Fréttablaðið - 11.08.2008, Síða 12
12 11. ágúst 2008 MÁNUDAGUR
nær og fjær
„ORÐRÉTT“
Vel yfir tvö hundruð manns
sóttu fertugustu norrænu
vinnuvistfræðiráðstefnuna
sem haldin var í Reykjavík
um helgina. David C. Caple,
forseti alþjóðasamtakanna
var gestur þingsins og
ræddi hvernig rannsóknir
vinnuvistfræðinga hafa
áhrif á ólíka þætti daglega
lífsins.
„Vinnuvistfræðingar leita leiða
til að stuðla að sem bestri líðan
fólks og ná fram betri árangri
starfseininga,“ segir Caple.
Vísindagreinin vinnuvistfræði
þróaðist upp úr síðari heims-
styrjöldinni og sameinaði þekk-
ingu úr verkfræði, læknisfræði
og sálfræði að sögn Caple.
„Þá voru menn til dæmis að
leysa vandamál flugmanna sem
unnu undir miklu álagi í stríðinu,
jafnvel að nóttu til í klefum sem
ekki voru sniðnir að þörfum
þeirra,“ segir Caple.
„Nú fimmtíu árum síðar kemur
vinnuvistfræðin inn á öll svið
lífsins og þema ráðstefnunnar
um helgina - vinnuvistfræði er
lífsstíll - endurspeglar það.“
Gagnsemi vinnuvistfræði ein-
skorðast nefnilega ekki við
vinnustaðinn að sögn Caple, held-
ur kemur inn á margvísleg hús-
verk, við framleiðslu búnaðar til
íþróttaiðkunar og margskonar
vöruþróun.
Caple segir fundinn á Íslandi
sögulegan fyrir margra hluta
sakir. Samtökin eigi fimmtíu ára
afmæli og nýju áhugaverðu verk-
efni verði ýtt úr vör.
„Við munum kynna sérstakt
ferli sem við höfum þróað fyrir
framleiðendur sem ætla að hanna
vinnuvistfræðilegar vörur,“
segir Caple. „Við höfum þegar
gert umfangsmiklar prófanir á
þessu ferli með stórfyrirtækjum
í Evrópu á borð við IKEA og
mörg framsækin fyrirtæki eru
farin að notast við það.“
Tækni til að mynda líkamann
nákvæmlega í þrívídd er einnig í
þróun og gæti til að mynda nýst
fatahönnuðum að sögn Caple.
Verkefnið verður rætt á ráð-
stefnunni um helgina og væntan-
lega hleypt af stokkunum á ráð-
stefnu samtakanna í Kína á
næsta ári.
helgat@frettabladid.is
„Ég held að það sé skynsamlegt
og lógískt að meta raforkufram-
leiðsluna og álverið sameiginlega
í umhverfismati af því að þetta er
svo háð hvort öðru. Ekki síst eftir
að Alcoa kom með beiðni um að
vera með stærra álver. Maður á
rétt á því, sem íbúi í þessu landi,
að vita hvar Alcoa og Landsvirkjun
ætla að ná í orkuna fyrir svona
stórt álver,“ segir Hrafnkell Orri
Egilsson sellóleikari. „Það er skyn-
samlegt að vita hvaðan orkan er
fengin áður en farið er af stað með
framkvæmdir. Þá getur almenning-
ur fengið að vita hvaða forsendur
liggja að baki varðandi orkuöflun.
Strategían hjá álverunum er að
byrja smátt. Svo kemur oft þrýst-
ingur um að stækka. Það var farið
aðeins út í þetta í Draumalandinu
eftir Andra Snæ. Það er skynsam-
legt að vita nákvæmlega hver
staðan er fyrirfram. Annars gætu
þeir byrjað með lítið álver sem fær
orku frá Þeistareykjum en komið
svo eftir þrjú ár og sagt að það
sé ekki arðbært nema það væri
stækkað. Þá gæti komið í ljós að
eina tiltæka orkan væri fengin með
því að virkja Dettifoss.“
SJÓNARHÓLL
HEILDSTÆTT UMHVERFISMAT Á BAKKA
Mikilvægt að þekkja
allar forsendur
HRAFNKELL ORRI EGILSSON
SELLÓLEIKARI.
Einblínir ekki á vinnu-
staðinn heldur allt lífið
DAVID CAPLE Forseti alþjóðasamtaka vinnuvistfræðinga sækir ráðstefnu í Reykjavík
um helgina. Vinnuvistfræðingar láta til sín taka á ýmsum sviðum, allt frá því hvernig
best er að kenna öldruðum nýja hluti í að leysa líkamleg vandamál sem upp koma
hjá geimförum. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
■ Sumir þeirra
sem setja sig á
móti samkyn-
hneigð segja
hana ónáttúru-
lega. Þetta er
ekki alls kostar
rétt. Fjöldi dýra í
dýraríkinu sýna
samkynhneigða hegðun.
Svartir karlsvanir eiga það
til að para sig saman, reka
kvenfuglinn af eggjunum og
ala ungana upp tveir. Fílar sýna
öðrum fílum af sama kyni atlot
og það sama má segja um kon-
ung dýranna, ljónið.
