Fréttablaðið - 20.08.2008, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 20.08.2008, Blaðsíða 10
10 20. ágúst 2008 MIÐVIKUDAGUR FLÓÐ Í NÝJU-DELÍ Fólk í austanverðri Nýju-Delí á Indlandi reyndi að bjarga hverju það gat í flóðum um borgina í gær. NORDICPHOTOS/AFP Auglýsingasími – Mest lesið Það fer ekki framhjá neinum hér í Peking að öryggisgæslan er gíf- urleg. 100 þúsund hermenn vakta borgina ásamt einkennisklædd- um sem og óeinkennisklæddum lögreglumönnum. Þess utan eru öryggismyndavélar út um allt. Meðal annars á hótelum blaða- manna. Þar eru þær alls staðar. Ég leitaði meðal annars að einni á baðherberginu mínu um daginn. Hafði þá komið heim á hótel um miðjan dag og notaði tímann til þess að fara í sturtu og skipta um föt. Var enn að þurrka mér þegar tvær eldri konur bönkuðu upp á og ruddust inn á bað til þess að þrífa og skipta um handklæði. Herbergið hafði þegar verið þrif- ið um þremur tímum áður. Afar einkennilegt. Hér við aðstöðu blaðamanna standa hermenn vaktina við hlið- ið. Sé alltaf sömu gaurana. Held þeir standi hér bara í þrjár vikur án þess að hreyfa sig. Eru reynd- ar óvopnaðir en eitthvað virðist hafa gerst í gær því í dag voru mættir tveir með vélbyssur. Svo var einhverra hluta vegna kominn skriðdreki fyrir utan í fyrradag. Veit ekki hver tilgang- urinn var með því. Hann stóð fyrir utan í rúman sólarhring og hvarf síðan. Get ekki beðið eftir að sjá hvað verður í boði á morg- un. Sturtur blaðamanna vaktaðar? REYKJAVÍK Gísli Marteinn Baldurs- son borgarfulltrúi mun greiða ferðir sínar frá Edinborg og á borgarstjórnarfundi í Reykjavík úr eigin vasa í vetur. Gísli er farinn utan til náms en heldur stöðu sinni og launum sem borgarfulltrúi. Hann var gagnrýndur í blaðinu í gær af Sveini Andra Sveinssyni lögmanni. Sveinn segir Gísla sýna kjósendum virðingarleysi: útilokað sé að sinna þessu starfi frá útlöndum. Gísli hefur bent á að fordæmi séu fyrir því að borgarfulltrúar nemi á launum. Hann mæti á alla þá borgarstjórnarfundi sem hann mögulega geti. - kóþ Gísli Marteinn í Edinborg: Borgar ferðir úr eigin vasa HENRY BIRGIR GUNNARSSON bloggar frá Ólympíu- leikunum í Peking UTANRÍKISMÁL Noregur á það sam- eiginlegt með Georgíu að vera nágrannaland Rússlands. Því gagnrýna norsk stjórnvöld ríkis- stjórn Rússlands harkalega fyrir að brjóta gegn fullveldi Georgíu og fyrir að ganga miklu lengra en tilefni var til í hernaðarlegum viðbrögðum við tilraun Georgíu- manna til að ná aðskilnaðarhérað- inu Suður-Ossetíu aftur á sitt vald. Þetta segir Raymond Johansen, aðstoðarutanríkisráðherra Nor- egs, í samtali við Fréttablaðið, en hann heldur í dag erindi á opnum málfundi á Háskólatorgi um reynslu Norðmanna á sviði frið- arumleitana. Síðastliðin tvö ár hefur Johans- en farið fyrir starfsemi Noregs á sviði friðar- og sáttaumleitana, einkum á Sri Lanka, í Súdan, Mið- Austurlöndum og Kólumbíu. Hann segir Íslendinga hafa lagt til mikilvægan skerf á örlaga- stundu þegar þeir stóðu ásamt Norðmönnum einir vaktina í nor- rænu vopnahlés-eftirlitsnefnd- inni á Sri Lanka, SLMM, síðustu misserin áður en vopnahléið, sem Norðmenn áttu milligöngu um árið 2002, fór út um þúfur í kring um síðustu áramót. „Það er erfitt hlutverk að við- halda vopnahléi þegar báðir deilu- aðilar kjósa frekar stríð,“ segir Johansen um vonbrigðin vegna upplausnar vopnahlésins á Sri Lanka. En hann segir tiltölulega lítið en ríkt land eins og Noreg hafa skyldu til að gera það sem í þess valdi standi til að stuðla að friði á ófriðsamlegri svæðum heimsins. Um það ríki þverpóli- tísk samstaða í Noregi. - aa Aðstoðarutanríkisráðherra Noregs: Skylda að leggja sitt af mörkum fyrir frið RAYMOND JOHANSEN Aðstoðarutanríkisráðherra Noregs segir hlut Íslendinga í vopnahléseftirliti á Sri Lanka mikilvægan skerf á örlagastundu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.