftir fæðingu sem hluta af svokallaðri fimm daga skoðun,“ segir Ingibjörg. Í tæplega eitt og hálft ár hefur staðið yfir tilraunaverkefni þar sem börn hafa farið í slíka skoðun. „Þetta er samstarfsverkefni Land- spítalans og Heyrnar- og talmeina- stöðvar Íslands. Við höfum greint börn sem fæðast í Reykjavík. Sam- tals um það bil helming barna sem fæðst hafa hérlendis á tímabilinu.“ „Á fyrsta árinu greindust þrjú alvarlega heyrnarskert börn og fleiri eru enn í rannsókn. Ekkert barn fætt 2006 hefur verið greint. Þetta sýnir að líklega eru sex til tíu börn fædd það ár sem ekki hafa notið viðeigandi meðferðar- úrræða.“ Sömu sögu er væntan- lega að segja um árin þar á undan. „Það er brýnt að fá fjármagn til að geta haldið áfram að bjóða upp á þessar skoðanir þegar verkefninu lýkur í apríl á næsta ári. Ég tel einnig að það sé ekki nóg að sinna skoðununum í Reykjavík. Við þurfum að geta gert þetta á landinu öllu.“ Hún bendir á að þessar heyrn- armælingar séu framkvæmdar í flestum Evrópulöndum og að við séum eina Norðurlandaþjóðin sem ekki býður upp á þær. Hún telur þetta ekki eingöngu mikilvægt mál fyrir heyrnar- skerta og aðstandendur þeirra. „Við teljum að þetta verði fjár- hagslega hagkvæmt þegar upp er staðið.“ gudmundure@frettabladid.is Heyrnarskert börn greind alltof seint Hátt í sextíu íslensk börn eru heyrnarskert án þess að hafa verið greind. Þau glíma við félagsleg vandamál sem hægt væri að koma í veg fyrir með snemm- búinni greiningu. Tilraunaverkefni með skoðun hefur skilað góðum árangri. BÖRN Hægt er að leysa megnið af vandamálum heyrnarskertra barna með heyrnar- tækjum eða kuðungsígræðslu. INGIBJÖRG HINRIKSDÓTTIR Snorri, ertu að leita að þínum líkum? Nei, þeir fyrirfinnast ekki. Snorri Ásmundsson auglýsti á dögunum eftir líki til að nota í vídeóinnsetningu í Listasafni Akureyrar. BAGDAD, AP Utanríkisráðherra Íraks sagði í gær að bandarísk stjórnvöld verði að samþykkja að tímasetja brotthvarf herafla síns frá landinu. Viðræður um veru Bandaríkjahers í landinu hafa tekið lengri tíma en áætlað var, en þær hófust í ársbyrjun. Hoshyar Zebari, utanríkisráð- herra Íraks, sagði viðræðurnar langt komnar, og samkomulag væri í augsýn. Stefnt var að því að ljúka viðræðunum fyrir lok júlí. Tveir háttsettir menn í írakska stjórnkerfinu hafa haldið því fram að í samkomulaginu muni felast að bandarískir hermenn verði horfn- ir frá írökskum borgum fyrir lok júní á næsta ári. Allar sveitir hers- ins sem ætlað er að standa í bardögum verði svo farnir úr land- inu fyrir október 2010. Síðustu hermennirnir muni svo yfirgefa landið þremur árum síðar. Zebari sagði í gær að Írakar muni ekki sætta sig við samkomu- lag með óljósum loforðum um brotthvarf bandarískra hermanna. Hann gaf þó í skyn að ákvæði yrðu í samkomulaginu um að dagsetn- ingarnar muni breytast kalli aðstæður í landinu á það. Bandarísk stjórnvöld hafa ekki viljað tímasetja brotthvarf hers- ins, en lögðu áherslu á að bætt ástand í landinu væri grundvöllur þess að viðræðurnar gengju vel. - bj Stjórnvöld í Írak vilja að Bandaríkjastjórn tímasetji brotthvarf heraflans frá Írak: Viðræður vel á veg komnar SPRENGING Ættingi hlúir að írökskum manni sem slasaðist í sprengingu í Bag- dad í gær. Nokkrar sprengiárásir voru gerðar í landinu í gær. Í það minnsta níu féllu og 50 særðust. NORDICPHOTOS/AFP BANDARÍKIN, AP Vísindamenn hjá stórum bílaframleiðendum eru langt komnir með að þróa tækni sem getur dregið úr eldsneytis- notkun bíla. Tæknin nýtir hitann úr útblæstri bílanna til að draga úr notkuninni. Forsvarsmenn General Motors (GM) segjast nærri því að fullkomna tæknina, og sama segja forsvarsmenn BMW. Vísindamenn hjá GM segja nýju tæknina geta minnkað eldsneytisnotkun um fimm prósent. Markmiðið er að minnka elds neytis notkun um tíu prósent. - bj Nýta hitann úr útblæstrinum: Vilja draga úr bensínnotkun ÚTBLÁSTUR Vísindamenn renna hýru auga til hitans í útblæstri bifreiða. