Fréttablaðið - 11.08.2008, Qupperneq 10
10 11. ágúst 2008 MÁNUDAGUR
SVISS, AP Stærsta vél sem smíðuð hefur verið
til þess að rannsaka smæstu agnir heimsins
verður gangsett í næsta mánuði í CERN-
rannsóknarstöðinni í Sviss.
Þann 10. september verður fyrstu öreindun-
um skotið af stað inn í hraðal, sem er 27
kílómetra langt hringlaga rör djúpt í jörðinni
undir landamærum Frakklands og Sviss.
Þegar öreindastraumurinn verður stöðugur í
báðar áttir, sem væntanlega ætti að nást síðar
á þessu ári, þá er meiningin að búa til fyrsta
áreksturinn.
Smám saman á að auka afl vélanna og fyrir
árslok er búist við að áður óþekktum orku-
hæðum verði náð. Fullum krafti nær búnaður-
inn þó ekki fyrr en árið 2010.
Á nokkrum stöðum meðfram hringlaga
hraðalnum eru rými, sem hvert um sig er á
stærð við dómkirkju. og þar eru stórir nemar
sem eiga að greina öreindaregnið sem
myndast við árekstrana.
Vísindamenn vonast eftir nýjum upplýsing-
um um hegðun öreindanna og þeirra krafta
sem þær lúta. Jafnvel er vonast til þess að
menn komist nær því að skilja hvernig
heimurinn varð til.
CERN er samevrópsk rannsóknarstöð í
öreindafræðum. Nýi hraðallinn kostar um 320
milljarða króna og hefur verið í smíðum síðan
2003. - gb
Stærsti öreindahraðall heims sem tók fimm ár í smíiðum tilbúinn til notkunar í Sviss:
Árekstrar öreinda skoðaðir í risavél
FIMM ÁR Í SMÍÐUM Nýi öreindahraðallinn í CERN á að
gera vísindamönnum kleift að afhjúpa nokkur torveld-
ustu leyndarmál alheimsins. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
STANGVEIÐI Þrátt fyrir að Blöndu-
lón hafa farið á yfirfall í síðustu
viku og áin því lítt veiðanleg eru
enn seld veiðileyfi í ánna.
„Blanda var alltaf svona í gamla
daga og þá var veitt. Nú eru það
gamlir og vanir laxveiðimenn sem
veiða - þótt veiðin sé ekki fínleg,
aðallega maðkaveiði og spún-
veiði,“ segir Stefán Sigurðsson hjá
Lax-á, leigutaka Blöndu.
Stefán segir verð á veiðileyfum
í Blöndu snarlækka í byrjun ágúst.
„Ef menn hafa keypt þessi ódýru
leyfi og áin er svo ekki komin á
yfirfall þá eru þeir auðvitað
heppnir,“ segir Stefán og upplýsir
að um eitt þúsund laxar séu komn-
ir úr Blöndu það sem af er sumri.
„Það eru ennþá hörkugöngur og
sorglegt að áin sé farin á yfirfall
því það væri hægt að veiða helm-
ingi meira ef áin væri hrein. En
svo er líka spurning hvenær byrj-
ar að kólna því þá minnkar rennsl-
ið og áin verður veiðanlegri þótt
hún verði ekki eins hrein aftur.“
Mikil hlýindi hafa verið í sumar
en Guðmundur Björnsson hjá
Landsvirkjun segir þó vatnsbú-
skap í miðlunarlónum fyrir virkj-
anir fyrirtækisins vera í meðal-
lagi. „Í venjulegu árferði fer
Blanda á yfirfall um eða eftir
verslunarmannahelgina svo það
er alveg innan skekkjumarka að
hún hafi farið á yfirfall á þessum
tíma,“ segir Guðmundur.
Að sögn Jónasar Sigurgeirssonar
hjá Blönduvirkjun var lónið um
það bil að fyllast í byrjun ágúst í
fyrra þegar taflið snerist skyndi-
lega. „Þá kólnaði og það lækkaði
aftur í lóninu. Það var síðan ekki
fyrr en 4. september að það fór á
yfirfall. Sem var auðvitað gott
fyrir laxveiðimennina,“ segir
Jónas.
Guðmundur segir að nú vanti
aðeins fjóra metra upp á að Háls-
lón Kárahnjúkavirkjunar fyllist.
„Við sendum frá okkur tilkynn-
ingu um þetta með aðvörun á
næstu dögum,“ segir hann.
