Fréttablaðið - 11.08.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 11.08.2008, Blaðsíða 8
 TASKI swingo XP TASKI swingo 3500 B TASKI swingo 1250 B TASKI swingo 750 B Engin útborgun, engin fjárbinding, aðeins mánaðarlegar greiðslur. TASKI Swingo 1250 B Leitið nánari upplýsinga hjá sölumönnum og ráðgjöfum RV TASKI swingo gólfþvottavélar Einfaldar í notkun - liprar og leika í höndunum á þér Bjarnþór Þorláksson, bílstjóri hjá RV RV U N IQ U E 02 08 01 Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665 sala@rv.is • www.rv.is Gólfþvottavélar á rekstrarleigu 8 11. ágúst 2008 MÁNUDAGUR Þessir fyrstu dagar í Peking hafa verið ákaflega skemmtilegir. Kínverjarnir virðast hafa hugsað fyrir öllu. Jaa, nánast. Það fór nefnilega allt til fjandans þegar George Bush keyrði niður á Ólympíusvæðið. Bílalestin sem fylgdi honum taldi hátt í fimmtíu bíla og var öll umferð stöðvuð á meðan og það í drjúgan tíma. Þar á meðal rútur blaðamanna sem fyrir vikið komust ekki á áfangastað í tíma. Sumir hverjir misstu það algjörlega og kröfð- ust þess að bílstjórarnir keyrðu þá nýjar leiðir ella myndu þeir hljóta verra af. Engar líkams- árásarkærur hafa enn verið lagð- ar inn. Annars eru rúturnar sem blaða- menn eru fluttir um í hálfgert drasl. Komast ekki yfir 50 og virðast vera með vél sem væri helst boðleg í vespur. Svo sem í lagi á styttri leiðum en verður hálfneyðarlegt á hraðbrautunum enda flauta aðrir bílar ótt og títt á rúturnar hægu sem hanga í svona 40 kílómetra hraða í litlum halla. Spurning hvort rúturnar lifi af þessar vikur sem leikarnir standa yfir? Bush heftir för blaðamanna FLÓTTAMENN Undirbúningur stend- ur nú sem hæst fyrir komu 29 flóttamanna til Akraness. Fólkið er væntanlegt í byrjun september og nú hefur tekist að útvega íbúðir fyrir allt fólkið. „Hér stendur allur undirbún- ingur sem hæst. Við vorum að klára samninga um íbúðir og erum að vinna í því að útvega tengiliði innan samfélagsins,“ segir Linda Björk Guðrúnardóttir, verkefnis- stjóri hjá Akranesbæ. Bæjarfé- lagið leigir íbúðirnar til eins árs, en það er sá tími sem verkefnið sjálft stendur yfir. Að því loknu á aðlögun fólksins að samfélaginu að vera lokið. Í þeirri aðlögun flest ýmiss konar fræðslustarf. „Við erum að ganga frá samningum um íslensku- og samfélagsfræðikennslu þessa dagana. Ekki er alveg komið á hreint hvernig henni verður hátt- að,“ segir Linda. Í samfélagsfræðikennslu felst meðal annars starfsþjálfun og vinna í framhaldi af því. Hvenær og í hvaða formi hún verður mun ráðast af aðstæðum hvers og eins þegar þar að kemur. Anna Lára Steindal, fram- kvæmdastjóri Akranesdeildar Rauða krossins, segir fjölda fólks hafa boðið fram aðstoð sína. Búið sé að safna gríðarlega miklu magni af húsgögnum, búsáhöldum og fötum og nú liggi fyrir að gera íbúðirnar að heimili fyrir fólkið. „Þetta hefur gengið mjög vel og við höfum alls staðar mætt vel- vild. Við erum að koma upp stuðn- ingsfjölskyldukerfi, en hver fjöl- skylda mun hafa tvær til þrjár stuðningsfjölskyldur. Þá hefur fjöldi fólks haft samband og boðið fram aðstoð sína, í stóru jafnt sem smáu. Við hittum engan sem hall- mælir verkefninu,“ segir Anna Lára. Hún segir að íbúðirnar fáist afhentar um miðjan ágúst og þá sé þörf á vinnufúsum höndum til að búa þær sem best. Þegar líður að komu flóttafólksins stendur Rauði krossinn fyrir námskeiði fyrir stuðningsfjölskyldurnar. Flóttafólkið sem væntanlegt er á Akranes hefst við í Al Waleed- flóttamannabúðunum á landa- mærum Íraks og Sýrlands. Þau eru frá Palestínu, en hafa mörg hver dvalið í búðunum, við skelfi- legar aðstæður, í nokkur ár. Í búðunum er bágborin hrein- lætis- og hjúkrunarþjónusta, enda 400 kílómetrar á næstu sjúkra- stofnun. kolbeinn@frettabladid.is Flóttafólk á Skaga komið með íbúðir Óðum styttist í komu 29 flóttamanna til Akraness. Undirbúningur stendur sem hæst og nú hefur allt flóttafólkið fengið íbúðir. Verið er að koma þeim í stand. AKRANES Undirbúningur undir komu flóttafólks í bæinn gengur vel og hefur fjöldi sjálfboðaliða gefið kost á sér. MYND/SVIPMYND LINDA BJÖRK GUÐRÚNARDÓTTIR 1 Frá hvaða skóla voru nem- endur útskrifaðir í fyrsta sinn á laugardag? 2 Hversu mikið af sjávarfangi var í boði á Fiskideginum mikla á Dalvík? 3 Hvaða listamaður óskaði eftir líkum í auglýsingu á dögunum? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 30 MENNTAMÁL Stefnt er að því að Listmennta- skóli Íslands taki til starfa haustið 2010. Skýrsla Viðskiptaráðs um væntanlegan Listmenntaskóla er nú til meðhöndlunar hjá menntamálaráðuneytinu. Svar á að berast frá ráðuneytinu með haustinu að sögn Sölva Sveinssonar, verkefnisstjóra hjá Viðskiptaráði Íslands. „Allar listgreinar verða kenndar í skólan- um. Tónlistarskólinn í Reykjavík og Myndlist- arskólinn í Reykjavík munu leggjast af í núverandi mynd og taka upp starfsemi í nýja Listmenntaskólanum,“ segir Sölvi. Sölvi segir að gert sé ráð fyrir að nemendur skólans taki kjarnaeiningar í íslensku, stærðfræði og ensku en jafnframt sé stefnt að sem frjálsustu vali nemenda á námsleiðum. Hægt verði að velja fög milli brauta og nemendum úr öðrum skólum gefist sömuleiðis tækifæri til að stunda hluta náms í List- menntaskólanum. „Það er alls staðar mikill stuðningur við hugmyndina. Nemendur sjá sér hag í því að stunda nám á einum og sama staðnum,“ segir Sölvi. Stefnt er að því að skólinn verði rekinn af hlutafélagi með aðild Viðskiptaráðs og fleiri aðila í núverandi húsnæði Háskólans í Reykjavík. Nemendur í fullu námi yrðu um 850 og skólagjöld helmingi lægri en gerist í tónlistar- og myndlistarskól- um höfuðborgarsvæðisins að sögn Sölva. - vsp Skýrsla Viðskiptaráðs vegna Listmenntaskóla er til meðhöndlunar: Listmenntaskóli í burðarliðnum HÁSKÓLINN Í REYKJAVÍK flytur í Vatnsmýrina og List- menntaskólinn kemur í staðinn. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL. SÖLVI SVEINSSON HENRY BIRGIR GUNNARSSON bloggar frá Ólympíu- leikunum í Peking VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.