Fréttablaðið - 20.08.2008, Síða 6
6 20. ágúst 2008 MIÐVIKUDAGUR
SKOÐANAKÖNNUN Tæpur meirihluti
borgarbúa segist ekki vilja að lista-
háskóli rísi á Laugavegi samkvæmt
verðlaunatillögu. 55,0 prósent seg-
ist ekki vilja að verðlaunatillagan
rísi, en 45,0 prósent eru því fylgj-
andi. Þeir sem eru á móti tillögunni
eru marktækt fleiri en þeir sem
eru henni fylgjandi.
Karlar eru því frekar fylgjandi
að Listaháskólinn rísi eins og tillag-
an gerir ráð fyrir en konur. Af körl-
um eru 47,7 prósent því fylgjandi
en 42,4 prósent kvenna.
Meirihluti kjósenda Framsókn-
arflokks, 69,2 prósent, og Samfylk-
ingar, 52,1 prósent, eru fylgjandi
því að háskólinn rísi samkvæmt
kynntri tillögu. Meirihluti kjósenda
annarra flokka og þeirra sem ekki
gefa upp stuðning við stjórnmála-
flokk eru því andvígir. Allt stuðn-
ingsfólk Frjálslynda flokksins
sagðist verða því andvígt, 60,0 pró-
sent vinstri grænna, 57,4 prósent
sjálfstæðismanna og 57,0 prósent
þeirra sem ekki gáfu upp stuðning
við stjórnmálaflokk.
Hringt var í 600 borgarbúa á
kosningaaldri laugardaginn 16.
ágúst og skiptust svarendur jafnt
eftir kyni. Spurt var: Á að reisa
Listaháskóla Íslands við Laugaveg
eins og verðlaunatillagan gerir ráð
fyrir? Tóku 76,7 prósent aðspurðra
afstöðu til spurningarinnar. - ss
Skoðanakönnun um Listaháskóla Íslands samkvæmt verðlaunatillögu:
Vilja ekki listaháskóla á Laugaveg
Á AÐ REISA LISTAHÁSKÓLA
ÍSLANDS VIÐ LAUGAVEG EINS
OG VERÐLAUNATILLAGAN
GERIR RÁÐ FYRIR?
SKV. KÖNNUN FRÉTTABLAÐSINS 16.08 ´08
NEI
55%
JÁ
45%
TASKI swingo XP
TASKI swingo 3500 B
TASKI swingo 1250 B
TASKI swingo 750 B
Engin útborgun, engin fjárbinding,
aðeins mánaðarlegar greiðslur.
TASKI Swingo 1250 B
Leitið nánari upplýsinga hjá sölumönnum og ráðgjöfum RV
TASKI swingo gólfþvottavélar
Einfaldar í notkun - liprar og
leika í höndunum á þér
Bjarnþór Þorláksson,
bílstjóri hjá RV
RV
U
N
IQ
U
E
02
08
01
Rekstrarvörur
- vinna með þér
Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík
Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665
sala@rv.is • www.rv.is
Gólfþvottavélar
á rekstrarleigu
LANDBÚNAÐUR „Þetta er ákaflega
erfið staða,“ segir Jóhannes Sig-
fússon, sauðfjárbóndi á Gunnars-
stöðum í Þistilfirði og formaður
Landssamtaka sauðfjárbænda.
Norðlenska
hefur, fyrst
afurðastöðva,
gefið út verð-
skrá fyrir
lambakjöt
vegna komandi
sláturtíðar. Verð
til bænda hækk-
ar um fimmtán
prósent.
Í vor höfðu
sauðfjárbænd-
ur gefið út að
verð þyrfti að
hækka að lág-
marki um 27
prósent vegna
verðhækkana á
öllum aðföng-
um. Aðeins
áburðarverð
hafði þá hækk-
að um 80 pró-
sent og miklar
hækkanir orðið
á olíuverði og
fjármagnskostnaði. Frekar hækk-
anir hafa orðið síðan þá.
Jóhannes segir að þótt verðskrá
Norðlenska valdi vonbrigðum geri
hann sér fulla grein fyrir þröngri
stöðu sláturleyfishafa. „Vaxta-
okrið á fyrirtækjunum er svo
rosalegt og gerir allt dæmið erfið-
ara,“ segir hann.
Sigmundur E. Ófeigsson, fram-
kvæmdastjóri Norðlenska, segist
skilja áhyggjur bændanna. Fyrir-
tækið hafi hins vegar teygt sig
eins langt og það gat í því efna-
hagsárferði sem nú sé. „Lamba-
kjötið er í samkeppni við annað
kjöt og ef við kaupum dýrt og
náum ekki að selja það þá er
rekstrargrundvöllur okkar brost-
inn,“ segir Sigmundur.
Jóhannes telur einsýnt að ein-
hverjir bændur bregði búi þar
sem þeir nái ekki endum saman.
Ekki sé öllum fært að halda áfram
rekstri við núverandi aðstæður.
Verð á kjöti er ákveðið með
verðskrá sláturleyfishafa. Lands-
samtök sauðfjárbænda mega gefa
út eigið viðmiðunarverð en það er
undir hælinn lagt hvort sláturleyf-
ishafar taka tillit til þess. Sam-
kvæmt samkeppnislögum er sam-
tökunum óheimilt að semja um
verð fyrir hönd bænda. Slíkt heitir
samráð.
Jóhannes formaður telur eðli-
legt að lögunum verði breytt og að
bændur fái að semja um verð á
vörum sínum. Eins og nú sé ástatt
séu þeir í raun þvingaðir til að
selja á því verði sem afurðastöðv-
arnar setja upp. Heita eigi að
afurðastöðvarnar eigi í samkeppni
sín á milli og þannig eigi verðið að
hækka en þær séu alltaf samstíga.
Jafnan muni um einu prósenti á
verðskrám þeirra. „Það eru víða
Öskjuhlíðar,“ segir Jóhannes en
tekur fram að með þeim orðum sé
hann að benda á að samráð afurða-
stöðva sé mögulegt, ekki að það sé
viðhaft.
bjorn@frettabladid.is
Sauðfjárbændur sjá
fram á erfiða daga
Viðbúið er að sauðfjárbændum fækki og aðrir berjist í bökkum vegna mikilla
hækkana á aðföngum og lítilla hækkana á afurðaverði. Verðskrá Norðlenska
hækkar um fimmtán prósent. Bændur segjast þurfa minnst 27 prósenta hækkun.
Væri rétt að þurrka upp
Skerjafjörðinn?
Já 40,5%
Nei 59,5%
SPURNING DAGSINS Í DAG
Á Gísli Marteinn að fara í
launalaust leyfi frá borgarstjórn
á meðan hann er í námi?
Segðu þína skoðun á visir.is
Á BEIT Sauðfjárbændur eru óánægðir með það verð sem Norðlenska hyggst greiða
fyrir lambakjöt í haust. Formaður þeirra telur að einhverjir bændur kunni að bregða
búi. Hann vill að Landssamtökin fái að semja um verð við afurðastöðvarnar og að
núverandi þvingungarfyrirkomulag gegn bændum verði aflagt.
JÓHANNES
SIGFÚSSON
SIGMUNDUR E.
ÓFEIGSSON
EFNAHAGSMÁL „Afkoma ríkissjóðs
ber merki uppsveiflunnar,“ segir
Katrín Ólafsdóttir, lektor við við-
skiptadeild Háskólans í Reykjavík,
um afkomu ríkissjóðs í ríkisreikn-
ingi sem birtur var í gær. Hún
reiknar með að draga muni úr
tekjuhliðinni á næsta ári. Sérstak-
lega muni draga úr skatttekjum, þá
sérstaklega fjármagnstekjuskatti.
Svipuðu máli geti gegnt um virðis-
aukaskatt verði samdráttur í einka-
neyslu, að hennar sögn.
Tekjuafgangur ríkissjóðs nam
86 milljörðum króna á síðasta ári.
Þetta er 6,8 milljörðum krónum
betri afkoma en árið áður, sam-
kvæmt ríkisreikningi sem fjár-
málaráðuneytið birti í gær.
Í reikningnum kemur fram að
tekjur ríkissjóðs hafi numið 486
milljörðum króna á síðasta ári sem
er 66 milljarða króna hækkun á
milli ára. Þar af námu fjármagns-
tekjur og skattar á einstaklinga og
hagnað fyrirtækja 153 milljörðum
króna samanborið við 138 millj-
arða árið á undan.
Á móti námu gjöldin 398 mill-
jörðum króna sem er hækkun upp
á 58 milljarða á milli ára. Tæpur
fjórðungur útgjaldanna rann til
heilbrigðismála og er stærsti
útgjaldaliðurinn líkt og fyrri ár.
- jab
Líkur eru á að erfitt árferði nú skerði skattatekjur ríkissjóðs:
Tekjuafgangur var 86 milljarðar
STJÓRNARRÁÐIÐ Lektor við Háskólann í Reykjavík segir góðærið á síðasta ári lita
afkomu ríkissjóðs. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
AFGANISTAN, AP Nicolas Sarkozy
Frakklandsforseti hélt til
Afganistans í gær, eftir að tíu
franskir hermenn féllu og 21
særðist þegar uppreisnarmenn
sátu fyrir þeim í Surobi, skammt
austan við höfuðborgina Kabúl.
Um hundrað uppreisnarmenn
réðust á frönsku hermennina og
hófust hörð átök í kjölfarið þar
sem þrettán uppreisnarmenn
féllu.
Þetta er mesta mannfall
erlendra hermanna í Afganistan í
meira en þrjú ár. Ástandið í
Surobi hefur lengi verið ótryggt
og átök hafa verið þar tíð síðustu
mánuði. - gb
Sarkozy til Afganistans:
Tíu franskir
hermenn féllu
KJÖRKASSINN