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR FLÓÐ Þrír sumarbústaðir í Skaftárdal voru rýmdir í gær eftir að hlaup hófst í Skaftá. Hlaupið hófst á laugardag en búist var við því að það næði hámarki í nótt eða snemma í morgun. Ekki var útlit fyrir það að hlaupið yrði stórt þegar Fréttablaðið fór í prentun. Þá mældist rennsli árinnar um 360 rúmmetrar á sekúndu við Sveinstind, þar sem það mælist venjulega um 50. Að sögn Guðmundar Inga Ingasonar, varðstjóra lögreglunnar á Hvolsvelli, fóru björgunarsveitar- menn á staðinn í gær og tryggðu að þar væru engir ferðamenn á ferli. Í hlaupum sem þessum er mikil hætta á brennisteinseitrun sé fólk í námunda við hlaupið. Fólk er því beðið um að vera ekki nálægt upptökum árinnar. Guðmundur segir að þrjú sumarhús hafi verið rýmd í gær, en engir íbúar á svæðinu hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Skaftá á upptök sín úr Skaftárjökli austan við Langasjó. Skaftárhlaup koma úr Skaftárkötlum, sem eru tveir. Venjulega líða um tvö ár á milli hlaupa úr hvorum katli. Hlaupið nú kemur úr vestari katlinum og er minna í sniðum en síðustu hlaup úr eystri katlinum. - þeb Hlaup hófst í Skaftá á laugardag en ekki er útlit fyrir að það verði mjög stórt: Sumarhús rýmd vegna hlaups SKAFTÁ Vatnsborð árinnar hafði hækkað nokkuð í gærdag þegar lögregla fór um svæðið. MYND/GUÐMUNDUR INGI INGASON KÍNA, AP Tíu sprengjuárásarmenn og einn öryggisvörður létust eftir sprengingar í Xinjiang-héraði í gær. Íbúar héraðsins eru flestir múslimar. Sprengingarnar voru við lögreglustöð og aðrar stjórn- sýslubyggingar, banka og verslunarmiðstöð. Að sögn fréttamiðla í Kína voru spreng- ingarnar tólf talsins. Að sögn lögreglu sprengdu tveir árásar- mannanna sig í loft upp en lögregla felldi átta þeirra. Tveir til viðbótar voru handteknir. Í síðustu viku létust sextán manns í árás í Xinjiang-héraði. - þeb Sprengingar í Xinjiang í Kína: Ellefu létust eft- ir sprengingar DÓMSMÁL „Austurríska leiðin er eitthvað sem ég tel að þurfi að skoða,“ segir Birgir Ármannsson, formaður allsherjarnefndar Alþingis. Austurríska leiðin gengur út á að í tilvikum þar sem sterkur grunur leikur á heimilisofbeldi sé hægt að fjarlægja geranda af heimilinu. „Oft hefur eina úrræðið verið að fórnarlambið og eftir atvikum börn þurfi að flýja af heimilinu - en þessi aðferð á að reyna að snúa því við. Menn hafa hingað til ekki treyst sér til að fara þessa leið vegna friðhelgi heimilisins en mér finnst tilefni til að taka nýja umferð í umræð- unni um þetta mál.“ - ges Birgir Ármannsson: Vill skoða aust- urrísku leiðina NÁTTÚRUVERND Nýtt borsvæði Landsvirkjunar (LV) vegna Kröfluvirkjunar norður af Víti blasir við í 1,5 kílómetra fjarlægð frá Leirhnjúk, segir Ómar Ragnarsson, formaður Íslands- hreyfingarinnar. Forsvarsmenn LV hafa sagt Ómar fara með rangt mál þegar hann sagði að til stæði að bora við Leirhnjúk, og segja svæðið á skilgreindu iðnaðarsvæði. Ómar segir nálægðina við Leirhnjúk sýna hvernig eyði- leggja á ímynd hins óraskaða Leirhnjúkssvæðis með því að breyta eystri hluta þess endan- lega í iðnaðarsvæði með mann- virkjagerð svipaðri þeirri sem sjá megi við Hellisheiðarvirkjun. - bj Ómar Ragnarsson svarar LV: Borstæði blasir við Leirhnjúk SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.