Fréttablaðið - 11.08.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 11.08.2008, Blaðsíða 16
16 11. ágúst 2008 MÁNUDAGUR timamot@frettabladid.is MERKISATBURÐIR 117 Hadríanus verður keisari Rómar. 1580 Katla gýs. 1794 Sveinn Pálsson og maður með honum ganga á Ör- æfajökul og var þetta önnur ferð manna á tind- inn svo vitað sé. 1951 Á Bíldudal er afhjúpað- ur minnisvarði um Pétur J. Thorsteinsson verslun- ar- og útgerðarmann og konu hans Ásthildi. 1960 Tsjad hlýtur sjálfstæði frá Frakklandi. 1973 Austurstræti í Reykjavík er gert að göngugötu til reynslu. 1979 Flak af Northrop-flugvél sem nauðlenti á Þjórsá og sökk þar 1943 er tekið upp og gefið safni í Nor- egi. BRAGI ÓLAFSSON RITHÖFUNDUR ER 46 ÁRA Í DAG. „Í hanskahólfinu er kort af veginum fyrir aftan. Og þar er harðfiskur í poka og brjóst- sykur.“ Bragi er ljóðskáld, rithöfundur og tónlistarmaður. Hann var í hljóm- sveitunum Purrki Pillnikk og Syk- urmolunum og var einn af stofn- endum Smekkleysu. Meðal bóka hans má nefna Sendiherrann. Snorri Bjarnvin og Ingvar Mar eru mágar, báðir Jónssynir og báðir flug- menn. Nú hafa þeir gefið út DVD- disk með viðtölum við íslenska at- vinnuflugmenn og viðeigandi mynd- efni. Spurðir hvernig það hafi komið til svarar Ingvar fyrst: „Það eru svo margir flugmenn í fjölskyldunni okkar – við tveir, pabbi hans Snorra og afi og fjöldinn allur af frændum og frænk- um – þannig að þegar stórfjölskyldan hittist er um fátt annað talað en flug. Þá eru margar frábærar sögur sagðar sem okkur langaði að koma á framfæri ásamt fleirum því þær eru svo áhuga- verðar að okkar mati.“ Snorri: „Í myndinni sem er aðal- atriðið á diskinum er fjallað um það hvernig flugið var og hvernig það er núna. Okkur fannst mikilvægt að ná frumkvöðlunum og fá þá til að miðla því hversu frumstætt allt var framan af og við hvað var að glíma. Þarna eru viðtöl við 22 flugmenn úr öllum íslensku flugfélögunum og Landhelgisgæslunni. Menn á öllum aldri. Núverandi starfsmenn og fyrr- verandi starfsmenn. Viðtölunum fylgja svo myndir sem lýsa tíðarand- anum sem fjallað er um og þau viðtöl sem tekin eru núna eru með glænýjum myndum sem ég hef tekið af flugvél- um, fólki og staðháttum.“ Ingvar: „Já, Snorri Bjarnvin hefur tekið upp mikið efni víða um heim á sínum ferli sem flugmaður hjá Ice- landair. Einnig fórum við í gegnum allt kvikmyndasafn Icelandair og völdum það besta úr því þannig að helstu gull- molar safnsins eru í myndinni. Elstu myndbrotin eru frá 1943 til 1944. Myndin sjálf er klukkutíma löng en svo er tveggja tíma viðbót af auka- efni sem rataði ekki í myndina sjálfa. Sögurnar sem við fengum voru svo margar að þær komust ekki allar í myndina en okkur fannst þær samt verða að komast með á diskinn því þær eru svo gott efni.“ Snorri: „Það hefur ekki ýkja mikið verið fjallað um flugsög- una frá 1970 en flugið tekur sífelldum breyt- ingum þannig að það sem þykir hversdags- legt í dag er orðið saga á morgun. Tökum sem dæmi að þristarnir lentu á Fagurhóls mýri reglulega. Svo hættu þeir einn daginn og komu aldrei við aftur. Þetta er aðalástæð- an fyrir útgáfunni. Við vildum varðveita dýr- mætar heimildir og umfram allt skemmti- legar heimildir.“ Þeir félagar segjast hafa fengið aðstoð við útgáfuna frá Félagi ís- lenskra atvinnuflug- manna, Icelandair og Flugskóla Íslands, en hvar getur fólk keypt svona disk? Snorri: „Það er hægt að panta hann í tölvupósti á netfanginu dabbfilms@ gmail.com. Einnig í síma 691 8338 en upplagið er takmarkað.