Fréttablaðið - 20.08.2008, Side 43
H A U S
MARKAÐURINN 25MIÐVIKUDAGUR 20. ÁGÚST 2008
O P N U V I Ð T A L
I
GEIR HAARDE
FORSÆTISRÁÐ-
HERRA „Besta leið-
in til að vinna sig út
úr þessum aðstæð-
um er hins vegar að
sjálfsögðu fólgin í að
framleiða, framleiða
og aftur framleiða.
Verðmætasköpun
er það sem málið
snýst fyrst og fremst
um, að halda áfram
að skapa verðmæti
í vörum og þjónustu
og nýta auðlindir
okkar. Auðlindir
eru ekki mikils virði
ef þær eru ekkert
nýttar og engin þjóð
telur sig hafa efni
á að nýta ekki þær
auðlindir sem hún
ræður yfir.“
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
irlýsinga sem gengið hafa, að það álver
muni rísa ef um það nást eðlilegir við-
skiptasamningar milli aðila. Það kæmi þá
á eftir álverinu í Helguvík. Að því leyti til
hefur ákveðinni óvissu verið rutt úr vegi
enda þótt úrskurður umhverfisráðherra
hafi komið á óvart.“
Er ráðherrum ríkisstjórnarinnar ekki
ljós þessi efnahagsvandi sem þú hefur lýst.
Var úrskurðurinn borinn undir þig?
„Nei, hann var ekki borinn undir mig og
ég tel að hann hafi verið óþarfur og sagði
það strax. Afla hefði mátt sömu upplýs-
inga um umhverfisáhrif eftir þeim leiðum
sem venjulega hafa verið farnar. En þetta
var mat ráðherrans og hún var innan sinna
valdheimilda í þessari ákvörðun. En það
er skýr stefna ríkisstjórnarinnar að það
verði virkjað fyrir norðan og reist álver
á Bakka.“
Telurðu rétt að hefja undirbúning að
Bitruvirkjun á Hellisheiði og virkjunum í
neðri hluta Þjórsár?
„Bæði þessi verkefni eru langt komin í
undirbúningi og ég tel sjálfsagt að halda
áfram undirbúningi að Bitruvirkjun og
fara á fullt í þeirri vinnu. Síðan verður
að koma í ljós hvar hún lendir í röðinni af
virkjunarkostum á Hellisheiðarsvæðinu.
Hvað varðar neðri hluta Þjórsár þá er sá
undirbúningur auðvitað mjög langt kom-
inn og fyrir skemmstu voru flestir á því
að þar væru mjög skynsamlegir virkjun-
arkostir Ég vona bara að fljótlega leysist
úr þeim ágreiningi sem eftir er að leysa
þar. Hins vegar eru hafin málaferli út af
ákveðnum þætti málsins þannig að við
verðum að bíða og sjá hver niðurstaðan úr
því verður. Á meðan er sjálfgefið að ráðast
í Búðarhálsvirkjun að mínum dómi.“
Kemur til greina að beitt verði heim-
ildum um eignarnám á þessu svæði, eins
og gert hefur verið annars staðar á land-
inu, í því skyni að tryggja virkjunarfram-
kvæmdir?
„Það er of snemmt að kveða upp úr um
það. Heimild iðnaðarráðherra er til stað-
ar í lögum.“
Erfitt árferði bitnar á fjölmiðlum eins og
öðrum. Kemur til greina að taka Ríkisút-
varpið af auglýsingamarkaði til þess að
jafna samkeppnisstöðu annarra miðla?
„Menntamálaráðherrann hefur haft
þessi mál til sérstakrar skoðunar. Hún
er með hugmyndir í vinnslu varðandi þá
stöðu, sem er ekki er tímabært að fara
nánar út í á þessum tímapunkti.“
Vandi steðjar að mörgum fjármálafyr-
irtækjum, til dæmis sparisjóðunum. Þarf
ekki frekari samruni og hagræðing að eiga
sér stað á innlendum bankamarkaði? Mun
ríkisstjórnin beita sér fyrir því að liðka
fyrir slíku ferli, meðal annars með tilliti til
samkeppnisumhverfisins?
