Fréttablaðið - 11.08.2008, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 11.08.2008, Blaðsíða 33
MÁNUDAGUR 11. ágúst 2008 17 Guðný Ottesen fann helli við Kleifarvatn til að halda upp á 25 ára afmælið sitt. „Ég er vön að fara í stór afmæli á skemmtistöðum í bænum og klukkan tólf tvístrast hópurinn alltaf,“ segir Guðný og útskýrir að til að koma í veg fyrir það hafi hún fundið helli í náttúrunni. „Þannig að í staðinn fyrir að leigja skemmtistað leigði ég bara rútu.“ Guðný segist hafa boðið gestum í kokteil heim til foreldra sinna áður en ákveðið farartæki myndi koma og sækja þá í óvissuferð. „Það eina sem gest- irnir þurftu að gera var að koma klæddir eftir veðri og það var alveg ótrúleg rigning þennan dag. Það kom mér mest á óvart að ekki var erfitt að halda af- mælið í grenjandi rigningu. Gestirnir urðu allir hálfgerðir víkingar í sér.“ „Allir fíluðu veðrið þannig að þetta varð alveg ótrúlega vel heppnað af- mæli,“ segir Guðný glöð í bragði. „Rútan átti að koma klukkan tólf en hálftólf fór ég að tala við fólkið sem sagði mér að þetta væri besta veisla sem það hefði farið í. Þannig að ég hringdi í rútubílstjórann hjá Skutlunni.is og bað um að fá að hringja í hann þegar veislan kláraðist, þannig að rútan kom hálfþrjú.“ - mmf VEISLAN MÍN: EFTIRMINNILEGT 25 ÁRA AFMÆLI Leigði rútu fyrir afmælisveisl- una í stað skemmtistaðar Kvennasögusafnið leitar eftir nöfnum stúlkna sem voru á mynd- um er fylgdu Teofani-sígarett- um á árunum 1929 og 1930. Safn- ið á nokkrar ómerktar myndir og biður lesendur Fréttablaðsins um aðstoð. Á vef Kvennasögusafnsins, www.kvennasogusafn.is/Teofani/ Teofani/Teofani.htm er hægt að skoða allar myndirnar. Ef einhver ber kennsl á stúlk- urnar er hann beðinn að hafa sam- band við Kvennasögusafnið í síma 525 5779 eða í tölvupósti á net- fangið audurs@bok.hi.is. Þekkir einhver þessar stúlkur? EF ÞETTA ER ÞÚ, mamma þín, amma, systir eða frænka láttu kvennasögusafn- ið vita. Ástarvikan á Bolungarvík er hald- in í fimmta sinn nú í vikunni. Hún hófst í gær og stendur fram á laugardag með veglegri dagskrá hvern dag vikunnar. „Við fögnum fimm ára afmæl- inu. Því skyldi nú enginn trúa því þetta átti bara að vera pínulítil heimahugmynd,“ segir Soffía Vagnsdóttir ástarvikuforkólfur. „Það er ótrúlega gaman hvað þetta lifir skemmtilega og hvað fólk er duglegt að vera með og taka þátt.“ Soffía segir að upphaflega hafi hátíðin verið haldin vegna þess að fólki í Bolungarvík hafði fækk- að og eitthvað þurfti að gera í því máli. „Fara í fleiri svefnherbergi og græja þetta bara,“ segir hún hlæjandi. Ástarvikan hefur vakið athygli út fyrir landsteinana; spænsk blaðakona hefur verið að markaðs- setja Ástarvikuna á Spáni að sögn Soffíu. „Einhvers staðar hafði hún lesið um vikuna og óskaði eftir að vera stödd hérna í vikunni. Svo birtist hún bara og fer daglega í viðtöl á spænskar útvarpsstöðvar og sendir fréttir í kvennatímarit.“ - mmf Ástarvika í fimmta sinn ÁSTARVIKAN var upphaflega haldin til að fjölga Bolvíkingum. MYND/SOFFÍA VAGNSDÓTTIR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.