Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.08.2008, Qupperneq 23

Fréttablaðið - 15.08.2008, Qupperneq 23
HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA HELGIN VINNUVÉLAR O.FL. Sigurður Frosti, matreiðslumaður á Humar- húsinu, gefur gómsæta uppskrift að humri með seljurót og hollandaise-sósu. Sigurður Frosti Baldvinsson, matreiðslumaður á Humarhúsinu, hefur í nógu að snúast þessa dagana. Blaðamaður náði tali af honum milli rétta og fékk upp- skrift að einum af matseðlinum. „Rétturinn heitir Humar og seljurót og getur bæði verið forréttur eða aðalréttur,“ segir Sigurður en uppskriftin skiptist í þrennt; seljurótarmauk, hollandaisesósu og steiktan humar. „Byrjað er á því að afhýða seljurótina og skera hana í teninga. Þá er hún soðin í g-mjólk þar til hún er orðin meyr og fín, síðan sigtuð frá og maukuð í mat- vinnsluvél. Rjóma er bætt við maukið og saltað og piprað eftir smekk,“ segir Sigurður og lýsir svo hol- landaisesósunni. „Þeytt er saman einni eggjarauðu og örlitlu ediki þar til blandan er orðin ljós og létt. 100 grömmum af bræddu smjöri er hellt út í í mjórri bunu og þeytt áfram þar til eggið og smjörið binst saman. Kryddað er til með salti, pipar og limesafa og söxuð- um kóríander blandað saman við. Að lokum er humar- inn snöggsteiktur á vel heitri pönnu og kryddaður með örlítilli hvítlauksolíu og salti. Seljurótarmaukið er sett í djúpan disk, humrinum raðað ofan á og örlítilli sósu hellt yfir.“ Lesendur geta þreytt sig á þessari gómsætu upp- skrift sem Sigurður segir að sé ekki svo flókin. Blaða- manni leikur forvitni á að vita hvort eldamennskan sé jafn metnaðarfull þegar heim er komið, en Sigurður á tvö börn með konu sinni. „Ég elda bara eitthvað ofboðs- lega auðvelt, eitthvað sem fjölskyldan getur borðað. Ég panta mér þó aldrei mat.“ mariathora@frettabladid.is Pantar sér aldrei mat Sigurður eldaði humar með seljurót en rétturinn getur bæði verið for- og aðalréttur. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR KÁTT Í KÚREKABÆ Kántrýdagar verða haldnir um helgina á Skagaströnd. Dagskráin er fjölbreytt og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi, sýningar eða námskeið. HELGIN 3 ÞJÓÐLEGT Í SVEITINNI Veitingastaðurinn að Hrauns- nefi liggur við þjóðveginn, um þrjá og hálfan kíló- metra frá Bifröst. Matseð- illinn er bæði fjölbreyttur og þjóðlegur en á honum er meðal annars grjónagrautur. MATUR 2 Veitingahúsið Perlan - Sími 562 0200 - Fax 562 0207 Netfang perlan@perlan.is - Heimasíða www.perlan.is H rin gb ro t Ódýrt og gott í hádeginu Í kaffiteríunni Perlunnar er hægt að fá alls kyns góðgæti á frábæru verði: Fylltar pönnukökur (crépes), samlokur, pizzur, súpubar, nýbökuð brauð og gómsætan salatbar. Eins er hægt að fá heimatilbúinn ítalskan ís, alls kyns ísrétti, kökur og tertur. Nýlega bættust svo belgískar vöfflur á matseðilinn (láttu það eftir þér – þær eru algerlega þess virði). Við Perluna eru næg ókeypis bílastæði. 4ra rétta tilboð á veitingastað Perlunnar Léttreyktur lax með granateplum og wasabi-sósu Rjómalöguð humarsúpa með grilluðum humarhölum Lambahryggur með lambaskanka og rósmarínsósu Banana- og súkkulaðifrauð með vanillusósu Verð: 6.490 kr. Gjafabréf PerlunnarGóð tækifærisgjöf!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.