Fréttablaðið - 20.08.2008, Síða 10

Fréttablaðið - 20.08.2008, Síða 10
10 20. ágúst 2008 MIÐVIKUDAGUR FLÓÐ Í NÝJU-DELÍ Fólk í austanverðri Nýju-Delí á Indlandi reyndi að bjarga hverju það gat í flóðum um borgina í gær. NORDICPHOTOS/AFP Auglýsingasími – Mest lesið Það fer ekki framhjá neinum hér í Peking að öryggisgæslan er gíf- urleg. 100 þúsund hermenn vakta borgina ásamt einkennisklædd- um sem og óeinkennisklæddum lögreglumönnum. Þess utan eru öryggismyndavélar út um allt. Meðal annars á hótelum blaða- manna. Þar eru þær alls staðar. Ég leitaði meðal annars að einni á baðherberginu mínu um daginn. Hafði þá komið heim á hótel um miðjan dag og notaði tímann til þess að fara í sturtu og skipta um föt. Var enn að þurrka mér þegar tvær eldri konur bönkuðu upp á og ruddust inn á bað til þess að þrífa og skipta um handklæði. Herbergið hafði þegar verið þrif- ið um þremur tímum áður. Afar einkennilegt. Hér við aðstöðu blaðamanna standa hermenn vaktina við hlið- ið. Sé alltaf sömu gaurana. Held þeir standi hér bara í þrjár vikur án þess að hreyfa sig. Eru reynd- ar óvopnaðir en eitthvað virðist hafa gerst í gær því í dag voru mættir tveir með vélbyssur. Svo var einhverra hluta vegna kominn skriðdreki fyrir utan í fyrradag. Veit ekki hver tilgang- urinn var með því. Hann stóð fyrir utan í rúman sólarhring og hvarf síðan. Get ekki beðið eftir að sjá hvað verður í boði á morg- un. Sturtur blaðamanna vaktaðar? REYKJAVÍK Gísli Marteinn Baldurs- son borgarfulltrúi mun greiða ferðir sínar frá Edinborg og á borgarstjórnarfundi í Reykjavík úr eigin vasa í vetur. Gísli er farinn utan til náms en heldur stöðu sinni og launum sem borgarfulltrúi. Hann var gagnrýndur í blaðinu í gær af Sveini Andra Sveinssyni lögmanni. Sveinn segir Gísla sýna kjósendum virðingarleysi: útilokað sé að sinna þessu starfi frá útlöndum. Gísli hefur bent á að fordæmi séu fyrir því að borgarfulltrúar nemi á launum. Hann mæti á alla þá borgarstjórnarfundi sem hann mögulega geti. - kóþ Gísli Marteinn í Edinborg: Borgar ferðir úr eigin vasa HENRY BIRGIR GUNNARSSON bloggar frá Ólympíu- leikunum í Peking UTANRÍKISMÁL Noregur á það sam- eiginlegt með Georgíu að vera nágrannaland Rússlands. Því gagnrýna norsk stjórnvöld ríkis- stjórn Rússlands harkalega fyrir að brjóta gegn fullveldi Georgíu og fyrir að ganga miklu lengra en tilefni var til í hernaðarlegum viðbrögðum við tilraun Georgíu- manna til að ná aðskilnaðarhérað- inu Suður-Ossetíu aftur á sitt vald. Þetta segir Raymond Johansen, aðstoðarutanríkisráðherra Nor- egs, í samtali við Fréttablaðið, en hann heldur í dag erindi á opnum málfundi á Háskólatorgi um reynslu Norðmanna á sviði frið- arumleitana. Síðastliðin tvö ár hefur Johans- en farið fyrir starfsemi Noregs á sviði friðar- og sáttaumleitana, einkum á Sri Lanka, í Súdan, Mið- Austurlöndum og Kólumbíu. Hann segir Íslendinga hafa lagt til mikilvægan skerf á örlaga- stundu þegar þeir stóðu ásamt Norðmönnum einir vaktina í nor- rænu vopnahlés-eftirlitsnefnd- inni á Sri Lanka, SLMM, síðustu misserin áður en vopnahléið, sem Norðmenn áttu milligöngu um árið 2002, fór út um þúfur í kring um síðustu áramót. „Það er erfitt hlutverk að við- halda vopnahléi þegar báðir deilu- aðilar kjósa frekar stríð,“ segir Johansen um vonbrigðin vegna upplausnar vopnahlésins á Sri Lanka. En hann segir tiltölulega lítið en ríkt land eins og Noreg hafa skyldu til að gera það sem í þess valdi standi til að stuðla að friði á ófriðsamlegri svæðum heimsins. Um það ríki þverpóli- tísk samstaða í Noregi. - aa Aðstoðarutanríkisráðherra Noregs: Skylda að leggja sitt af mörkum fyrir frið RAYMOND JOHANSEN Aðstoðarutanríkisráðherra Noregs segir hlut Íslendinga í vopnahléseftirliti á Sri Lanka mikilvægan skerf á örlagastundu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.