Fréttablaðið - 11.08.2008, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 11.08.2008, Blaðsíða 46
30 11. ágúst 2008 MÁNUDAGUR LÖGIN VIÐ VINNUNA „Ég hlusta á lagið Summer Wine með Sinatra, því stelpan sem ég vinn með syngur það öllum stundum.“ Una Björk Sigurðardóttir listakona. Valgerður Guðrún Guðnadóttir sópran mun leika Maríu í Söngvaseið, eða Sound of Music, í Borgarleikhúsinu næsta leikár. Valgerður er nýbökuð móðir, sem hæfir hlutverkinu einkar vel, því eins og margir vita verður María í verkinu barnfóstra Von Trapp-systkinanna sjö. Valgerður er enginn viðvaningur þegar kemur að söngleikjum en áður hefur hún leikið Maríu Magdalenu í Jesus Christ Superstar-sýningu Verzlunarskólans, hlutverk Maríu í West Side Story Þjóðleikhússins og Janet í Rocky Horror Picture Show svo eitthvað sé nefnt. Einnig hefur hún fengið talsvert af hlutverkum innan Óperunnar. Valgerður hefur þar að auki ljáð persónum Disney, Mulan, Litlu hafmeyjunni og Poca- hontas rödd sína. Söngvaseiður var síðast settur upp hjá atvinnuleikfélagi fyrir tíu árum, hjá Leik- félagi Akureyrar. Þá fór Þóra Einarsdóttir með hlutverk barnfóstrunnar góðu. Þórhildur Þorleifsdóttir leikstýrði Litla leikklúbbnum og Tónlistarskóla Ísafjarðar við uppsetningu verksins 2003 og var sú sýning valin áhuga- mannasýning ársins það ár. Dagskrá Leikfélags Reykjavíkur fyrir næsta leikár verður birt í heild sinni innan skamms, en þegar er vitað af Söngvaseið, Gosa, Fló á Skinni, öllum verkum Söruh Kane, þar á meðal Blasted í leikstjórn Kristínar Eysteinsdóttur, einleik Bubba um Bubba, „devised“ verki sem ber heitið Útlendingar í stjórn Jóns Páls Eyjólfssonar, einleiknum Óskar og bleikklædda konan eftir Eric- Emmanuel Schmitt og Lonesome West eftir Martin McDonagh. - kbs Valgerður verður María í Söngvaseiði SÖNGLEIKJASTJARNA Valgerður Guðrún Guðnadóttir er María í Söngvaseið. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL Rapparinn Unnar Freyr Theódórs- son hefur látið lítið að sér kveða í rappsenunni undanfarið ár, en hann er stórt nafn í hipphopp- menningu Dana þar sem hann gengur undir nafninu U-Manden. Undanfarið hefur hann reynt fyrir sér á öðrum vettvangi – uppi- standi. Heimasíðan www.rap- game.dk birtir viðtal við rappar- ann og uppistandarann þar sem hann segir vin sinn til margra ára hafa ýtt sér út í þetta. „Mér fannst rappið ekki vera rétta formið fyrir mig akkúrat núna. Ég er nærri 32 ára og á von á mínu öðru barni,“ segir Unnar við síðuna en uppi- stand hans mun hafa fengið frá- bærar viðtökur ytra. Frumraun Unnars í uppistandi var í nóvember á síðasta ári og hefur hann komið fram nokkrum sinn- um eftir það. Hann segir reynsluna úr tónlistinni gagnast sér vel þegar kemur að því að ná til fjöldans. Sumarið er rólegur tími í uppi- standinu en Unnar segir að um leið og hausti fari vertíðin af stað. Unnar segist ekki vera hættur í rapp- inu, hann sé einung- is í pásu. Hann er þó ekki einungis rappari og uppistandari heldur er hann einnig vinsæll plötu- snúður og hefur í nógu að snúast í því allan ársins hring. Utan við þetta allt saman er hann bankastarfs- maður og lærður viðskiptafræðingur. - shs Slær í gegn með uppistand U-MANDEN Slær í gegn sem uppistandari í Danmörku. 