Fréttablaðið - 11.08.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 11.08.2008, Blaðsíða 4
4 11. ágúst 2008 MÁNUDAGUR SAMGÖNGUR „Okkar kröfur eru þær að ríkisvaldið komi inn í rekstur Strætós bs.,“ segir Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnar- firði. Eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu vantar um 300 millj- ónir króna til þess að endar nái saman hjá fyrirtækinu. Hugmynd- ir eru jafnvel uppi innan stjórnar fyrirtækisins um að fækka ferð- um töluvert. „Stór hluti af auknum rekstrar- kostnaði er hækkun á olíuverðinu. Sú hækkun skilar ríkinu hins vegar auknum tekjum. Það geng- ur ekki að ríkið sé bara að græða á almenningssamgöngunum meðan við sitjum uppi með reikninginn,“ segir Lúðvík. „Samgönguráðherra og fleiri hafa lýst yfir vilja til að koma þarna inn en það sem vantar er að menn efni loforðin. Það er hagur ríkisins ekkert síður en sveitarfélaganna að hafa góðar almenningssamgöngur. Ég tel að þennan möguleika vanti inn í umræðuna.“ Hann segir óvíst hvort sveitar- félögin muni auka framlög sín til Strætós eða hvort ferðunum muni fækka. „En lendingin verður trú- lega blanda af þessum tveimur þáttum og aðkomu ríkisins.“ Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri Kópavogs, er sömuleiðis ósáttur við að ríkið komi ekki að rekstrin- um. „Við höfum rætt við fjármála- ráðherra og forsætisráðherra um þetta mál en það hefur ekkert komið út úr því. Það eru ákveðin vonbrigði.“ Kristján Möller segist ekki kannast við þessa umræðu. „Rekstur strætisvagnanna er verkefni sveitarfélaganna og mun vera það áfram.“ „Mér finnst hjákátlegt að biðja um aðkomu ríkisins á meðan menn eru að afsala sér tekjum,“ segir Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar. Þar á hann við að bjóða fólki ókeypis í strætó, eins og Kópavogsbær hyggst gera fyrir alla íbúa bæjarins og hin sveitarfélögin fyrir námsmenn. Námsmenn í Garðabæ munu ekki fá ókeypis í strætó eins og síðast- liðið ár. „Þegar við erum að afsala okkur tekjum með því að gefa fólki frítt þá er ómögulegt að fjölga ferðunum,“ segir Gunnar. „Það er fyrirsjáanlegt að framlag sveitarfélaganna muni hækka í fjóra milljarða. Þá getum við ekki verið að tapa tekjum. Það hvort það kosti eitthvað í strætó ræður ekki úrslitum um það hvort fólk nýtir sér almenningssamgöngur eða ekki. Aðalatriðið er að ferðirn- ar séu tíðar og vagninn sé fljótur í förum. Ég legg mikla áherslu á að fækka ekki ferðunum.“ gudmundure@frettabladid.is Vill að ríkið leggi sitt af mörkum til Strætós Bæjarstjórinn í Hafnarfirði vill að ríkið leggi sitt af mörkum í reksturinn á Strætó. Gunnar Birgisson tekur í sama streng. Kristján Möller samgöngu- ráðherra segir að rekstur Strætós verði áfram á könnu sveitarfélaganna. STRÆTÓ Mikill halli er á rekstri Strætó. Rætt hefur verið um að skera niður með því að fækka ferðum. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA LÚÐVÍK GEIRSSON KRISTJÁN MÖLLER VEÐURSPÁ Kaupmannahöfn Billund Ósló Stokkhólmur Gautaborg London París Frankfurt Friedrichshafen Berlín Alicante Mallorca Basel Eindhoven Las Palmas New York Orlando San Francisco HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 22° 19° 16° 23° 22° 21° 23° 25° 29° 25° 32° 34° 27° 22° 27° 23° 32° 22° 10 Á MORGUN Hægviðri. MIÐVIKUDAGUR Hægviðri. 9 11 11 10 12 13 12 13 11 8 5 6 3 3 6 8 3 5 3 4 3 11 12 12 1211 12 12 12 12 13 LITLAR BREYTINGAR Það eru horfur á áfram- haldandi hægviðri næstu daga en helst er að blási úti við suðaustur- og austurströndina. Bjartast verður sunnanlands en það gæti þó breyst síðar í vikunni því um hana miðja gæti orðið bjart um mest allt land. Sigurður Þ. Ragnarsson veður- fræðingur PAKISTAN Yfir hundrað manns hafa látist í átökum í Pakistan undan- farna fjóra daga. Átökin eiga sér stað nálægt landamærunum við Afganistan. Íbúar í héraðinu Bajaur hafa verið fluttir frá héraðinu eftir að átök milli hersins og talibana hörðnuðu. Stjórnvöld í Afganistan og Nató hafa gagnrýnt stjórnvöld í Pakistan fyrir lélega öryggisgæslu meðfram landamærunum og segja gæsluleysið vera himnasendingu fyrir Al-Kaída og talibana. - þeb Átök við talibana í Pakistan: Yfir hundrað látnir í Pakistan SAMGÖNGUR Hægt væri að spara tugi milljóna króna á ári með því að nota metan í stað dísilolíu á strætisvagna. „Það er 25 prósentum ódýrara að reka þessa vagna sem er drjúgt, sérstaklega þegar rekstur- inn er svona erfiður,“ segir Ármann Kr. Ólafsson, stjórnarformaður Strætós bs. Kostnaðurinn við olíukaup fyrirtækisins fór um 90 milljónir fram úr áætlun. „Við erum að skoða með opnum huga að skipta yfir í metan- vagna,“ segir Ármann. „Það er raunhæft að skipta en þetta er bara á frumstigi hjá okkur.