Fréttablaðið - 11.08.2008, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 11.08.2008, Blaðsíða 36
Fimleikadeild Ármanns Innritun fyrir haustönn 2008 stendur nú yfi r til 24. ágúst. Skráningarblað má nálgast á: www.armenningar.is, og nánari upplýsingar fást hjá fi m- leikar@armenningar.is og í síma 580-5909. Boðið verður uppá fi mleika fyrir stelpur og stráka frá 5 ára aldri undir umsjón reyndra þjálfara. Byrjen- dur æfa tvisvar í viku, 50 mín í senn og fá grunnþjálfun sem nýtist í öllum íþróttum. Einnig er boðið uppá framhaldshópa og keppnisþjálfun pilta og stúlkna. Tekið verður við greiðslum og stundatöfl ur afhentar 28. ágúst, frá kl. 9-20. Æfi ngar hefjast skv. stundaskrá mánudaginn 1. sept. Þá verða krílahópar fyrir 3-5 ára börn á laugardagsmorgnum, sem hefjast 6. sept. Stjórn fi mleikadeildar Ármanns SENDU SMS BTC TMS Á NÚMERIÐ 1900 VINNINGAR ERU BÍÓMÐ IAR, TÖLVULEIKIR OG DVD MYNDIR OG FLE IRA Vi nn in ga r v er ða a fh en di r h já B T Sm ár al in d. K óp av og i. M eð þ ví a ð ta ka þ át t e rt u ko m in n í S M S kl úb b. 1 49 k r/ sk ey tið . HVERVINNUR! 9. ! Ævintýramynd Sumarsins Stærstu Ævintýrin eru Ódauðleg! Frumsýnd . Ágúst -SJÁÐU MYNDINA -SPILAÐU LEIKINN! 20 11. ágúst 2008 MÁNUDAGUR folk@frettabladid.is > STREEP Í RÓMANTÍK Leikkonan Meryl Streep, sem þykir fara á kostum í söngva- myndinni Mamma Mia!, hefur tekið að sér hlutverk í nýrri rómantískri gamanmynd sem hefur enn ekki hlotið nafn. Leikstjóri myndarinnar verð- ur Nancy Meyers sem hefur á ferilskránni myndir á borð við The Holiday, Something´s Gotta Give og What Women Want. Amy Winehouse hefur loks ástæðu til að gleðjast, því samkvæmt heimildum breska blaðsins News of the World gæti svo farið að eiginmanni hennar, Blake Fielder-Civil, verði sleppt úr fangelsi strax um áramótin. Fielder- Civil situr inni fyrir tilraun til að hindra framgang réttvísinnar, en í lok júlí var hann dæmdur í 27 mánaða fangelsi. Nú mun honum hins vegar hafa verið tilkynnt að hann fái um frjálst höfuð strokið strax um áramótin, ef hann haldi sig frá öllum eiturlyfjum þangað til. Fielder-Civil gæti einnig fengið að fara í helgarheimsóknir út fyrir fangelsið frá og með næsta mánuði, með sömu skilmálum. Móðir Fielder-Civil, Georgette, hefur hins vegar þrábeðið son sinn um að koma til sín frekar en að fara til eiginkonu sinnar yfir umrædda helgi. „Við erum að vona að skilorðseftir- litsmaðurinn hans ráðleggi honum að koma til okkar. Ef hann tengist eiturlyfjum eitthvað yfir helgina verður honum ekki sleppt svona snemma,“ segir Georgette, sem hefur ítrekað lýst yfir áhyggjum af því að Amy muni koma syni sínum í vand- ræði á ný. „Honum verður sleppt 30. desember ef hann hagar sér vel. Ég hef sagt honum að láta lítið fyrir sér fara.“ Amy ekki ein um áramótin Baum und Pferdgarten Á öðrum degi tískuvikunnar ligg- ur leið mín í Ráðhúsið, þar sem Baum und Pferdgarten-sýningin er að hefjast. Eftirvæntingin var mjög mikil, enda hefur Baum und Pferdgarten verið mitt uppáhalds- merki í mörg ár. Tónlistin er skrúfuð í botn og sýningin hefst. Inn koma hvítklæddar stúlkur, hver á fætur annarri. Þá sjást fallegir fjólubleikir kjólar, ljós- fjólubláar blússur og rósóttar silkibuxur. Kjólarnir eru annað- hvort stuttir eða gólfsíðir, og eins og hjá öðrum merkjum í þessari