Fréttablaðið - 20.08.2008, Síða 8
8 20. ágúst 2008 MIÐVIKUDAGUR
1 Hverjum þarf Reykjavíkur-
borg að greiða hundruð millj-
óna vegna tafa á deiliskipulagi?
2 Úr hvaða flokki gekk
Marsibil Sæmundardóttir
varaborgarfulltrúi?
3 Hver hefur birt dagbókar-
færslur með trúnaðarsamtölum
á heimasíðu sinni?
SVÖRIN ERU Á SÍÐU 30
VITA | Skútuvogi 13a | Sími 570 4444
VITA er í eigu Icelandair Group
og flýgur með Icelandair
á vit ævintýranna.
VITA er lífið
Þú getur notað
Vildarpunktana hjá okkur
Skráðu þig í netklúbbinn - VITAferðir.is
Til Ítalíu
á skíði
hið ljúfa
la dolce líf
Madonna di Campiglio
og Canazei
Verð frá 109.900 kr.
og 15.000 Vildarpunktar
á mann í þríbýli, 2 fullorðnir og
1 barn, í 7 nætur, með hálfu fæði,
á Hotel Splendid, brottför 31. jan.
Almennt verð: 119.900 kr.
NÝTT!
Njóttu lífsins í fegurð ítölsku Alpanna.
Fylltu lungun af fersku fjallalofti áður en þú
svífur niður brekkurnar með roða í kinnum
af mjallhvítu fjöri og sól.
Fararstjórar: Anna og Einar
Beint morgunflug til Verona:
24. og 31. janúar og
7., 14., 21. og 28. febrúar.
Vetur 2009
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
V
IT
4
21
26
0
8.
20
08
NEYTENDUR Neytendastofa hefur
sektað níu bakarí um samtals ell-
efu hundruð þúsund krónur fyrir
vanrækslu á verðmerkingum.
Í öllum bakaríunum voru vörur
í kæli óverðmerktar og í tveimur
þeirra var verðmerkingum í
borði mjög ábótavant.
Bakaríin sem um ræðir eru
Gamla góða bakaríið á Borgar-
holtsbraut í Kópavogi sem rekið
er af Bettís ehf., Hjá Jóa Fel í
Smáralind og Holtagörðum,
Kornið Bíldshöfða, Borgartúni
og Ögurhvarfi, Oddur bakari á
Grensásvegi og Sveinsbakarí í
Engihjalla og á Arnarbakka.
Neytendastofa gerði könnun á
ástandi verðmerkinga í bakarí-
um í júní sem leiddi í ljós að
þrettán bakarí þurftu að koma
verðmerkingum sínum í viðun-
andi horf.
Í byrjun ágúst var könnuninni
fylgt eftir og kom þá í ljós að níu
bakarí höfðu ekki farið að tilmæl-
um Neytendastofu.
Voru bakaríin sektuð um eitt
hundrað þúsund krónur fyrir
hvert brot.
Ragnhildur Guðjónsdóttir,
framkvæmdastjóri Sveinsbakar-
ís, segir bakaríið löngu vera búið
að kippa þessu í liðinn.
„Þeir komu í bakaríið, og höfðu
þá komið áður, og það næsta sem
gerðist var að við fengum fyrir-
varalaust samtals þrjú hundruð
þúsund króna sekt.“
Í ákvörðun Neytendastofu
stendur að bakaríið hafi fengið
viðvaranir.
Þórunn Anna Árnadóttir, sviðs-
stjóri neytendaréttarsviðs, segir
að bakaríið hafi fengið fullnægj-
andi viðvaranir. Hún segir að við-
brögð við sektunum hafi verið
nokkur.
„Þetta er það sem koma skal,
svona verður eftirlit okkar fram-
vegis.“ helgath@frettabladid.is
Neytenda-
stofa sektar
níu bakarí
Sveinsbakarí, Oddur bakari, Kornið, Jói Fel og
Gamla góða bakaríið eru fyrstu verslanirnar sem
hafa verið sektaðar fyrir vanrækslu á verðmerking-
um í átaki Neytendastofu. Hvert brot kostar 100.000.
