Fréttablaðið - 11.08.2008, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 11.08.2008, Blaðsíða 35
Allt sem þú þarft – alla dagaVeglegir vinningar í boði, dregið 31. ágúst og birt í Ferðalög, aukablaði Fréttablaðsins. Sumar myndir vinna! Smelltu sumarmyndinni þinni í ljósmyndakeppni Fréttablaðsins 1. verðlaun Ferðavinningur frá Sumarferðum að upphæð 100.000 kr. og Sony Alpha dslr-a200k 10,2 megapixlar með 18-70 mm skiptanlegri linsu að verðmæti 90.000 kr. 2. verðlaun Ferðavinningur frá Sumarferðum að upphæð 60.000 kr. og Sony Cyber-shot dsc-t2 8,1 megapixlar með snertiskjá og 4GB innbyggðu minni að verðmæti 50.000 kr. 3. verðlaun Ferðavinningur frá Sumarferðum að upphæð 40.000 kr. og Sony Cyber-shot dsc-w200 12,1 megapixlar með andlits- skynjun að verðmæti 40.000 kr. Gl æs i l egur fer ðavin ni ng ur Þú einfaldlega hleður inn skemmtilegustu myndinni þinni frá því í sumar á visir.is/ljosmyndakeppni, skráir inn upplýsingar um hvernig má ná í þig og þannig er sumarmyndin þín kominn í pottinn. Allar nánari upplýsingar um fyrirkomulag má finna á visir.is. Taktu þátt! Glæsilegi r vinninga r í boði. Gl æs i legur ferðavinn in gu r Gl æs i legur ferðavinn in gu r F í t o n / S Í A MÁNUDAGUR 11. ágúst 2008 19 menning@frettabladid.is Opnaðar voru tvær nýjar sýningar í Skaft- felli á Seyðisfirði á laugardag. Önnur þeirra nefnist Handan hugans og er í aðalsýningar- sal Skaftfells. Myndlistarmennirnir Ásdís Sif Gunnarsdóttir, Bjargey Ólafsdóttir, Ingibjörg Magnadóttir og Kristín Eiríksdóttir sýna þar verk sín. Útgangspunktur sýningarinnar eru hugleiðingar um sköpunarþörfina, draumana og litina eins og þær birtast í teikningum sem listamennirnir teikna upp úr sér. Ásdís kemur með eitthvað óvænt í pokahorninu beint frá Póllandi, þar sem hún hefur dvalið í vinnustofu undanfarið. Bjargey sýnir teikn- ingar úr seríunni: „Láttu mig í friði, ég er að reyna að sofa, ég kom ekki til Suður-Amer- íku til að vinna.“ Ingibjörg teiknar konur alla daga og Kristín teiknar alls kyns fígúrur upp úr sér og skrifar gjarnan orð og setningar á teikningarnar. Hin sýningin sem opnuð var á laugardag nefnist Höfuðskáld Austfirðinga og er fjórða sýningin í sýningarröð Vestur- veggsins í ár. Á þeirri sýningu eiga verk myndlistar- og tónlistarkonurnar Berglind María Tómasdóttir og Birta Guðjónsdóttir. Þær leggja út af sameiginlegri hrifningu sinni á tónsmíðum, ferli og sögu Inga T. Lárus- sonar tónskálds, sem jafnan er vísað til sem höfuðtónskálds Austfjarða en hann fæddist á Seyðisfirði árið 1892 og bjó á Austurlandi til dánardags árið 1946. Tónsmíðar Inga T. við ljóð ýmissa af helstu skáldum þjóðarinn- ar hafa búið með þjóðinni en þekktust laga hans eru við ljóðin Ég bið að heilsa, Hríslan og lækurinn og Ó blessuð vertu sumarsól, en það sígilda sönglag hefur Birta Guð- jónsdóttir unnið með í vídeó-hljóðverki á sýningunni, í samstarfi við Jempie Vermeu- len, blindan, belgískan götutónlistarmann. Hljóðverk Berglindar Maríu á sýningunni samanstendur af tónlist Inga T. Lárussonar og viðtölum við Austfirðinga af eldri kynslóð- inni. - vþ Konur sýna í Skaftfelli ÁSDÍS SIF GUNN- ARSDÓTTIR Ein þeirra listamanna sem nú eiga verk í Skaftfelli. Sýning Nú stendur yfir sýningin „Það sem augað ekki greinir“ í DaLí Gallerí á Akureyri, en á henni má sjá verk eftir Sigurlínu M. Grétarsdóttur. Sigurlína notar list sína til þess að draga fram fegurðina í því sem við sjáum í hversdagsleikanum og einnig því sem er svo smátt að augað nemur það ekki. Sýningin stendur til 24. ágúst. Næstu sumartónleikar í Listasafni Sigurjóns fara fram annað kvöld. Að þessu sinni eru þeir helgaðir íslenskri tónlist. Þær Guðrún Ingimarsdóttir sópr- ansöngkona og Jónína Erna Arnar- dóttir píanóleikari koma fram í Listasafni Sigurjóns, Laugarnes- tanga 4, kl. 20.30 annað kvöld og flytja þar fjölbreytta dagskrá með íslenskum sönglögum, aríum og leikhústónlist eftir Atla Heimi Sveinsson, Jón Ásgeirsson, Sig- valda Kaldalóns, Pál Ísólfsson og Sigurð Þórðarson, auk annarra. Fluttir verða meðal annars söngv- ar úr Gullna hliðinu, Pilti og stúlku, Sjálfstæðu fólki, Dansin- um í Hruna og Allra meina bót. Guðrún Ingimarsdóttir starfar sem söngkona á meginlandi Evr- ópu og hefur sungið veigamikil hlutverk í óperuuppfærslum í Þýskalandi, Sviss, Englandi og Íslandi. Guðrún er einnig virk á sviði kirkju- og óperettutónlistar og hefur flutt slíka tónlist á fjöl- mörgum tónleikum vítt og breitt í Þýskalandi, Ítalíu, Austurríki, Portúgal, Sviss og Tyrklandi. Hún er uppalin á Hvanneyri í Borgar- firði og stundaði söngnám í Reykjavík og Lundúnum og fram- haldsnám við einsöngvara- og óperudeildir tónlistarháskólans í Stuttgart hjá hinni heimsfrægu söngkonu Sylviu Geszty. Jónína Erna Arnardóttir píanó- leikari hlaut grunnmenntun sína í píanóleik við Tónlistarskóla Borg- arfjarðar og Tónlistarskólann í Reykjavík. Hún stundaði fram- haldsnám við Tónlistarháskólann í Bergen og lauk þaðan lokaprófi í píanóleik og söng. Hún starfar nú sem kennari og deildarstjóri píanódeildar í Tónlistarskóla Borgarfjarðar. Hún hefur leikið á tónleikum með fjölda kóra og ein- söngvara. Jónína Erna er listrænn stjórnandi IsNord-tónlistarhátíð- arinnar í Borgarnesi. Í ár eru liðin tuttugu ár frá því að Listasafn Sigurjóns Ólafssonar var opnað fyrir almenningi og í haust verða 100 ár liðin frá fæð- ingu listamannsins sjálfs. Vikulegir sumartónleikar hafa verið hluti af starfi safnsins frá upphafi og fara tónleikarnir fram í aðalsal safnsins, sem er fyrrver- andi vinnustofa myndhöggvarans. Eftir tónleika geta gestir notið veitinga í kaffistofu safnsins fyrir opnu hafinu og síðbúnu sólarlagi. Aðgangseyrir er 1.500 krónur. vigdis@frettabladid.is Íslensk sönglög, aríur og leikhústónlist GUÐRÚN INGIMARSDÓTTIR Kemur fram ásamt Jónínu Ernu Arnardóttur í Listasafni Margeir Sigurðarson opnaði sýninguna „Út á lífið / Party n´ bullshit“ á Café Karólínu á Akureyri í byrjun mánaðar- ins. Margeir sótti innblástur sinn við sköpun verkanna á sýningunni til skemmtanalífsins og þeirra hliða mannlegrar hegðunar sem því fylgja. „Oftar en ekki hef ég fundið sjálfan mig úti á lífinu að stara yfir allan dýragarð- inn, öll æðislega vitleysan er svo skiljanleg en samt á sama tíma svo langt frá því. Hvert andartak hefur sína sögu. Engir tveir eru í sama ástandi en allir eru í leit að einhverju nýju og spennandi sem virðist vera rétt handan við hornið,“ útskýrir Margeir. Verkin eru spreyjuð og máluð með akrýl á striga og á blaðgull. Margeir útskrifaðist úr Myndlista- skólanum á Akureyri í vor en hefur nú þegar tekið þátt í samsýningum og sett upp nokkrar einkasýningar. Sýning hans á Café Karólínu stendur til 5. september. - vþ Skemmtanalífið í allri sinni dýrð LITRÍKT UPPKAST Verk eftir Margeir Sigurðarson. Erfingjar listmálarans Jóhannnes- ar Geirs hafa tilkynnt að þeir hyggist gefa Listasafni Skagfirð- inga málverk, skissur, ljósmyndir og önnur gögn listamannsins, sem féll frá fyrir nokkrum árum. Hefur byggðarráð samþykkt að þiggja þessa höfðinglegu gjöf með þökkum. Varðveisla verður í sam- ræmi við óskir gefenda. Menningarsögulega er þetta safn Jóhannesar einstakt. Jóhann- es Geir er einn þekktasti listmál- ari sem fæddur er og uppalinn í Skagafirði og tengsl hans við hér- aðið voru mikil. Listasafn Skagfirðinga á nú þegar milli 20 og 30 myndverk eft- ir Jóhannes. Samþykkti Byggðar- ráð Skagafjarðar á fundi sínum hinn 30. júli að veita 500 þúsund- um til móttöku og flutnings verk- anna í Skagafjörð þar sem þau verða skráð og þeim fyrir komið í Listasafni Skagfirðinga. - pbb Gjöf til Listasafns Skagfirðinga MYNDLIST Hús, hestar menn – málverk eftir Jóhannes Geir.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.