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÁRÉTT 2. gas, 6. óhreinindi, 8. nudda, 9. dorma, 11. karlkyn, 12. sljóvga, 14. einkennis, 16. sjúkdómur, 17. gagn, 18. kærleikur, 20. búsmali, 21. eign- arfornafn. LÓÐRÉTT 1. hland, 3. öfug röð, 4. penisilín, 5. hald, 7. sætuefni, 10. óvild, 13. vöntun, 15. bakhluti, 16. blástur, 19. tveir eins. LAUSN LÁRÉTT: 2. loft, 6. im, 8. núa, 9. sef, 11. kk, 12. slæva, 14. aðals, 16. ms, 17. nyt, 18. ást, 20. fé, 21. sitt. LÓÐRÉTT: 1. piss, 3. on, 4. fúkalyf, 5. tak, 7. melassi, 10. fæð, 13. van, 15. stél, 16. más, 19. tt. Breski tónlistarmaðurinn Tricky segir að rödd Hafdísar Huldar hljómi eins og Jesús í lagi sínu Cross to Bear, sem Hafdís syngur á nýjustu plötu hans Knowle West Boy. Hafdís söng reyndar á sínum tíma lagið Is Jesus Your Pal? með hljómsveitinni GusGus og því virð- ist tenging Hafdísar við Frelsarann ætla að verða ansi lífsseig á ferli hennar. Emiliana Torrinni, sem einnig syngur á plötu Trickys, ætlar í tónleikaferð um Evrópu í október til að fylgja eftir nýjustu plötu sinni Me and Armini. Ferðast hún meðal annars um Bretland og Þýskaland en platan kemur út áttunda sept- ember. Síðasta plata Emilíönu, Fisherman´s Woman, hlaut mjög góðar viðtökur og því eru miklar væntingar gerðar til nýju plöt- unnar. Auglýsing listamannsins Snorra Ásmundssonar eftir mannslíkum til nota í vídeóinnsetningu sem hann hyggst sýna á Listasafni Akur- eyrar í febrúar vakti gríðarlega eft- irtekt, enda verkefnið afar umdeilt. Þótt margir velti því fyrir sér hvort slíkt sé siðferðislega rétt virðist þó sem einhverjir líti verkefnið öðrum augum, því Snorra munu þegar hafa borist tvö tilboð. - fb/ - sun FRÉTTIR AF FÓLKI Göngugarpar á leið sinni um Guf- unesið hafa rekið augun í timbur- húsaþyrpingu í anda Villta vest- ursins. Þar er um að ræða fyrsta hlutann af skemmtigarði sem athafnamaðurinn Eyþór Guðjóns- son er að reisa á svæðinu. „Þetta er Villta vestrið,“ segir Eyþór dulur. Þessi sviðsmynd mun vera ætluð sem paintball-svæði og er hönnuð af Hollywood-leikmynda- hönnuðinum Robb Wilson King sem hefur hannað leikmyndir fyrir yfir fimmtíu Hollywood- myndir. Eyþór vill sem minnst gefa upp um hvernig svæðið verð- ur í sinni lokamynd en eftir þeim upplýsingum sem blaðamaður fékk á svæðinu á eftir að mála þyrpinguna og hengja upp ýmis skilti. Einnig verður komið fyrir hestvögnum og hengingargálga svo eitthvað sé nefnt. Eyþór segir að garðurinn, sem líklegast mun heita Skemmtigarð- urinn í Grafarvogi, sé hugsaður fyrir fullorðna fólkið, frekar en börn. Á meðan Húsdýragarðurinn sé gerður fyrir börnin, en foreldr- arnir komi með, þá sé þessi garður hugsaður fyrir fullorðna fólkið, en með tíð og tíma muni börn- in geta komið með. Einn- ig sé hann kjörinn fyrir erlenda ferðamenn, en skortur er á afþreyingu fyrir þá að mati Eyþórs. Samkvæmt heimild- um Fréttablaðsins mun Villta vestrið vera einungis fyrsta af fleiri sviðs- myndum sem munu rísa í skemmti- garðinum. Einnig er stefnt að því að gera par 3 golfvöll í kringum sviðsmynd- irnar. Rætt er um að Eyþór muni nýta þau sambönd sem hann hefur í Hollywood tals- vert í uppbyggingu garðsins, sem sýnir sig best á leikmyndahönn- uðinum sem gerði Villta vestrið. Eyþór þekkir vel til í kvik- myndaheimi Bandaríkjanna en hann og leikstjórinn Eli Roth eru góðir vinir en einnig hefur farið vel á með Eyþóri og Quentin Tar- antino. Eyþór lék til að mynda í hryllingsmyndinni Hostel og var meðframleiðandi að Hostel Part II. Hingað til hefur Eyþór haldið úti paintball-svæði í Straumsvík en það mun flytjast í Gufunesið þegar Villta vestrið verður tilbúið. soli@frettabladid.is EYÞÓR GUÐJÓNSSON: GERIR SKEMMTIGARÐ FYRIR FULLORÐNA Villta vestrið í Gufunesi ATHAFNAMAÐURINN Eyþór Guðjónsson athafnamaður er mað- urinn á bak við Villta Vestrið. GLÆSILEGT Áætlað er að Villta vestrið verði klárt í september. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA NEGLT OG SAGAÐ Unnið er hörðum höndum að því að byggja Villta vestrið. VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á síðu 8 1 Keilir. 2 Tólf tonn. 3 Snorri Ásmundsson.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.