HEITT ÚR OFNINUM Samkvæmt
lögum er skylt að verðmerkja alla
vöru, líka brauð og bakkelsi.
LÖG OG REGLUR UM
VERÐMERKINGAR
Fyrirtæki, sem selur vörur eða
þjónustu til neytenda, skal
merkja vöru sína og þjónustu
með verði eða sýna það á svo
áberandi hátt á sölustaðnum að
auðvelt sé fyrir neytendur að
sjá það. 17 gr. laga nr. 57/2005
Verðmerking skal vera skýr svo
greinilegt sé til hvaða vöru
verðmerkingin vísar. Auðvelt á
að vera að sjá verð vöru og þjón-
ustu á sölustað. Ef fleiri en ein
verðmerking er á vöru, skal
koma skýrt fram hvaða verð
neytendur eiga að greiða.
Í reglum Neytendastofu
MENNING „Fólk getur sótt sér pínu-
lítið forrit og fengið alla dagskrá
Menningarnætur og texta um
hvert og eitt atriði í símann sinn,“
segir Skúli Gautason, viðburða-
fulltrúi Höfuðborgarstofu. Í sím-
anum megi svo sjá á korti hvar og
hvenær atriði Menningarnætur
verða.
Skúli segir forritið mjög einfallt
í notkun og virka í lang flestum
gerðum síma. Forritið er unnið af
Ými mobile og er ókeypis. „Þú
sendir bara sms á símanúmerið
1910 og skrifar textann „menn-
ing“ eða nálgast forritið á síðunni
menningarnott.is.“
„Þetta er svo meðfærilegt því
maður er með alla dagskrána í
vasanum,“ segir Skúli sem hvetur
fólk þó til að skoða dagskrána áður
en haldið er í bæinn. „Reynsla mín
er að maður fer niður í bæ og
ætlar að sjá eitthvað en maður
berst svo með straumnum eitt-
hvað annað og sér eitthvað allt
annað, sem er líka gaman.“
Yfir 400 atriði eru á dagskrá
Menningarnætur í ár og segir
Skúli að aldrei hafi atriðin verið
fleiri. Aðspurður segist hann halda
mikið upp á vöfflukaffið þar sem
íbúar í Þingholtunum bjóða gest-
um og gangandi upp á rjúkandi
heitar vöfflur.
„Mér finnst eitthvað svo mikið
traust í því að fólk opni heimili
sín, mér finnst það vera það sem
Menningarnótt gengur út á.“ - ovd
Gestir Menningarnætur geta fengið dagskrána senda í símann sinn:
Með dagskrána í vasanum
SKÚLI GAUTASON Viðburðafulltrúi
Höfuðborgarstofu heldur mikið upp á
vöfflukaffi íbúa í Þingholtunum.
FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA
Sendið umboðsmanni neytenda ábendingar eða sparnaðarráð.
HELGA ÞÓREY
neytendur@frettabladid.is
Neytendahorninu barst eftirfar-
andi bréf frá Hildi:
Sæl! Langaði að segja þér frá að
sumt er okur í Hagkaup af því ég
las í blaðinu um konu sem fékk
svo ódýrar skólatöskur þar. Ég
keypti dósayddara í Griffli á 450
krónur en nákvæmlega eins í Hag-
kaup kostar 640 krónur. Einnig
keypti ég garn á 424 krónur í Rúm-
fatalagernum en nákvæmlega
eins garn kostar 479 krón-
ur í Hagkaup. Þannig að
það er nú ekki allt ódýrt
í Hagkaup.
