Fréttablaðið - 11.08.2008, Blaðsíða 11
Grillið / Radisson SAS Hótel Saga / sími: 525 9960 / www.grillid.is
P
IP
A
R
•
S
ÍA
•
81
49
8
81 Kokkarnir og þjónarnir á Grillinu hlakka
til að taka á móti þér endurnærðir og
sólbrúnir eftir gott sumarfrí. Við bjóðum
upp á einn besta matseðilinn í bænum,
eðal vín og frábært útsýni.
Grillið er einstakt.
Veislan er hafin að nýju
Grillið opnar eftir sumarfrí
MÁNUDAGUR 11. ágúst 2008 11
ÚTIVIST „Hér eru slegnir um tut-
tugu þúsund boltar á góðum degi
og þá sem fara út á veginn má
líklega telja á fingrum annarrar
handar,“ segir Guðmundur Gunn-
arsson, vallarstjóri á golfvellin-
um við Vífilsstaði.
Æfingasvæði golfvallarins er
nánast alveg við Vetrarbraut
sem liggur að Vífilsstaðavegi.
Svæðið er ekki girt af en það
hefur þó komið til umræðu að
sögn Guðmundar. Nú sé hins
vegar unnið að því að flytja
æfingasvæðið annað. „Ég veit
ekki nákvæmlega hvenær það
kemur til framkvæmda en það
verður einhvern tímann á næstu
árum,“ segir Guðmundur.
Fréttablaðið hefur heimildir
fyrir því að vegfarendur óttist
golfkúlnaregn við völlinn og
forðist jafnvel að aka þar um.
Guðmundur kannast ekki við
að tjón hafi orðið vegna þess að
golfkúlum sé slegið út fyrir völl-
inn. „Ég hef séð bolta fara út á
þennan veg en engar kvartanir
vegna þess hafa borist hingað til
mín,“ segir Guðmundur.
Á góðviðrisdögum eins og þeim
sem ríkt hafa í vikunni segir
Guðmundur um fimm hundruð
hringi leikna á vellinum yfir dag-
inn. Tuttugu manns geta spilað í
einu. - ht
Æfingasvæði golfara á Vífilsstaðavelli er ekki girt af og liggur alveg að Vetrarbraut:
Vegfarendur óttast kúlnaregn af golfvelli
GOLFKÚLA Í VEGKANTI Tuttugu þúsund golfkúlur eru á hverjum degi slegnar á
æfingasvæðinu á Vífilsstaðavelli sem liggur alveg að Vetrarbraut. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
VELFERÐARMÁL „Flutningarnir
gengu fljótt og vel, aðeins þurfti
að loka í þrjá daga meðan á þeim
stóð og okkur líður vel í bráða-
birgðahúsnæðinu,“ segir Erna
Ágústsdóttir, skrifstofustjóri
heilsugæslunnar í Árbæ. „Það má
segja að eini vandinn sé sá að
gluggarnir eru stórir svo það er
afar heitt hjá okkur núna eins og
veðrið hefur verið,“ segir hún
kankvís.
Vegna rakaskemmda í aðsetri
heilsugæslunnar í Hraunbæ í
Árbæjarhverfinu var ekki talið
raunhæft að hafa hana þar lengur.
Var hún flutt um miðjan júlí í
húsnæði á Höfðabakka.
Lúðvík Ólafsson, lækningafor-
stjóri Heilsugæslu höfuðborgar-
svæðisins, segir að heilsugæslan
muni svo flytja á sinn varanlega
stað 1. desember á þessu ári eða
jafnvel fyrr. - jse
Heilsugæslan í Árbæ:
Starfsfólk kátt á
nýjum stað
VIÐSKIPTI Það sem af er ári hafa
600 tonn af undanrennudufti, rúm
220 tonn af smjöri og 75 tonn af
skyri verið flutt út. Þetta er þó
nokkur aukning í undanrennu-
duftinu en minna í skyri.
Í janúar var ekkert flutt út af
undanrennudufti, 25 til 70 tonn á
mánuði frá febrúar til maí og loks
400 tonn í júní. Baldur Helgi
Benjamínson, framkvæmdastjóri
Landssambands kúabænda, segir
sveiflurnar eðlilegar. „Útflutning-
urinn á duftinu er tilfallandi.
Þetta er gert til þess að tappa af
markaðnum hér. Skyrið er eina
varan sem er flutt út reglubund-
ið.“ - ges
Undanrennuduft vinsælla:
Mjólkurafurðir
í aukinni útrás
HEILBRIGÐISMÁL Góðar líkur eru á
því að NIDA, bandaríska fíkni-
efnarannsóknarstofnunin, styrki
vímuefnarann-
sóknir á vegum
SÁÁ, að sögn
Valgerðar
Rúnarsdóttur,
læknis hjá SÁÁ.
Fréttablaðið
greindi nýlega
frá heimsókn
Noru D. Volkow,
forstöðumanns
NIDA, til
Íslands til að kynna sér starfsemi
SÁÁ.
„Nora var mjög hrifinn og
hafði áhuga á að styrkja okkur,“
segir Valgerður. „Rannsóknar-
möguleikar hér eru miklir vegna
þess hvernig við búum hér á
Íslandi. Hér er auðvelt að fylgja
fólki eftir og gott rannsóknarum-
hverfi.“
Valgerður segir svars við
styrktarumsókn SÁÁ líklega að
vænta í haust. - gh
SÁÁ vinnur með NIDA:
Góðar líkur á
styrkjum
VALGERÐUR
RÚNARSDÓTTIR
LEIKSKÓLAMÁL Stöðvun fram-
kvæmda við leikskólann í
Hvammi í Hafnarfirði hefur ekki
„neina sérstaka þýðingu með
tilliti til hagsmuna kærenda“
samkvæmt úrskurði úrskurðar-
nefndar skipulags- og byggingar-
mála frá því í síðustu viku.
Íbúar í nágrenni Hvamms hafa
verið ósáttir við viðbótarkennslu-
stofur sem á að setja upp við
leikskólann. Framkvæmdir voru
stöðvaðar vegna þessa.
„Bærinn er búinn að vera að
vinna að því að bæta aðgengið
þannig að við erum sáttari en við
vorum,“ segir Halldór Halldórs-
son íbúi við Staðarhvamm. - vsp
Úrskurður um Hvamm:
Stöðvunin hef-
ur ekki þýðingu