Fréttablaðið - 11.08.2008, Blaðsíða 6
6 11. ágúst 2008 MÁNUDAGUR
Margir óku of hratt
Lögreglan í Borgarnesi hafði í gær
stöðvað þrettán ökumenn fyrir
hraðakstur. Sá sem hraðast ók
mældist á 130 kílómetra hraða þar
sem hámarkshraði er 90 kílómetrar
á klukkustund. Lögreglan segir mikla
umferð hafa verið um þjóðveginn
þessa helgi.
Ölvaður ökumaður tekinn
Lögreglan á Akranesi stöðvaði ölvað-
an ökumann á Skólabraut aðfaranótt
sunnudags. Lögreglan var við reglu-
bundið eftirlit þegar ökumaðurinn
var stöðvaður og reyndist hann vera
töluvert ölvaður.
LÖGREGLUMÁL
MANNÚÐAMÁL Ásgerður Jóna
Flosadóttir, formaður Fjölskyldu-
hjálparinnar, segir að ekki verði
sótt um styrk til að borga
öryggisvörðum til að vera við
matarúthlutanir þar. Borgarráð
Reykjavíkur hefur samþykkt að
veita Mæðrastyrksnefnd slíkan
styrk upp á 800 þúsund krónur
eins og greint hefur verið frá í
Fréttablaðinu.
„Við stöndum að sjálfsögðu
frammi fyrir sama vandamáli og
þær í Mæðrastyrksnefnd en við
erum með nokkra karlmenn hjá
okkur, reyndar eru margir þeirra
öryrkjar, en við reynum alltaf að
leysa málin þegar eitthvað kemur
upp,“ segir Ásgerður.
Á miðvikudag verður Fjöl-
skylduhjálpin með fyrstu
úthlutunina eftir sumarhlé sem
staðið hefur síðan í júnílok. - jse
Fjölskylduhjálp opnar að nýju:
Sjálfboðaliðar
sjá um öryggið
FJÖLSKYLDUHJÁLPIN Það er útlit fyrir
mikið annríki hjá Fjölskylduhjálpinni.
MYND/JÓN SIGURÐUR
Fórst þú í miðbæ Reykjavíkur
til að taka þátt í eða fylgjast
með Gleðigöngunni?
Já 18,9%
Nei 81,1%
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Ert þú sáttur við hækkun á
launum forstjóra Landspítal-
ans?
Segðu þína skoðun á visir.is
SUNDLAUGAR „Ég held að við séum
bara í mjög góðum málum,“ segir
Ingibjörg H. Elíasdóttir, yfirmað-
ur eftirlits með sundlaugum
Reykjavíkur, um niðurstöður
sýnatöku af heildargerlum sem
kynnt var fyrir skömmu.
Aðeins ein setlaug var yfir
viðmiðunargildi um leyfilegt
hámark gerla samkvæmt
sýnatökunum. Ingibjörg segir að
búið sé að hreinsa setlaugina.
„Það er ansi gott að aðeins eitt
sýni er yfir mörkunum. Sundlaug-
arnar eru undir góðu eftirliti hjá
starfsfólki Íþrótta- og tómstunda-
ráðs Reykjavíkur,“ segir Ingi-
björg. - vsp / gse
Ein setlaug stóðst ekki kröfur:
Almennt hrein-
ar sundlaugar
GEORGÍA, AP Stjórnvöld í Georgíu
fullyrtu í gær að stjórnarher
landsins hefði að fullu dregið sig
út úr Suður-Ossetíu, og lýstu yfir
vopnahléi.
Rússnesk stjórnvöld virðast
treg til að staðfesta vopnahléið
þrátt fyrir mikinn þrýsting frá
alþjóðasamfélaginu. Þau segja
georgíska hermenn enn berjast
við aðskilnaðarsinna og rúss-
neska hermenn innan héraðsins.
Enginn friður verði fyrr en þeir
leggi niður vopn.
Stjórnarher Georgíu réðist inn
í Suður-Ossetíu á föstudag. Hér-
aðið tilheyrir Georgíu, en hefur í
raun notið sjálfstæðis frá land-
inu frá því árið 1992. Hið sama á
við um héraðið Abkasíu, og ótt-
ast menn nú að aðskilnaðarsinn-
ar í héraðinu noti tækifærið til
að hrekja georgíska hermenn frá
héraðinu.
Rússnesk stjórnvöld staðfesta
að þeim hafi borist ósk Georgíu-
manna um vopnahlé. Þau segja
skilyrði fyrir því að fallist verði
á slíkt vopnahlé að her Georgíu
dragi sig út úr Suður-Ossetíu. Þá
verði stjórnvöld í Georgíu að
heita því að reyna að beita ekki
vopnavaldi gegn íbúum héraðs-
ins í framtíðinni.
