Fréttablaðið - 11.08.2008, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 11.08.2008, Blaðsíða 42
26 11. ágúst 2008 MÁNUDAGUR HENRY BIRGIR GUNNARSSON Skrifar frá Peking henry@frettabladid.is Örn komst ekki áfram í 100 metra baksundinu: Stoltið er sært PEKING 2008 Örn Arnarson náði ekki að bæta sjö ára gamalt Íslandsmet sitt í 100 metra bak- sundi í gær eins og hann ætlaði sér. Í raun var hann mjög langt frá því, eða um einni og hálfri sekúndu, og hann komst því ekki áfram og endaði í 35. sæti af 45 keppendum. „Það var ýmislegt jákvætt við þetta sund og fullt neikvætt líka. Þetta var besti tíminn sem ég næ í ár en samt engan veginn nógu gott. Ég hefði viljað fara miklu hraðar,“ sagði Örn svekktur. Hann kom í mark á 56,15 sekúndum en Íslandsmet hans er 54,75. „Ég fæ tækifæri til þess að laga þetta í skriðsundinu en ég get ekki neitað því að stoltið er sært. Ég ætlaði mér mun stærri hluti og svo kemur þessi niðurstaða. Þá er stoltið að sjálfsögðu sært,“ sagði Örn, sem hefur gengið í gegnum miklar hremmingar síðustu mán- uði, meðal annars farið í hjarta- þræðingu og svo misst þjálfar- ann. „Það hjálpaði ekki til en ég vil ekki kenna neinu um.“ - hbg VONBRIGÐI Örn Arnarson gat ekki neitað því að hafa orðið fyrir vonbrigð- um með 100 metra baksundið í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM PEKING 2008 Það var talsvert annar bragur á íslenska landsliðinu í fyrsta leik sínum á ÓL en í fyrstu leikjum síðustu stórmóta. Strák- arnir mættu geysilega vel stemmd- ir til leiks, byrjuðu með látum og létu forystuna aldrei af hendi. Þeir lönduðu verðskulduðum sigri, 33- 31, sem hefði hæglega getað orðið stærri. Fyrri hálfleikur var ákaflega góður hjá liðinu; sóknarleikurinn lifandi og fjölbreyttur og vörnin small fljótlega vel saman. Mark- varslan var aftur á móti engin og það leiddi til þess að Ísland var aðeins þrem mörkum yfir í leik- hléi, 19-16. Ísland náði fljótt fimm marka forystu í síðari hálfleik, 21-16, en missti forskotið niður eins og oft áður. Björgvin var þá byrjaður að verja vel. Í stöðunni 22-21 virtust íslensku strákarnir ætla að brotna undan ágangi rússneska bjarnar- ins en þeir stóðu af sér slaginn og sigldu fram úr á nýjan leik. Náðu mest sjö marka forskoti, 31-24. Rússar klóruðu í bakkann en það var of seint og of lítið. „Ég var mjög meðvitaður um að ég væri kominn á Ólympíuleika. Fyrsti leikurinn minn á ÓL, fyrstu mínúturnar, fyrsta markið og svo framvegis. Ég ætlaði ekki að eiga slæmar minningar um minn fyrsta leik á ÓL,“ sagði Alexander Pet- ersson brosmildur en hann fór hreint hamförum í leiknum. Skor- aði frábær og mikilvæg mörk, stóð vaktina í vörninni vel, stal boltum og fiskaði vítakast svo eitt- hvað sé nefnt. Hann gerði allt í þessum leik og var frábær. Alex er fæddur og uppalinn í Lettlandi og hann var því að mæta sínum gömlu nágrönnum. Þeir voru ekki kátir með stórleik hans og brutu á stundum mjög gróflega á honum og sluppu ótrúlega vel. „Ég sagði hæ við þá á rússnesku fyrir leik og þeir vita að ég er frá Lettlandi. Kannski voru þeir að reyna að meiða mig en ég vona ekki. Ég get ekki neitað því að það er mjög sérstakt og ánægjulegt fyrir mig að spila vel gegn Rúss- um. Þetta er risaþjóð og ákaflega gaman að vinna þá,“ sagði Alex. Snorri Steinn Guðjónsson átti einnig sannkallaðan stórleik. Skor- aði níu mörk í fyrri hálfleik og öll tólf skot hans fóru í mark Rúss- anna. „Það var ekki bara ég heldur allt liðið sem var vel stemmt og rétt innstillt,“ sagði Snorri Steinn hóg- vær í leikslok. „Fyrsti leikur er mikilvægur og ákaflega gott að setja tóninn. Sigur í fyrsta leik léttir líka lundina og gerir fram- haldið aðeins auðveldara.