Fréttablaðið - 15.08.2008, Page 49

Fréttablaðið - 15.08.2008, Page 49
FÖSTUDAGUR 15. ágúst 2008 29 Jamie Lynn Spears, litla systir söngkon- unnar Britney Spears, á nú ekki sjö dagana sæla. Nýverið kom í ljós að unnusti hennar, Casey Aldridge, hefur átt í löngu ástarsambandi við eldri konu. Hin sautján ára Jamie Lynn og hinn nítján ára gamli Casey eignuðust saman dótturina Maddie Brianne fyrr í sumar og trúlofuðu sig í kjölfar þess. En nú hefur ástkonan komið fram og gert ástarsamband sitt við Casey opinbert. Í viðtali við tímaritið In Touch Weekly segir Kelli Dawson að hún og Casey hafi átt í tólf mánaða löngu ástarsambandi. „Við hittumst í teiti hjá systur minni og okkur leist strax mjög vel á hvort annað. Hann átti frumkvæðið og vinir hans sögðu við mig að honum þætti ég falleg,“ segir Kelli í viðtalinu. Kelli segir að þau hafi slitið sambandinu stuttu áður en Jamie Lynn eignaðist Maddie í lok júní. „Við hittumst enn þá reglulega og kyssumst en sofum ekki saman,“ segir Kelli. Kærastinn heldur fram hjá SVIKIN Unnusti Jamie Lynn Spears hefur átt í ástarsambandi við aðra konu. Nýjasta lag Sálarinnar, Það amar ekkert að (ég get svo svarið það), er komið út. Textinn fjallar um ást í meinum og þá afneitun sem hún getur haft í för með sér. Síðasta lag Sálarinnar, Gott að vera til, var vinsælasta lag landsins í þrjár vikur og því eru miklar væntingar gerðar til nýja lagsins. Þess má geta að Sálin spilar í fyrsta sinn á tuttugu ára ferli sínum í Þorlákshöfn á laugardag og þar verður nýja lagið vitaskuld spilað fyrir Sálarþyrsta heimamenn. Syngja um ást í meinum Paul Thomson, trommari bresku sveitarinnar Franz Ferdinand, steig á svið með Sigur Rós á tónleikum hennar á Way Out West-hátíðinni í Gautaborg á dögunum. Að því er kemur fram á bloggsíðu John Best, aðstoðar- manns Sigur Rósar, var Thomson fenginn til að tromma eins og hann ætti lífið að leysa í laginu Gobbledigook. Thomson fetaði þar í fótspor Bjarkar Guðmunds- dóttur og Ólafar Arnalds sem trommuðu eftirminnilega með Sigur Rós í sama lagi á náttúru- tónleikunum í Laugardal fyrr í sumar. Trommaði í Gobbledigook PAUL THOMSON Trommari Franz Ferd- inand trommaði með Sigur Rós á Way Out West í Gautaborg. Í frétt blaðsins í gær, þar sem sagði af því að Sena hefði keypt Einar Bárðarson út úr þeim hluta fyrirtækisins sem fæst við tón- leikahald, varð myndabrengl. Meðal annars var rætt við Björn Sigurðsson framkvæmdastjóra Senu en í hans stað birtist mynd af starfsmanni Senu: Karli Schiöth. Þó báðir séu glæsimenni breytir það ekki því að Karl er Karl og Björn Björn og eru þeir beðnir velvirðingar á mistökunum. Karl Schiöth er ekki Björn GLÆSIMENNI HJÁ SENU Karl Schiöth er til vinstri en Björn Sigurðsson til hægri. Leikkonan Angelina Jolie fer með aðalhlutverkið í nýrri njósnamynd í stað Tom Cruise sem átti upphaflega að fara með hlutverkið. Nokkrir karlkyns leikarar höfðu lýst yfir áhuga á að taka við hlutverkinu af Cruise en eftir að Jolie sýndi áhuga var henni kippt um borð. Næst á dagskrá verður að breyta handritinu fyrir Jolie auk þess sem titli myndarinnar verður breytt. Þetta verður fyrsta mynd Jolie síðan hún eignaðist tvíburana Vivienne Marcheline og Knox Leon í Frakklandi í síðasta mánuði. Síðast lék hún í hasarmyndinni Wanted sem naut töluverðrar hylli. Jolie í stað Tom Cruise ANGELINA JOLIE Leikkonan Angelina Jolie fer með aðal- hlutverkið í nýrri njósnamynd.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.