Heimlid: Wikipedia.
SAMKYN-
HNEIGÐ:
FINNST Í DÝRARÍKINU
„Ég er nú í Reykjavík og vinn á áskriftardeild
365,“ segir Júlíus Brjánsson, leikari og skemmti-
kraftur, aðspurður hvað sé að frétta.
„Ég er búinn að vinna þar í nokkra mánuði
og líkar vel. Þetta er góður vinnustaður
og skemmtilegt samstarfsfólk. Það var
hins vegar dálítið átak að koma sér í
níu til fimm-formið sem ég hef ekki
gert mjög lengi. Síðan er ég að
leika í hjáverkum og er svolítið í
hestunum í enn öðrum hjáverk-
um. Það eru alltaf einhver verkefni
á listanum,“ segir Júlíus og segir
nokkur hliðarverkefni í sjónvarpinu
og leikhúsunum vera fram undan.
„Maður veit síðan aldrei hvað morg-
undagurinn ber í skauti sér.“
Júlíus hefur ekki talað inn á
teiknimyndir í tvö til þrjú ár,
sem hann gerði eftirminnilega í mörg ár. „Ég
gerði það í fimmtán ár og það var kominn tími
til að taka sér frí frá því. Hins vegar er verið að
sýna marga þætti enn þá sem ég
talaði inn á fyrir nokkrum árum. Ég
get gert margt annað en að leika,
finnst það ekki vera upphaf og
endir alls þó ég geri það ekki. Vil
hafa tækifæri til þess að velja.“
Spurður um hvort hann grípi oft
í kaffibrúsana ásamt Gísla segir
Júlíus: „Við klæðum okkur oft í
búningana þegar tækifæri gefst. Ef
einhver biður okkur um að skemmta
þá hugleiðum við það. Eftir að Gísli
flutti til útlanda þá varð erfiðara að
gera þetta, en við gerum þetta
stundum,“ segir Júlíus.
HVAÐ ER AÐ FRÉTTA: JÚLÍUS BRJÁNSSON, LEIKARI OG SKEMMTIKRAFTUR
Hestamaður sem leikur í hjáverkum
Þrjátíu eða hundrað
þúsund?
„Annað hvort kann lögreglan
ekki að telja eða það er
viljandi talið vitlaust.“
HEIMIR MÁR PÉTURSSON, FRAM-
KVÆMDASTJÓRI HINSEGIN DAGA
Fréttablaðið 10. ágúst
Tómur sparibaukur
„Áður var ég efnaður, en
nú er ég nokkurn veginn á
floti.“
BUBBI MORTHENS
Morgunblaðið 10. ágúst
Auglýsingasími
– Mest lesið
Vandamál þungaðra kvenna sem
sinna störfum sem krefjast einhæfr-
ar hreyfingar og fá að auki slæma
næringu eru til marks um hindranir
sem vinnuvistfræðingar takast á við
í þróunarlöndunum.
Alþjóðasamtök vinnuvistfræðinga
halda úti landbúnaðarverkefnum í
Malasíu og á Indlandi. Þar er safnað
saman niðurstöðum rannsókna og
þekkingu deilt sem miðar að því að
bæta aðstæður fólksins.
Hugmyndasmiðja vinnuvistfræð-
inga um aðstæður námuverkafólks
í Botswana hefur verið stofnuð.
Námuverkefni hefst að auki í Chile
í október.
VINNUVISTFRÆÐI Í ÞRÓUNARLÖNDUNUM
Kammertónleikar verða haldnir í
Salnum í Kópavogi í kvöld en tón-
leikarnir eru hluti af tónleikaröð
Tónlistarhátíðar unga fólksins og
hefjast þeir klukkan 20. Meðal
flytjenda á tónleikunum í kvöld
eru Stefán Ragnar Höskuldsson
sólóflautuleikari og Gerður Gunn-
arsdóttir, konsertmeistari Óperu-
hljómsveitarinnar í Köln. „Stefán
og Gerður frábærir listamenn og
eru mjög fær á sínu sviði. Það er
mikill heiður að fá þau hingað til
lands,“ segir Helgi Jónsson tón-
listarfræðingur. Tónleikahátíðin
er að erlendri fyrirmynd og er
markmið hennar að skapa vett-
vang þar sem tónlistarnemendur
geta komið saman og lært af
reyndari listamönnum. Einvala lið
hljóðfæraleikara mun deila
reynslu sinni og kunnáttu með
nemendum. Kennarahópurinn
samanstendur af listamönnum
sem starfa hér heima auk Íslend-
inga sem búsettir eru erlendis og
starfa þar. Auk þess munu fimm
erlendir kennarar koma sérstak-
lega til þess að kenna á hátíðinni.
Alls verða haldnir sjö tónleikar á
meðan á hátíðinni stendur og eru
tónleikarnir í kvöld þeir þriðju
sem haldnir verða. - sm
Tónlistarhátíð unga fólksins haldin í fyrsta sinn:
Einvala lið hljóðfæraleikara
deilir reynslu sinni í Salnum
LEIKA SAMAN Stefán Höskuldsson og
unnusta hans, Natalie Pilla, leika á
tónleikunum í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR