Fréttablaðið - 15.08.2008, Blaðsíða 49

Fréttablaðið - 15.08.2008, Blaðsíða 49
FÖSTUDAGUR 15. ágúst 2008 29 Jamie Lynn Spears, litla systir söngkon- unnar Britney Spears, á nú ekki sjö dagana sæla. Nýverið kom í ljós að unnusti hennar, Casey Aldridge, hefur átt í löngu ástarsambandi við eldri konu. Hin sautján ára Jamie Lynn og hinn nítján ára gamli Casey eignuðust saman dótturina Maddie Brianne fyrr í sumar og trúlofuðu sig í kjölfar þess. En nú hefur ástkonan komið fram og gert ástarsamband sitt við Casey opinbert. Í viðtali við tímaritið In Touch Weekly segir Kelli Dawson að hún og Casey hafi átt í tólf mánaða löngu ástarsambandi. „Við hittumst í teiti hjá systur minni og okkur leist strax mjög vel á hvort annað. Hann átti frumkvæðið og vinir hans sögðu við mig að honum þætti ég falleg,“ segir Kelli í viðtalinu. Kelli segir að þau hafi slitið sambandinu stuttu áður en Jamie Lynn eignaðist Maddie í lok júní. „Við hittumst enn þá reglulega og kyssumst en sofum ekki saman,“ segir Kelli. Kærastinn heldur fram hjá SVIKIN Unnusti Jamie Lynn Spears hefur átt í ástarsambandi við aðra konu. Nýjasta lag Sálarinnar, Það amar ekkert að (ég get svo svarið það), er komið út. Textinn fjallar um ást í meinum og þá afneitun sem hún getur haft í för með sér. Síðasta lag Sálarinnar, Gott að vera til, var vinsælasta lag landsins í þrjár vikur og því eru miklar væntingar gerðar til nýja lagsins. Þess má geta að Sálin spilar í fyrsta sinn á tuttugu ára ferli sínum í Þorlákshöfn á laugardag og þar verður nýja lagið vitaskuld spilað fyrir Sálarþyrsta heimamenn. Syngja um ást í meinum Paul Thomson, trommari bresku sveitarinnar Franz Ferdinand, steig á svið með Sigur Rós á tónleikum hennar á Way Out West-hátíðinni í Gautaborg á dögunum. Að því er kemur fram á bloggsíðu John Best, aðstoðar- manns Sigur Rósar, var Thomson fenginn til að tromma eins og hann ætti lífið að leysa í laginu Gobbledigook. Thomson fetaði þar í fótspor Bjarkar Guðmunds- dóttur og Ólafar Arnalds sem trommuðu eftirminnilega með Sigur Rós í sama lagi á náttúru- tónleikunum í Laugardal fyrr í sumar. Trommaði í Gobbledigook PAUL THOMSON Trommari Franz Ferd- inand trommaði með Sigur Rós á Way Out West í Gautaborg. Í frétt blaðsins í gær, þar sem sagði af því að Sena hefði keypt Einar Bárðarson út úr þeim hluta fyrirtækisins sem fæst við tón- leikahald, varð myndabrengl. Meðal annars var rætt við Björn Sigurðsson framkvæmdastjóra Senu en í hans stað birtist mynd af starfsmanni Senu: Karli Schiöth. Þó báðir séu glæsimenni breytir það ekki því að Karl er Karl og Björn Björn og eru þeir beðnir velvirðingar á mistökunum. Karl Schiöth er ekki Björn GLÆSIMENNI HJÁ SENU Karl Schiöth er til vinstri en Björn Sigurðsson til hægri. Leikkonan Angelina Jolie fer með aðalhlutverkið í nýrri njósnamynd í stað Tom Cruise sem átti upphaflega að fara með hlutverkið. Nokkrir karlkyns leikarar höfðu lýst yfir áhuga á að taka við hlutverkinu af Cruise en eftir að Jolie sýndi áhuga var henni kippt um borð. Næst á dagskrá verður að breyta handritinu fyrir Jolie auk þess sem titli myndarinnar verður breytt. Þetta verður fyrsta mynd Jolie síðan hún eignaðist tvíburana Vivienne Marcheline og Knox Leon í Frakklandi í síðasta mánuði. Síðast lék hún í hasarmyndinni Wanted sem naut töluverðrar hylli. Jolie í stað Tom Cruise ANGELINA JOLIE Leikkonan Angelina Jolie fer með aðal- hlutverkið í nýrri njósnamynd.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.