„Ég tel víst að það sé unnt að hagræða
í bankakerfinu, til dæmis með samein-
ingu eða samruna fyrirtækja. Ríkisstjórn-
in mun stuðla að því fyrir sitt leyti.“
Eru áform um einhver skref til einka-
væðingar ríkisfyrirtækja á næstunni?
„Það hefur ekki verið ákveðið en ég tel
vissa möguleika fyrir hendi í þeim efnum,
sem fara þarf yfir. Nefni ég Íslandspóst í
því sambandi.“
VILL UPPFYLLA
MAASTRICHT-SKILYRÐI
Forveri þinn í embætti,
Halldór Ásgrímsson,
taldi að Ísland yrði geng-
ið í Evrópusambandið
árið 2015. Ertu sammála
því mati?
„Nei, ég er ekki sam-
mála því og ekki hlynnt-
ur því.“
Í síðustu viku lýsti ut-
anríkisráðherra þeirri
skoðun sinni að upptaka
evru væri nauðsynleg, „ef
við ætlum að taka þátt í
þessu alþjóðlega hnatt-
vædda hagkerfi og vera
með stóran fjármála-
geira“ eins og hún orð-
aði það. Fjölmörg sam-
tök innan atvinnulífs-
ins hafa lýst svipuðum
sjónarmiðum, líka ASÍ,
Starfsgreinasambandið,
bankarnir og forsvars-
menn margra stórra fyr-
irtækja. Hafa allir þessir
aðilar rangt fyrir sér?
„Ég tel að margir af þeim aðilum sem
þú nefndir tali um evru í stað krónu sem
lausn á þeim vanda sem við glímum við nú
um stundir. Sú tenging er óraunhæf. Við
munum uppfylla öll Maastricht-skilyrðin
ef við náum þeim árangri sem að er stefnt
og lýst í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar-
innar og þá verður ekki nein ástæða til
að taka upp annan gjaldmiðil því þá verð-
ur kominn sá stöðugleiki sem nauðsynleg-
ur er.“
En gæti ekki verið skynsamlegur leikur
í stöðunni að gefa út þau skilaboð að ríkis-
stjórnin ásetji sér að uppfylla Maastricht-
skilyrðin um upptöku evru á þessu kjör-
tímabili, enda þótt ekki sé samstaða um að
sækja um aðild að Evrópusambandinu?
„Jú, við stefnum að sjálfsögðu að því að
uppfylla þessi skilyrði sem fyrst. Það eru
almennir hagsmunir okkar að gera það
óháð Evrópusambandinu.“
Fleiri og fleiri sjálfstæðismenn tjá nú
opinberlega stuðning sinn við inngöngu í
ESB. Telurðu að tekist verði á um aðild
að Evrópusambandinu á næsta landsfundi
flokksins?
„Mér er það til efs. Umræðan um þessi
mál er mjög lifandi innan Sjálfstæðis-
flokksins. Mér finnst ekki að þrýstingur
innan flokksins í þessa
veru hafi aukist neitt að
ráði. Við ræðum þetta
opinskátt í flokknum.
Þingmenn hans fylgja
þeirri stefnu sem mörk-
uð var á síðasta lands-
fundi en auðvitað gild-
ir það um Sjálfstæðis-
flokkinn eins og aðra
flokka, að við getum
ekki útilokað neitt um
aldur og ævi. Það er mín
skoðun, þegar allt er
tekið með í reikninginn,
að hagsmunum okkar Ís-
lendinga sé betur borg-
ið utan sambandsins en
innan þess.“
ÓHJÁKVÆMILEG GENGIS-
AÐLÖGUN
Hvernig sérðu næstu
vikur og mánuði þró-
ast?
„Staðan er sú að við
höfum verið að fara í
gegnum mikla gengis-
aðlögun. Hún var óhjá-
kvæmileg vegna þess að krónan var um
allnokkra hríð of hátt skráð. Slík gengis-
aðlögun kallar á tímabundinn verðbólgu-
kúf en á eftir standa þeir atvinnuveg-
ir sem keppa við innflutning miklu betur
að vígi, sem og útflutningsatvinnuvegirn-
ir. Staða þeirra verður mjög öflug þegar
fram í sækir. Við höfum einnig tekið á
okkur þrengingar til skemmri tíma í sjáv-
arútvegi til þess að búa í haginn til fram-
tíðar og byggja upp fiskstofna. Þegar
þetta skilar sér í bættri afkomu atvinnu-
veganna er ljóst að hér verða lífskjör al-
mennings mjög góð. En það má búast við
erfiðu hausti og vetri. Ég lít á það sem
stærsta verkefni ríkisstjórnarinnar að
halda verðbólgu í skefjum og koma í veg
fyrir fjöldaatvinnuleysi, en þá verður líka
að skapa önnur störf í staðinn og gera fyr-
irtækjum kleift að koma undir sig fótun-
um. Á Íslandi skiptir sérhver einstakling-
ur máli og mikilvægt að allir finni störf
við hæfi.“
Hefurðu tekið þá gagnrýni að þú sért
ekki að gera nóg nærri þér?
„Nei, ég vissi að hverju ég gekk í þeim
efnum, en reyni að leggja mig allan fram
í því sem ég hef tekið að mér. Það er ekki
hægt að elta ólar við allar ávirðingar sem
tíndar eru fram en ég hlusta vandlega á
málefnalega gagnrýni og tel að hún sé af
hinu góða. Málsmetandi menn geta haft
mismunandi skoðanir á því hvernig eigi
að leysa tiltekinn vanda.“
DREG EKKI KANÍNUR UPP ÚR HATTI
Eru kröfurnar til þín óraunhæfar? Er ætl-
ast til þess að þú dragir kanínur upp úr
hattinum?
„Stundum er það, já. En flestir sem eru
inni í þessum málum vita að það eru engin
töfrabrögð í spilinu. “
Það er kallað eftir þjóðarsátt.
„Já, en aðstæður hafa breyst mikið í
þjóðfélaginu frá árinu 1990 þegar gerð
var þjóðarsátt. Verðbólgan nú stafar ekki
af víxlverkun launa og verðlags eins og
þá heldur fyrst og fremst af hækkun inn-
flutningsverðlags. Umhverfi efnahags-
málanna er gjörbreytt og stjórnmála-
menn ekki lengur með puttana í smáu sem
stóru. Auknu frelsi á markaði fylgir aukin
ábyrgð þeirra sem þar starfa. Samstarf
ríkisvaldsins, sveitarfélaga og aðila vinnu-
markaðarins er þó vissulega enn mjög
mikilvægt, við leggjum áherslu á að við-
halda því og eiga trúnað þessara aðila og
vinnum áfram á þeim grundvelli, meðal
annars á sérstökum samráðsvettvangi. En
ég tel einnig að þegar virkilega bjátar á
í þjóðarbúskapnum eigi stjórnmálaflokk-
arnir allir, bæði stjórn og stjórnarand-
staða, að vinna saman til þess að takast í
sameiningu á við þau verkefni sem við er
að fást. Það eru mörg atriði sem þarf að
hafa samvinnu um og ég kalla eftir víð-
tækri samstöðu þjóðinni allri til hagsbóta.
Íslenska þjóðin hefur áður gengið í gegn-
um erfiðleika og mun sigrast á þeim núna
eins og jafnan áður.“
Staðan er sú að við
höfum verið að fara í
gegnum mikla gengis-
aðlögun. Hún var
óhjákvæmileg vegna
þess að krónan var um
allnokkra hríð of hátt
skráð. Slík gengis-
aðlögun kallar á tíma-
bundinn verðbólgukúf
en á eftir standa þeir
atvinnuvegir sem keppa
við innflutning miklu
betur að vígi, sem og
útflutningsatvinnu-
vegirnir. Staða þeirra
verður mjög öflug þegar
fram í sækir.