Mér dettur ekki í hug að halda
að Hagkaup sé lágvöruverslun,
þótt hún hafi einhvern tímann
verið það. Í Hagkaupum rekst ég
líka oft á rangar eða engar verð-
merkingar auk þess sem þar
gleymist stundum að gefa afslátt
á til dæmis grillkjöti við
kassann.
Hins vegar stóð verslun-
in sig vel í skólatöskunum
sem um var rætt á mánu-
daginn og því ber að
hrósa þeim fyrir það.
Kannski verður hólið
þeim nógu mikil upp-
örvun til þess að lækka
verðið á öðrum vörum.
Neytandi segir Hagkaup ekki ódýra verslun:
Yddarinn 200
krónum dýrari
REYKJAVÍK Lögreglan í Reykjavík
hefur ekki enn afgreitt umsókn
Kaffi Stígs við Rauðarárstíg um
rekstrarleyfi. Líkt og Fréttablaðið
greindi frá lagðist heilbrigðis-
nefnd Reykjavíkur gegn leyfis-
veitingu og lagði til að staðurinn
væri vínlaus.
Lögreglunni ber að leita
umsagna nokkurra aðila áður en
hún tekur afstöðu til leyfisveit-
ingar. Þær umsagnir eru bindandi
og því ætti neikvæð umsögn
heilbrigðisnefndar að hamla
veitingu leyfis.
Nágrannar hafa kvartað undan
ónæði af staðnum og umgengni
við hann. - kóp
Engin ákvörðun tekin enn:
Enn óvissa með
leyfi Kaffi Stígs
LÖGREGLUMÁL „Þetta var bara svona
lítill sproti - kallaður veldis sproti,“
segir Egill Guðjónsson, fram-
kvæmdastjóri Öryggis gæslunnar
ehf. Öryggisvörður á vegum fyrir-
tækisins á yfir höfði sér kæru fyrir
vopna burð, eftir að hann dró upp
það sem lögreglan kallar kylfu í
átökum við þjóf í verslun 10-11 í
Austurstræti í fyrrinótt.
Vörðurinn greip mann við að
stela úr búðinni og sýna upptökur
öryggis myndavélar vörðinn grípa
til útdraganlegrar kylfu í átökun-
um, svipaðrar gerðar og þeirrar
sem lögregla notar, að sögn varð-
stjóra lögreglu. Slík kylfa flokkast
sem vopn hérlendis og er ólögleg.
Vörðurinn er erlendur og sagði
lögreglu að í heima landi hans þætti
sjálfsagt að öryggisverðir bæru
sprota sem þessa. Egill fullyrðir að
öryggisvörðurinn hafi borið sprot-
ann án vitundar fyrirtækisins.
Ekki er talið að sprotanum hafi
verið beitt gegn þjófnum. - sh
Öryggisvörður gæti verið kærður fyrir vopnaburð:
Kylfa eða veldissproti
SAMKEPPNISMÁL Samkeppniseftir-
litið hefur framlengt leyfi
Hreyfils til útgáfu á sameiginleg-
um ökutaxta fyrir leigubílstjóra
sem aka á vegum bifreiðastövar-
innar til 1. janúar 2010.
Verðsamræming er almennt
óheimil samkvæmt samkeppnis-
lögum en Samkeppniseftirlitið
getur veitt undanþágu þar frá.
Skilyrði undantekningar Hreyfils
er að hagsmunafélag bifreiða-
stjóranna hjá Hreyfli ákveði
sjálfir hámarkstaxtann, en ekki
leigubifreiðastöðin. Seinna
skilyrðið er að taxtinn verði
auglýstur á áberandi stað í
leigubílum með auðlæsilegu letri.
Markaðshlutdeild Hreyfils á
höfuðborgarsvæðinu og Suður-
nesjum er líklega rúm sextíu
prósent, en þar starfa fjórar
aðrar bifreiðastöðvar. - gh
Ákvörðun Samkeppniseftirlits:
Leigubílstjórar
samræma verð
VEISTU SVARIÐ?