Fréttablaðið - 15.08.2008, Page 23

Fréttablaðið - 15.08.2008, Page 23
HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA HELGIN VINNUVÉLAR O.FL. Sigurður Frosti, matreiðslumaður á Humar- húsinu, gefur gómsæta uppskrift að humri með seljurót og hollandaise-sósu. Sigurður Frosti Baldvinsson, matreiðslumaður á Humarhúsinu, hefur í nógu að snúast þessa dagana. Blaðamaður náði tali af honum milli rétta og fékk upp- skrift að einum af matseðlinum. „Rétturinn heitir Humar og seljurót og getur bæði verið forréttur eða aðalréttur,“ segir Sigurður en uppskriftin skiptist í þrennt; seljurótarmauk, hollandaisesósu og steiktan humar. „Byrjað er á því að afhýða seljurótina og skera hana í teninga. Þá er hún soðin í g-mjólk þar til hún er orðin meyr og fín, síðan sigtuð frá og maukuð í mat- vinnsluvél. Rjóma er bætt við maukið og saltað og piprað eftir smekk,“ segir Sigurður og lýsir svo hol- landaisesósunni. „Þeytt er saman einni eggjarauðu og örlitlu ediki þar til blandan er orðin ljós og létt. 100 grömmum af bræddu smjöri er hellt út í í mjórri bunu og þeytt áfram þar til eggið og smjörið binst saman. Kryddað er til með salti, pipar og limesafa og söxuð- um kóríander blandað saman við. Að lokum er humar- inn snöggsteiktur á vel heitri pönnu og kryddaður með örlítilli hvítlauksolíu og salti. Seljurótarmaukið er sett í djúpan disk, humrinum raðað ofan á og örlítilli sósu hellt yfir.“ Lesendur geta þreytt sig á þessari gómsætu upp- skrift sem Sigurður segir að sé ekki svo flókin. Blaða- manni leikur forvitni á að vita hvort eldamennskan sé jafn metnaðarfull þegar heim er komið, en Sigurður á tvö börn með konu sinni. „Ég elda bara eitthvað ofboðs- lega auðvelt, eitthvað sem fjölskyldan getur borðað. Ég panta mér þó aldrei mat.“ mariathora@frettabladid.is Pantar sér aldrei mat Sigurður eldaði humar með seljurót en rétturinn getur bæði verið for- og aðalréttur. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR KÁTT Í KÚREKABÆ Kántrýdagar verða haldnir um helgina á Skagaströnd. Dagskráin er fjölbreytt og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi, sýningar eða námskeið. HELGIN 3 ÞJÓÐLEGT Í SVEITINNI Veitingastaðurinn að Hrauns- nefi liggur við þjóðveginn, um þrjá og hálfan kíló- metra frá Bifröst. Matseð- illinn er bæði fjölbreyttur og þjóðlegur en á honum er meðal annars grjónagrautur. MATUR 2 Veitingahúsið Perlan - Sími 562 0200 - Fax 562 0207 Netfang perlan@perlan.is - Heimasíða www.perlan.is H rin gb ro t Ódýrt og gott í hádeginu Í kaffiteríunni Perlunnar er hægt að fá alls kyns góðgæti á frábæru verði: Fylltar pönnukökur (crépes), samlokur, pizzur, súpubar, nýbökuð brauð og gómsætan salatbar. Eins er hægt að fá heimatilbúinn ítalskan ís, alls kyns ísrétti, kökur og tertur. Nýlega bættust svo belgískar vöfflur á matseðilinn (láttu það eftir þér – þær eru algerlega þess virði). Við Perluna eru næg ókeypis bílastæði. 4ra rétta tilboð á veitingastað Perlunnar Léttreyktur lax með granateplum og wasabi-sósu Rjómalöguð humarsúpa með grilluðum humarhölum Lambahryggur með lambaskanka og rósmarínsósu Banana- og súkkulaðifrauð með vanillusósu Verð: 6.490 kr. Gjafabréf PerlunnarGóð tækifærisgjöf!

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.