“ gun@frettabladid.is SNORRI BJARNVIN OG INGVAR MAR: FYRSTI DISKUR UM FLUGMANNSSTARFIÐ Hversdagslegt í dag, saga á morgun Baden-Powell, hinn eini sanni upphafsmað- ur skátastarfs í heimin- um, kom til Reykjavíkur þennan mánaðardag árið 1938. Hann kom siglandi á bresku skáta- skipi sem hét Orduna ásamt eiginkonu sinni og dóttur og auk þess 464 skátaforingjum frá Englandi. Reykvískir skátar tóku virðulega á móti skáta- höfðingjanum og fylgd- arliði hans og að mót- töku lokinni stigu gest- irnir upp í bifreiðar sem fluttu þær að náttúru- perlunum Gullfossi og Geysi. Baden-Powell hafði sem kunnugt er hrifist af upp- eldismálum og vildi leysa börn og unglinga úr viðj- um stórborganna og kynna þeim náttúruna. Hann vildi einnig efla sjálfstraust og ábyrgðartilfinningu þeirra, þar taldi hann að það frelsi og sjálfsábyrgð sem felst í skátastarfi skilaði meiri ár- angri en strangur skólaagi. Hann taldi enn fremur að flestir væru bara áhorf- endur í lífinu en ekki virkir þjóðfélagsþegnar. Það þótti honum hættulegt. ÞETTA GERÐIST: 11. ÁGÚST 1938 Skátahöfðingi heimsækir Ísland SNORRI BJARNVIN OG INGVAR MAR „Við vildum varðveita dýrmætar heimildir og umfram allt skemmtilegar heimildir.“ FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Þrjátíu ár eru síðan Júlíus Már Aðalsteinsson hóf að rækta íslensku land- námshænuna. Stofninn var nær útdauður en telur nú 3.000 fugla. Fyrir um fjörutíu árum var stofn íslenskra land- námshænsna, oft nefnt haughænsni, nær útdauð- ur. Þessi fallegi fugl, sem kom til landsins á 10. öld með landnámsmönnum og -konum, hafði þá látið í minnipokann fyrir ítölskum frændum sínum sem þóttu verpa betur. Árið 1970 tók dr. Stefán Aðalsteinsson hjá Rann- sóknarstofnun landbúnað- arins, RALA, á Keldum til sinna ráða og safnaði saman ungum fuglum til ræktunar. Árið 1978 fékk Júlíus Már Baldursson ræktandi tíu hænur og tólf hana frá RALA og hefur hann allar götur síðan ræktað stofninn með miklum myndarskap. „Íslenska hænan er virki- lega skemmtilegur fugl og hver einstaklingur með sinn karakter eins og það er kall- að. Fuglinn er mannelsk- ur og hænist vel að manni og hægt er að temja hann og kenna honum ýmislegt,“ segir Júlíus. „Þar að auki er hann mun harðgerðari en margir aðrir hænsnfugl- ar. Fuglarnir hjá mér ganga lausir og fara þeir út allan árs- ins hring ef þeim svo sýnist.“ Júlíus rækt- ar landnáms- hænuna fyrst og fremst af hug- sjón, enda land- námshænsnið mikil- vægur hluti af menn- ingararfi okkar að hans mati. „Þegar ég byrjaði fyrir þrjátíu árum var stofninn kominn niður í 300 fugla í landinu,“ segir Júlíus. „Nú telur hann um 3.000 fugla.“ Hægt er að kaupa íslensk hænsni af Júlíusi og einn- ig að skoða og fræðast um fuglinn á bæ hans, Tjörn á Vatnsnesi í Húnaþingi vestra. Einnig verður hægt að skoða fugla hans á Sveita- sælu 2008, landbúnaðarsýn- ingu á Sauðárkróki dagana 15.-17. ágúst. „Þar verð ég með fugla á öllum aldri,“ segir Júlíus. „Þar verður einnig hægt að sjá unga skríða úr eggjum alla helg- ina í sérstökum útungunar- kassa með glerloki en mér finnst mikilvægt að börn læri hvaðan hlutirnir koma. Margt hefur breyst í sam- félaginu okkar og það eru mörg borgarbörn sem sjá bara egg og mjólk úti í búð og hafa í raun ekki hugmynd um hvernig þetta verður allt til.“ tryggvi@frettabladid.is Hluti menning- ararfsins LANDNÁMSHÆNAN er einstakur fugl en nánasti ættingi hennar er Ísra- elska bedúínahænan. Hér er Júlíus heima í hlaði með hlut stofns síns. MYND/ÚR EINKASAFNI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.