tískuviku eru bux- urnar klofsíðari en oft áður. Ég er gjörsamlega hug- fangin af hverri einustu flík. Sýningin er frábær í alla staði. Designers Remix Collection Að Baum und Pferd- garten-sýningunni lok- inni liggur leið mín í dýra- garðinn í Frederiksberg, þar sem Designers Remix Collect- ion ætlar að sýna línuna sína í nýja fílahúsinu. Stemningin fyrir utan er létt og skemmtileg og allir sam- mála um að sýningarstaðurinn sé frábær hugmynd. Fólk treður sér inn í neonlýst fílahúsið, þar sem örlítil fílalykt svífur yfir vötnum. Einnig hér hefst sýningin á hvít- klæddum stúlkum. Formin eru mjög sérstæð og efnin í fellingum, nánast eins og pappír. Ótrúlega fallega gert. Mynstrin eiga rætur sínar að rekja til Japan, eins og mikið af sníðagerðinni. Kjólarnir eru bæði stuttir og egglaga, á móti síðum og flögr- andi. Helstu litirnir hjá Designers Remix eru hvítur, svartur og grár, en litapallettan var líka bleik og fjólublá. Falleg sýning með ein- stakri sníðagerð. Malene Birger Danska tískudrottningin sýnir klukkan átta á þriðja degi tísku- vikunnar. Það er alltaf mikil eftir- vænting eftir þessari stærstu sýn- ingu vikunnar. Ég kem mér fyrir á fremsta bekk að þessu sinni og get ekki beðið. Sýningin hefst með svörtum kjól með breiðu belti í mittinu, svörtum skóm með háum leður- legghlífum yfir. Litirnir breytast í ljósbrúna tóna með smá bleikum keim. Gul kápa með skrauti á öxl- inni situr föst í huga mér. Antík- bleikir kjólar, græn pils og buxur. Dökkbleik kápa sem límir sig einnig fast í hugann. Mikið af svörtu og hvítu saman, bæði sem mynstur og í einstökum flíkum. Í lokin eru sýndir kjólar sem eru ekki fjöldaframleiddir, þeir tilheyra línu Salon By Malene Bir- ger. Fallegir chiffon-, silki-, pallí- ettu- og tjullkjólar svífa um svið- ið. Litirnir eru ljósir í bland við neongulan. Þegar síðasta sýning- arstúlkan gengur inn ætlar lófa- takið aldrei að hætta. Fólk stendur upp og tískudrottninginn fær endalaust hrós. Helga Ólafsdóttir Sumartíska næsta árs Tískuvikunni í Kaupmannahöfn, þar sem hönnuðir sýna línur sínar fyrir næsta sumar, lauk í gær. Helga Ólafsdóttir þræddi sýningarnar í borginni og deilir hér með sér af upp- lifunum sínum. BLAKE MÖGULEGA FRJÁLS Í DESEMBER Eigin- manni Amy Winehouse hefur verið sagt að hegði hann sér vel geti honum verið sleppt úr fangelsi strax í desember. NORDICPHOTOS/GETTY Fimmta plata Sigur Rósar, Með suð í eyrum við spilum endalaust, hefur selst í fimm þúsund eintök- um hér á landi og er þar með komin í gull. Nýtt upplag af plöt- unni er nýkomið í búðir eftir að fyrra upplagið seldist upp. „Mér finnst salan á þessari nýju plötu vera alveg frábær. Þótt hún hafi gengið vel þegar hún kom út og í kringum tónleikana (í Laugar- dalnum í sumar) hefur hún verið að seljast jafnt og vel,“ segir Ásmundur Jónsson, útgáfustjóri Smekkleysu. Síðasta plata Sigur Rósar, Takk, seldist í átta þúsund eintökum á sínu fyrsta ári en hún kom út skömmu fyrir jólavertíðina. Því má búast við að nýja platan eigi eftir að síga fram úr Takk þegar líða tekur á árið. - fb Sigur Rós í gullsölu SIGUR RÓS Hljómsveitin Sigur Rós hefur selt fimm þúsund eintök af nýjustu plötu sinni á Íslandi. BAUM UND PFERDGARTEN DESIGNERS REMIX COLLECTION MALENE BIRGER

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.