Rússnesk stjórnvöld tilkynntu
í gær að rússneski Svartahafs-
flotinn, sem kominn er að strönd
Georgíu, hefði sökkt fallbyssu-
bát georgíska sjóhersins þar sem
hann gerði sig líklegan til að ráð-
ast á rússnesk herskip. Stjórn-
völd í Georgíu hafa ekki staðfest
að atvikið hafi átt sér stað.
Ban Ki-moon, framkvæmda-
stjóri Sameinuðu þjóðanna,
hvatti í gær til þess að stríðandi
fylkingar legðu niður vopn og
vopnahléi yrði tafarlaust komið
á. Öryggisráð SÞ fundaði í gær í
fjórða skiptið á jafnmörgum
dögum um átökin, en þar sem
Rússar hafa neitunarvald í ráð-
inu virðast hendur þess að mestu
bundnar.
Tölur um mannfall í átökunum
eru enn á reiki. Utanríkisráð-
herra Rússlands sagði í gær að
um 2.000 hefðu fallið, flestir
óbreyttir borgarar frá Suður-
Ossetíu með rússnesk vegabréf.
Báðar hliðar saka hina um til-
raun til þjóðarmorðs í Suður-Oss-
etíu.
George W. Bush Bandaríkja-
forseti ítrekaði í gær óskir um
vopnahlé á svæðinu. Hann sak-
aði Rússa um að nota sér ástand-
ið til að gera loftárásir á hernað-
arleg skotmörk í Georgíu, utan
átakasvæðisins.
Aðstoðarþjóðaröryggisráðgjafi
Bush varaði Rússa við því að með
því að víkka út átökin í Georgíu
gæti Rússland haft umtalsverð
neikvæð áhrif á samband Rúss-
lands við Bandaríkin.
Bandarísk stjórnvöld hafa
verið í góðu sambandi við stjórn-
völd í Georgíu, og meðal annars
aðstoðað við þjálfun herafla rík-
isins. Georgísk stjórnvöld hafa
sótt það fast að fá aðild að Atl-
antshafsbandalaginu og Evrópu-
sambandinu, sem hefur aflað
þeim óvinsælda hjá rússneskum
stjórnvöldum. brjann@frettabladid.is
Rússar virðast tregir til að
staðfesta vopnahlé í Ossetíu
Átök héldu áfram í Suður-Ossetíu í gær, þriðja daginn í röð. Stjórnvöld í Georgíu segjast hafa dregið allan
herafla sinn út úr héraðinu. Alþjóðasamfélagið hefur hvatt stríðandi fylkingar til að leggja niður vopn.
HERFLUTNINGAR Hermaður aðskilnaðarsinna í Suður-Ossetíu fylgist með brynvörð-
um bíl rússneska hersins fara í gegnum þorp í héraðinu. NORDICPHOTOS/AFP
Á FLÓTTA Straumur flóttamanna liggur
frá þorpum í Suður-Ossetíu. Flóttamenn
flýja bæði til Norður-Ossetíu, sem
tilheyrir Rússlandi, og til Georgíu.
NORDICPHOTOS/AFP
SJÁVARHÁSKI Mannbjörg varð
þegar trilla sökk í Skagafirði
aðfaranótt sunnudags. Einn maður
var um borð og komst hann í björg-
unarbát. Maðurinn fannst skammt
undan Þórðarhöfða, þá orðinn
mjög þrekaður. Hann var fluttur á
Sjúkrahúsið á Sauðárkróki.
Samkvæmt upplýsingum frá
Landhelgisgæslunni hafði maður-
inn ætlað að koma til hafnar um
klukkan eitt í fyrranótt, en þegar
hann hafði ekki skilað sér til hafn-
ar klukkan þrjú um nóttina hafði
eiginkona hans samband við vakt-
stöð siglinga. Björgunarsveitin
Grettir á Hofsósi var kölluð út og
fannst maðurinn klukkan 4.32.
Gekk björgunin hratt og vel fyrir
sig. Skömmu áður en maðurinn
fannst hafði skeyti borist úr sjálf-
virkum neyðarsendi björgunar-
bátsins. Maðurinn hafði lent í
hremmingum nálægt Þórðarhöfða
þar sem hann fannst, en bátinn
hafði rekið í átt að stórgrýttri
fjöru og reri maðurinn þar lífróð-
ur. Starfsmaður Landhelgisgæsl-
unnar sagðist ekki geta gefið upp
frekari upplýsingar um slysið fyrr
en rannsókn málsins væri lokið.
- sm
Maður komst lífs af þegar trilla sökk við Skagafjörð aðfaranótt sunnudags:
Rak í átt að stórgrýttri fjöru
SKAGAFJÖRÐUR Lítil trilla sökk í Skaga-
firði aðfaranótt sunnudags. Einn maður
var um borð.
KJÖRKASSINN