Fréttablaðið - 20.08.2008, Side 20

Fréttablaðið - 20.08.2008, Side 20
MARKAÐURINN 20. ÁGÚST 2008 MIÐVIKUDAGUR2 F R É T T I R „Þegar maður kemur inn í Wool- worths-verslun hér í London sést fljótt að eitthvað er að. Það vant- ar vörur í hillurnar. Þá er salan árs- tíðabundin, er mest um jólin. Allir sjá að þessu þarf að breyta,“ segir Gunnar Sigurðsson, forstjóri Baugs Group. Breska dagblaðið Daily Tele- graph sagði í júní að um fjöru- tíu árum frá dýrðardögum Wool- worths væri hún að visna upp og ætti skammt eftir. Baugur og Malcolm Walker, for- stjóri matvörukeðjunnar Iceland, sem selur fryst matvæli, gerði fyrir nokkru tilboð í smásöluhluta versl- unarinnar. Því var hafnað um síð- ustu helgina. Næstu skref eru í skoðun, að hans sögn. Hann bendir á að Baugi hafi tek- ist vel til með uppstokkun í rekstri verslana, svo sem með bresku versl- unina House of Fraser og frysti- vörukeðjuna Iceland, sem fjölmiðl- ar höfðu nánast afskrifað. Verslanir Baugs í Bretlandi gangi nú mjög vel þrátt fyrir erfitt árferði í smásölu. Gunnar segir virðast sem nú- verandi og fyrrverandi stjórnend- ur Woolworths hafi misst sjónar á rekstrinum. Sé nauðsynlegt að að nýir stjórnendur komi að verslun- inni og verði nýr forstjóri að taka á öllu sínu eigi að takast að bæta af- komuna. - jab GUNNAR SIGURÐSSON Forstjóri Baugs segir nýjan forstjóra Wool- worths verða að einbeita sér að rekstri verslunarinnar. Stjórnendur misstu sjónar á rekstrinum „Markaðshlutdeild er meðal þess sem við förum yfir,“ segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Sam- keppniseftirlitsins. Stofnunin hyggst kanna tengsl Eikar, Landic og Þyrpingar. Hún kannaði nýverið kaup FL Group, nú Stoða, á eignarhlutum í Landic og Þyrpingu. Niðurstaðan varð sú að samruni hefði orðið. Náin tengsl séu milli eigendanna, sem margir tengjast Baugi. Ekki væri ástæða til að aðhafast vegna samrunans og félögin hefðu ekki markaðsráðandi stöðu. Meðan Samkeppniseftirlitið rannsakaði málið eignuðust Glitn- ir og Saxbygg Eik Properties. Páll Gunnar segir að málið verði kann- að sérstaklega, á grundvelli sam- runatilkynningar sem eftirlitinu barst í sumar. Óvíst er um markaðshlutdeild einstakra fyrirtækja á leigumark- aði fyrir atvinnuhúsnæði. Þar eru meðal annars Eik, Þyrping og Landic, auk þeirra Nýsir, Klasi, Smáragarður og fleilri. - ikh Rannsaka Landic, Þyrpingu og Eik G E N G I S Þ R Ó U N Vika Frá ára mót um Alfesca 0,1% -2,0% Atorka -1,3% -44,9% Bakkavör 1,8% -51,1% Exista 15,5% -55,4% Glitnir 2,0% -29,2% Eimskipafélagið 0,0% -59,2% Icelandair 6,8% -32,4% Kaupþing -0,7% -19,0% Landsbankinn 4,1% -32,3% Marel 4,5% -14,1% SPRON 0,0% -61,7% Straumur 1,9% -36,9% Teymi 21,5% -72,4% Össur 4,6% -7,6% *Miðað við lokagengi í Kauphöll í gær. Úrvalsvísitala Kauphallarinnar hefur hækkað nokkuð að und- anförnu og stóð í 4.398 stigum í lok viðskipta á mánudag sem er hæsta gildi hennar í rúma tvo mánuði. Vísitalan hafði þá hækkað um 7,4 prósent síðan hún náði lágmarki í lok júlí. Frá ára- mótum hefur vísitalan lækkað um 28,4 prósent. Verðsveiflurnar hafa verið mun meiri í einstök- um félögum. Við lok viðskipta á mánudag höfðu hækkað um 53,3 prósent frá því að þau náðu lág- marki þann 16 júlí. Exista lækk- aði aftur um 6 prósent í viðskipt- um á þriðjudag. „Það er ekkert í undirliggj- andi þáttum sem réttlætir mikl- ar hækkanir í sumum félögum“ segir Grétar Már Axelsson hjá greiningardeild Glitnis. Hann segir markaðinn munu áfram eiga undir högg að sækja, en lægra skuldatryggingaálag á ís- lensku bankana og lægra olíuverð séu þó jákvæðar fréttir. Kristj- án Bragason hjá greiningardeild Landsbankans segir sveiflur hér á landi enduróm að utan: „Það er mikil taugaveiklun á erlendum mörkuðum og undirliggjandi nei- kvæðni sem endurspeglast hér á landi.“ -msh Ekkert undirliggjandi sem réttlætir hækkanir V E R Ð Þ R Ó U N E X I S T A Hvenær keypt Hagnaður/tap fyrir 1 mánuði (18.7) 45,6% fyrir 2 mánuðum (18.6) 7,3% fyrir 3 mánuðum (18.5) -15% fyrir 6 mánuðum (22.2) -23,5% fyrir ári síðan (22.8 07) -71,5% (Miðað er við söluverð í lok dags mánudag) Unnið er að því að auka hluta- fé Árvakurs. Þetta staðfestir Einar Sigurðsson, forstjóri Ár- vakurs. „Við erum að vinna að þessu núna en ég gef engar tölulegar upplýsingar að svo stöddu,“ segir hann, en kveður frekari fregna að vænta í lok vikunnar. Heimildir Markaðarins herma að hlutafjáraukningin verði um eða yfir hálfan milljarð og að hún eigi að ganga fljótt fyrir sig. Aðalástæðan sé að mæta háum rekstrarkostnaði, en ekki lækka skuldir. - ghh Hlutafé Árvakurs aukið Framkvæmdastjóri Keops De- velopment, Preben Thomsen, er ósáttur við nýja eigendur félags- ins Stones Invest. Hann segir að um 350 milljónir íslenskra króna hafi verið tekn- ar út úr fyrirtækinu og notaðar í önnur verkefni. Vísar hann þá til endurgreiðslu virðisaukaskatts sem aldrei var lögð inn á reikn- ing Keops Development. Framkvæmdastjórinn stytti sumarleyfi sitt vegna málsins og er harðorður í viðtali við dönsku fréttaveituna Ritzau: „Ég get lifað með því að stytta sumar- leyfið mitt en ég get ekki sætt mig hljóðalaust við þá óreiðu sem augljóslega hefur verið í gangi án minnar vitundar.“ Framkvæmdastjórinn er einn- ig afar ósáttur við að stjórn Keops Development hafi nú dregið sig til baka og rift einhliða kaupsamningnum við Landic Property. - ghh Ósáttur framkvæmdastjóri HÖFUÐSTÖÐVAR KEOPS Framkvæmdastjóri Keops er harðorður í garð stjórnenda Stones Invest sem nýlega riftu kaupsamningi á Keops við Landic Property. FRÉTTABLAÐIÐ/NORDICPHOTOS Faxafen 10 gott húsnæði til leigu Gott húsnæði, allt að 420m2 (180m2 + 240m2), til leigu á 2. hæð í Faxafeni 10. Húsnæðið hentar vel fyrir skrifstofur eða kennslu. Leiguverð er kr. 1.400 pr. m2 á mánuði (enginn vsk). Áhugasamir sendi fyrirspurn á netfangið ohj@hradbraut.is eða leiti upplýsinga hjá Ólafi í síma 517-5040.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.