Þröstur Elliðason hjá Strengj-
um, sem selja veiðileyfi á vatna-
svæði Jökulsár á Dal, segir veiðar
lítið hafa verið reyndar í efri hluta
árinnar það sem af sé.
„Yfirfallið kemur kannski um
10. ágúst og við ætlum að reyna
dálítið þangað til. Þá má ekki
gleyma því að rennslið gæti
minnkað þannig að yfirfallið hætti
og áin orðið veiðanleg í septemb-
er,“ segir Þröstur Elliðason.
gar@frettabladid.is
Blanda á yfir-
falli en veiði
stunduð áfram
Miðlunarlón Blönduvirkjunar fór á yfirfall í síðustu
viku. Leigutaki Blöndu segir reynda veiðimenn ráða
við slíkar aðstæður og selur áfram leyfi í ána.
BLÖNDULÓN Yfirfall varð ekki í Blöndulóni fyrr en 4. september í fyrra en hófst 1.
ágúst í ár. Myndin er tekin í fyrrahaust. MYND/JÓNAS SIGURGEIRSSON
LÖGREGLUMÁL „Það sparar mér
mikla fjármuni að það verði ekki
fullt tungl á menningarnótt,“ segir
Geir Jón Þórisson, yfirlögreglu-
þjónn á höfuðborgarsvæðinu.
Hann segist lengi hafa haldið því
fram að meira álag sé hjá lögregl-
unni þegar tunglið er fullt og því
hafi hann fjölmennari vaktir þær
helgar þegar svo ber undir.
„Þetta sést til dæmis á því að í
fyrra var menningarnótt ekki á
slíkum degi og þá fór hún sérlega
vel fram en árið þar áður var hún
þegar það var fullt tungl og þá
höfðum við í nógu að snúast.“
Þetta kemur heim og saman við
reynslu starfsfólks hjá Neyðarlín-
unni. „Reyndari menn hér segja
að álagið sé meira þegar það er
fullt tungl,“ segir Dagný Halldórs-
dóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri
Neyðarlínunnar. „Þó höfum við
engan sérstakan viðbúnað til að
mæta þessu, við bara höfum þetta
í huga.“
„Við látum gang himintungla
ekki hafa nein áhrif á vaktaskip-
anina hér,“ segir Daníel Guðjóns-
son, yfirlögregluþjónn á Akureyri.
„En við höfum hreinlega ekkert
velt þessum tengslum fyrir okkur,
það kann að vera að eitthvað sé til
í þessu.“
Fullt tungl verður næst 16. ágúst
sem er laugardagur svo væntan-
lega verður lögreglan í Reykjavík
vel mönnuð það kvöldið. - jse
Gangur himintungla hefur áhrif á störf lögreglunnar:
Mun meira álag
undir fullu tungliLÖGREGLUMÁL Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu veitti sextán ára ökumanni fjórhjóls eftirför í
Hafnarfirði um kaffileytið í gær.
Ökumaðurinn keyrði ásamt
farþega eftir Strandgötu og
mældist á 101 kílómetra hraða, þar
sem leyfilegur hámarkshraði er 50
kílómetrar. Lögreglan veitti
ökuþórnum eftirför en missti
sjónar af honum þegar hann
beygði inn á göngustíg.
Farþegi fjórhjólsins fannst þó
þar sem hann lá slasaður eftir að
hafa dottið af farartækinu.
Farþeginn er að sögn lögreglu
ekki illa slasaður og beið þess að
fara í yfirheyrslu í gær eftir að
hlúð hafði verið að sárum hans á
slysadeild. Vitni urðu að slysinu og
náðist ökumaður farartækisins
stuttu seinna. Málið telst upplýst.
- sm
Glæfraakstur á fjórhjóli:
Farþegi hjólsins
lá eftir slasaður
Blanda var alltaf svona
í gamla daga og þá var
veitt. Nú eru það gamlir og vanir
laxveiðimenn sem veiða - þótt
veiðin sé ekki fínleg, aðallega
maðkaveiði og spúnveiði.
STEFÁN SIGURÐSSON
HJÁ LAX-Á, LEIGUTAKA BLÖNDU.
GULLVERÐLAUNAHAFAR Dýfinga-
konurnar Guo Jingjing og Wu Minxia
unnu gullverðlaun í keppni af þriggja
metra palli á Ólympíuleikunum í Kína
í gær.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP