Fréttablaðið - 20.08.2008, Síða 23
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447
MOTOCROSSNÁMSKEIÐ sem Malasíumeistarinn í
motocrossi, James Robo Robinson, heldur munu fara fram
um næstu helgi, 23. og 24. ágúst. Tuttugu manns komast á
námskeiðið sem bæði er fyrir stór og lítil hjól. Á námskeið-
inu verður farið í gegnum grundvallaratriði í motocrossi.
Nánari upplýsingar á www.kka.is.
„Þó maður hefði viljað stoppa
lengur á sumum stöðum og ekki
bara þjóta beint í gegn þá er þetta
góð upphitun; nú veit maður meira
hvert mann langar að fara aftur,“
segir Ari Hálfdán Aðalgeirsson
um interrail-ferðalag sem hann
fór í ásamt kærustu sinni, Tinnu
Eir Kjærbo, síðasta sumar.
Ferðin hófst á Ítalíu þar sem
parið fór meðal annars til Ancona,
Brindisi, Corfu, Napolí, Róm og
Flórens. „Við ákváðum bara á síð-
ustu stundu að koma við í Napolí.
Það var æðislegt og við enduðum á
því að vera þrjá daga þar.“
Frá Ítalíu fóru Ari og Tinna til
Grikklands, Austurríkis, Ung-
verjalands, Tékklands, Slóvakíu,
Hollands, Frakklands, Andorra,
Mónakó og Spánar en þau pönt-
uðu aldrei gistingu langt fram í
tímann. „Oftast fundum við okkur
bara gistingu samdægurs,“ segir
Ari og rifjar upp skemmtilegt
hostel í Napolí. „Við fundum það
fyrir algjöra tilviljun en kom-
umst síðar að því að það var kosið
besta hostel í heimi á www.hostel-
world.com. Þar var ótrúlega mik-
ill heimilisfílingur og eigandinn
varð strax vinur manns. Hann lét
okkur vita að hann eldaði fyrir
gesti í svona 70 prósent tilfella og
það endaði á því að hann gerði
það fyrsta kvöldið. Við mættum
stundvíslega í kvöldmat sem var
úti á stórum svölum inn af eld-
húsinu. Þar voru allri gestir
hostelsins samankomnir við borð
þar sem snæddur var forláta
pastaréttur með heimabrugguðu
hvítvíni. Ekki nóg með það heldur
eftir matinn stökk eigandinn inn
til að ná í gítar og munnhörpu og
kom út og spilaði og söng fyrir
okkur.“
mariathora@frettabladid.is
Á besta hosteli í heimi
Ari Hálfdán Aðalgeirsson fór í fjögurra vikna interrail-ferðalag ásamt kærustu sinni. Þau plönuðu lítið
fyrirfram en fóru til ellefu landa, bæði í Austur- og Vestur-Evrópu.
Ari varð ekki fyrir vonbrigðum með Flórens þrátt fyrir miklar væntingar. Hér er hann á útsýnisstað yfir borgina. MYND/TINNA EIR KJÆRBO
Nú er tíminn til að spara !!
Ný sending -
FRÁBÆRT VERÐ!
kíkkið við og fi nnið þína drauma sófa
allt á 20% afsláttur
Almennur opnunartími
Mán - Föstudagar 09 - 18
Laugardaga 11-16
Dugguvogi 2 /Simi 557 9510 / patti.is
Mambó | Tjútt | Freestyle
Break | Salsa | Brúðarvals
Jazz | Hiphop | Barnadansar
Samkvæmisdansar
Sérnámskeið fyrir hópa
Börn - Unglingar -
Fullorðnir
Dansrá› Íslands | Faglær›ir danskennarar Borgartún 6 | 105 Reykjavík | sími 553 6645 | fax 568 3545 | dans@danskoli.is | www.dansskoli.is
Innritun og
upplýsingar á
dansskoli.is eða
í síma 553 6645
Dansfélag Reykjavíkur
Nýsmíði hefur margra ára reynslu í palla
og skjólveggjasmíð.
Gerum tilboð að kostnaðarlausu.
S: 699 2919 / 899 4666