“ Alex og Snorri rotuðu Rússana Strákarnir okkar fengu flugstart á Ólympíuleikunum er þeir lögðu bronslið Rússa frá síðustu leikum í Aþenu, 33-31, í fyrsta leik sínum. Alexander Petersson og Snorri Steinn Guðjónsson fóru á kostum í íslenska liðinu. Alexander fékk sér í lagi óblíðar móttökur frá leikmönnum rússneska liðsins en lét það lítið á sig fá. FRÁBÆR Snorri Steinn Guðjónsson átti stórleik fyrir íslenska liðið í gær og skor- aði tólf mörk, þar af sex úr vítum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Ólympíuleikarnir í Peking Ísland-Rússland 33-31 (19-16) Mörk Íslands (skot): Snorri Steinn Guðjónsson 12/6 (12/6), Alexander Petersson 6 (10), Arnór Atlason 6 (13), Sturla Ásgeirsson 3 (4), Ólafur Stefánsson 3 (8/1), Róbert Gunnarsson 2 (4), Ásgeir Örn Hallgrímsson 1 (1). Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 12 (34/5) 35%, Hreiðar Levý Guðmundsson (8/2). Hraðaupphlaup: 5 (Alexander 2, Arnór 2, Ásgeir). Fiskuð víti: 7 (Róbert 3, Ólafur, Arnór, Snorri, Alexander). Utan vallar: 6 mínútur. Mörk Rússa: Konstantin Igropulo 9, Alexander Tsjernoivanov 5, Eduard Koksharov 4, Alexej Rastvortsev 4, Egor Evdokimov 2, Alexej Kam- anin 2, Dmitrí Kovalev 2, Timur Dibirov 1, Denis Krivoshljkov 1, Vasilí Filippov 1. Varin skot: Oleg Grams 16, Alexej Kostygov 2. Hraðaupphlaup: 8 Utan vallar: 12 mínútur. ÚRSLIT PEKING 2008 Erla Dögg Haralds- dóttir fann sig engan veginn í 100 metra bringusundinu í Peking í gær. Hún kom í mark á 1:11,78 mínútum sem er rúmri sekúndu frá Íslandsmeti hennar. Hún hafn- aði í 40. sæti af 49 keppendum og var þar að leiðandi fjarri því að komast áfram. „Ég er alls ekki nógu ánægð með þetta. Ég veit ekki alveg hvað var að í dag. Ég bara fann ekki flæðið og hef ekki verið að finna það síðan ég kom hingað. Af hverju veit ég ekki,“ sagði Erla Dögg, hundsvekkt skömmu eftir sundið, en hún keppir í 200 metra fjór- sundi í dag. „Ég ríf mig upp fyrir það og reyni að gera betur. Ég ætla mér að vera tilbúin en vonandi truflar þessi frammistaða mig ekki neitt,“ sagði Erla og var rokin. Erla Dögg á einnig Íslandsmetið í 200 metra fjórsundi, 2:18,74, sem hún setti í Laugardalslaug í byrj- un apríl á þessu ári. - hbg Erla Dögg var vonsvikin með dapurt sund hjá sér: Veit ekki hvað var að ÁKVEÐIN Í AÐ GERA BETUR Erla Dögg var ekki ánægð með frammistöðu sína í 100 metra bringusundi í gær en er ákveðin í að gera betur í 200 metra fjórsundi í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM PEKING 2008 „Það er gríðarlega mikilvægt að byrja vel. Ég hafði góða tilfinningu fyrir þessum leik og það gekk eftir,“ sagði Guð- mundur Guðmundsson landsliðs- þjálfari kátur í leikslok. „Það sem er líka ánægjulegt er að varnarleikurinn var mjög góður fyrir utan kannski fyrstu tíu mínútur leiksins. Sóknarleik- urinn var allan tímann mjög fjölbreyttur. Auðvitað var smá hökt á köflum en það gerist stundum,“ sagði Guðmundur en góð byrjun hefur ekki verið aðalsmerki íslenska liðsins á síðustu stórmótum. „Ég sagði við strákana að fara á völlinn og njóta sín. Þeir hafa lagt mikið á sig og þeir tóku mig á orðinu. Framhaldið verður mjög erfitt en við mætum grimmir til leiks gegn Þjóðverjum.“ - hbg Guðmundur Guðmundsson: Strákarnir tóku mig á orðinu ÁNÆGÐUR Guðmundur var sáttur með bæði vörn og sókn íslenska liðsins. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM PEKING 2008 Guðjón Valur Sigurðsson lék ekkert með gegn Rússum vegna meiðsla á ökkla sem hann hlaut á æfingu. Sturla Ásgeirsson leysti hann af hólmi og stóð sig mjög vel. Guðjón fékk því nauðsynlega hvíld og vonandi verður hann klár í næsta leik. Aðspurður um stöðu mála sagði Guðjón: „Ég veit það ekki. Við sjáum bara til,“ sagði Guðjón og brosti í kampinn. - hbg Meiðsli Guðjóns Vals: Enn óvissa FÓTBOLTI Keppnistímabilið hjá liðum í ensku úrvalsdeildinni mallaði rólega af stað í gær með hinum árlega leik um Samfélags- skjöldinn þar sem Manchester United vann Portsmouth, 3-1, eftir vítaspyrnukeppni. Staðan var markalaus eftir venjulegan leiktíma og lítið um opin færi en Eng- landsmeistar- ar United voru þó sterkari aðilinn. Hermann Hreiðarsson var í byrjunar- liði Portsmouth en var skipt út af í síðari hálfleik. - óþ Samfélagsskjöldurinn: United vann SIGURREIFUR Landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson hafði ástæðu til þess að fagna í gær þegar Ísland vann Rússland. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.