Fréttablaðið - 11.08.2008, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 11.08.2008, Blaðsíða 48
Hreiðar Már Sigurðsson, for-stjóri Kaupþings, og Sigurður Einarsson stjórnarformaður hafa samkvæmt kaupréttarsamningum keypt hluti í félaginu fyrir sam- tals 492 milljónir króna á meira en helmingi lægra gengi en skráð er í Kauphöllinni. Heiðar Már og Sig- urður eru einfaldlega að nýta kaupréttarsamninga sem þeim áskotnuðust í viðskiptum sínum við Kaupþing. Þessir skemmtilegu samningar sem án efa koma þeim félögum vel í kreppunni heimila Hreiðari og Sigurði að kaupa árlega allt að 812 þúsund hluti hvor í fimm ár á genginu 303. HVAÐA fífli sem er leyfist að sjálfsögðu að kaupa sér hluti í Kaupþingi og taka með því áhættu á tapi eða gróða. Snilldin er fólgin í því að kaupa hluti á lægra gengi en markaðsverði – sem fjarlægir áhættu af viðskiptunum og hámarkar ágóðann. Allir vita að markaðsverð er stórhættulegt ef það er ekki í öruggum höndum. KAUPRÉTTARSAMNINGARNIR sem Hreiðar Már og Sigurður eru þarna að prufukeyra eru vitaskuld aðeins tilraunaútgáfa af kvóta- kerfi í fjármálum sem verið er að taka upp til að vernda peninga- stofninn fyrir ofveiði. Í framtíð- inni munu duglegir og réttsýnir aðilar breyta sér í milljarðamær- inga án áhættu og fyrirhafnar með þessum sniðugu kvótasamningum sem forstjórarnir eru að fínslípa núna. Þessi frábæra tilraunastarf- semi hefur staðið í nokkur ár þannig að Hreiðar Már hefur eign- ast 8,2 milljónir hluta í bankanum á frábæru verði og hagnast soldið persónulega sem er auðvitað auka- atriði. Sigurður Einarsson á hins vegar tæplega 9 milljónir hluta og er markaðsvirði þeirra 6,4 millj- arðar króna. KVÓTAKERFI til að eignast pen- inga sýna svo að ekki verður um villst að væl í gamalmennum og öryrkjum út af glötuðu góðæri á engan rétt á sér. Ef fólk hefur áhuga á peningum á það einfald- lega að koma sér upp kvóta í stað þess að dorga eftir peningum í skólum, sjúkrahúsum, sjónum, moldinni eða á vinnustöðum. Þess vegna ræna bankaræningjar banka en ekki barnaheimili. Þar synda peningarnir eins og fiskur í sjónum. Þeim er borgið sem eign- ast peningakvóta. Aðrir mega dorga eftir marhnút af bryggj- unni. Peningakvótinn GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060 VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 BAKÞANKAR Þráins Bertelssonar Í dag er mánudagurinn 11. ágúst, 225. dagur ársins. 5.07 13.33 21.56 4.40 13.18 21.53

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.