“ - ges Hugmyndir um metanstrætó: Hægt að spara tugi milljóna ÁRMANN KR. ÓLAFSSON Mikil umferð frá Dalvík Rólegt var hjá lögreglunni á Dalvík í gær þrátt fyrir mikla umferð úr bænum eftir Fiskidaginn mikla. Hátt í þrjátíu þúsund manns sóttu hátíðina og því var nokkuð þétt umferð úr bænum að hátíðinni lokinni. Að sögn lögreglu gekk hátíðin slysalaust fyrir sig en eitthvað var um stimpingar föstudagsnóttina. LÖGREGLA TORONTO, AP Þúsundir íbúa í nágrenni við gasverksmiðju í borginni Toronto í Kanada flúðu heimili sín eftir að eldur varð laus í verksmiðjunni. Mikil sprenging varð í verksmiðjunni, og brotnuðu rúður í nærliggjandi húsum. Yfirvöld í borginni segja engan hafa látist í sprenging- unni, en lögreglan segir ein- hverja hafa hlotið minniháttar áverka þegar rúðugleri rigndi yfir þá. „Ég held að við höfum verið afskaplega heppin,“ sagði Bob O‘Hallarn, yfirmaður hjá slökkviliði borgarinnar. - bj Sprenging í gasverksmiðju: Þúsundir flúðu heimili sín ÁSTUNDUN „Okkur finnst eins og fólk spili meira golf núna þegar minna er að gera í þjóðfélaginu, við sjáum til dæmis iðnaðarmenn sem hafa sökum annríkis verið frá um nokkurt skeið en eru nú að koma til okkar aftur,“ segir Ólafur Ágústsson, vallarstjóri hjá Golf- klúbbi Keilis í Hafnarfirði. „Þróunin í Bretlandi sýnir það líka að þegar minna er að gera í atvinnulífinu þá eykst golfiðkun- in,“ bætir hann við. En sumir láta vinnuna ekki aftra sér við golfiðkunina. Aðalsteinn Ingólfsson, vallarstjóri á Grafar- holtsvelli, segir að þar séu menn jafnvel byrjaðir að leika um klukkan sex að morgni áður en þeir halda til vinnu. Ólafur segist einn- ig verða var við þá þróun að menn byrji daginn á golfvellinum. „Þetta er bara orðin vinsælasta íþrótt landsins,“ segir Róbert Halldórsson, vallarstjóri Garða- vallar á Akranesi. Samkvæmt könnun sem Capacent gerði fyrir Golfsamband Íslands og kynnt var fyrir nokkrum mánuðum höfðu um 35 þúsund Íslendingar leikið meira en fimm golfhringi á síð- asta ári. Það sem af er þessu ári hafa um 40 þúsund golfhringir verið leiknir hjá Keili og um 50 þúsund á þremur völlum sem Golfklúbbur Reykjavíkur rekur. Þeir eru því fleiri en Róbert sem halda því fram að golfið hafi velt knattspyrnunni úr sessi sem vin- sælasta íþrótt landsins. - jse Aðsóknin að golfvöllum landsins fer sívaxandi: Golfiðkunin vex í kreppunni Á GOLFVELLI KEILIS Þegar hægist á í atvinnulífinu fjölgar á golfvellinum segir vallarstjóri Keilis. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SKIPULAGSMÁL Upplýsingastönd- um með skipulagsáætlunum viðkomandi hverfa verður á næstu vikum komið fyrir við allar sundlaugar Reykjavíkur. „Við lítum á sundlaugarnar sem okkar torg þar sem íbúar hverfanna koma saman,“ segir Ólöf Örvarsdóttir, skipulagsstjóri Reykjavíkurborgar. Ólöf segir alltaf mögulegt að skoða upplýs- ingar á vef Reykjavíkurborgar eða hjá skipulags- og byggingar- sviði. „Þetta er aukin þjónusta við íbúa borgarinnar, til að gera allar þær áætlanir sem við annars setjum á netið, auglýsum í blöðum og setjum upp í upplýs- ingaskálanum aðgengilegar fleiri borgarbúum.“ - ovd Nýung hjá borginni: Skipulag kynnt í sundlaugum EFNAHAGSMÁL Meðan verið er að búa fólk undir þrengingar með uppsögnum og gjaldþrotum á suðvesturhorninu eru verkalýðs- og sveitarstjórnarmenn á Vestfjörðum fullir bjartsýni. „Menn bera engan kvíðboga fyrir haustinu,“ segir Helgi Ólafsson hjá Verkalýðsfélagi Vestfjarða. „Við eigum ekki von á uppsagnahrinu hér.“ Halldór Halldórsson, bæjar- stjóri Ísafjarðarbæjar, tekur í sama streng. „Við förum ekkert varhluta af ástandinu en undan- farin ár hefur hagvöxtur á landsbyggðinni verið í mínus meðan hann hefur verið um 50 prósent á höfuðborgarsvæðinu svo það segir sig sjálf að þegar kreppir að verður höggið mun þyngra þar sem þenslan er mest.“ - jse Bæjarstjórinn á Ísafirði: Áhrif kreppu lítil fyrir vestan GENGIÐ 08.08.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 162,0081 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 82,59 82,99 158,84 159,62 124,72 125,42 16,717 16,815 15,602 15,694 13,283 13,361 0,7519 0,7563 131,47 132,25 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.