Fréttablaðið - 20.08.2008, Qupperneq 52

Fréttablaðið - 20.08.2008, Qupperneq 52
24 20. ágúst 2008 MIÐVIKUDAGUR menning@frettabladid.is > Ekki missa af ... Dauða trúðsins í endurflutningi á vef RÚV en fyrsti þátturinn rann út í gær. Hina má heyra þar í endurvarpi en röðinni sem byggist á sakamálasögu Árna Þórarinssonar lýkur ekki fyrr en 29. ágúst. Þeir eru fluttir alla virka daga kl. 13. Sex erlend skáld og tólf íslensk lesa í ljóðapartíum á Smíðaverkstæði Þjóð- leikhússins og taka þátt í umræðum með Birnu Bjarnadóttur og Ármanni Jakobssyni í Norræna húsinu á Fjórðu alþjóðlegu ljóðahátíð Nýhils sem hefst á föstudag. Glæsilegt þýð- ingarit verður gefið út sam- hliða hátíðinni, sem stendur fram á sunnudag. Nýhil efnir til hátíðarhalda um ljóðið í fjórða sinn og fer hún fram í Norræna húsinu og á Smíðaverk- stæði Þjóðleikhússins og er dag- skráin metnaðarfull og spennandi. Um er að ræða einu íslensku hátíð- ina þar sem ljóð eru í brennidepli, en hún hefur þegar skipað sér sess sem framsækinn listviðburður í íslensku menningarlífi. Hún var haldin í fyrsta sinn 2005 og hafa skipuleggjendur lagt sérstaka áhersla á að leiða saman íslenska og erlenda strauma í ljóðlist, auk þess sem frjótt samspil við aðrar listgreinar hefur verið í fyrir- rúmi. Erlendir gestir hátíðarinnar að þessu sinni eru þau Nina Søs Vinth- er (Danmörk), Ida Börjel (Sví- þjóð), Hanno Millesi (Austurríki), Ann Cotten (Þýskaland), Süreyyya Evren (Tyrkland) og Morten Søk- ilde (Danmörk). Þá munu eftirtalin íslensk skáld koma fram á hátíðinni: Kristín Svava Tómasdóttir, Kári Páll Ósk- arsson, Ingólfur Gíslason, Eiríkur Örn Norðdahl, Haukur Már Helga- son, Kristín Eiríksdóttir, Linda Vilhjálmsdóttir, Jón Örn Loðm- fjörð, Örvar Þóreyjarson Smára- son, Ófeigur Sigurðsson, Una Björk Sigurðardóttir og Ragnar Ísleifur Bragason. Glæsilegt rit verður gefið út í tilefni hátíðarinnar með þýðingum á verkum íslenskra og erlendra þátttakenda. Ritinu er ætlað að efla kynningu á skrifum ljóðskáld- anna, en í því birtast í fyrsta sinn enskar þýðingar á verkum marga íslenskra ungskálda. Kári Páll Óskarsson, skáld og nemi í þýð- ingafræði, er ritstjóri þýðinga- og dagskrárritsins. Hönnun þess ann- ast myndlistarkonan Sara Riel, en frágangur bókarinnar verður bæði óhefðbundinn og metnaðarfullur. Dagskrá hátíðarinnar sam- anstendur af tveimur ljóðapartí- um, föstudags- og laugardags- kvöld, sem standa frá 20:00 til 23:00. Bæði fara þau fram á Smíða- verkstæði Þjóðleikhússins, en seinna partíið er hluti af dagskrá menningarnætur í Reykjavík. Ólöf Arnalds leikur tónlist á föstudags- kvöldinu, en útskriftarnemar í fræðum og framkvæmd við Listaháskóla Íslands munu ramma inn dagskrána með óvæntum uppákomum bæði kvöldin. Ekki síður mikilvægur hluti dagskrárinnar eru pallborðsum- ræður þar sem landsins rósfingr- uðustu bókmenntafræðingar, þau Birna Bjarnadóttir og Ármann Jakobsson, mun rekja garnirnar úr ungum rithöfunum um skáld- skap þeirra. Umræðurnar fara fram milli 13 og 14.30 á laugardeg- inum, í Norræna húsinu, og eru einnig hluti af dagskrá menning- arnætur. Milli 18 og 19 sama dag verður einnig stuttur upplestur norrænna ljóðskálda í Norræna húsinu. Í fyrri lotu munu Ármann og skáldin beina umræðum í far- veg útfrá tveimur spurningum: Í fyrsta lagi er spurt: leitar ljóðlist- in ávallt að nýjum byrjunarreit? Í öðru lagi er spurt: Er ljóðlist sam- tímans síður ljóðræn en ljóðlist fortíðarinnar? Í pallborði fyrri lotu sitja þau Ann Cotten (Austur- ríki), Nina Søs Vinther (Danmörk), Süreyyya Evren (Tyrkland) og Haukur Már Helgason. Seinni lota pallborðsumræðna hefst að loknu örstuttu kaffihléi, en þar verður spurt: Hvert er rými listarinnar í Ríki sjoppunnar á tíma kapítal- ískrar neysluhyggju? Birna Bjarnadóttir mun kría svör út úr þessum skáldum: Ida Börjel (Sví- þjóð), Morten Søkilde (Danmörk), Eiríkur Örn Norðdahl og Kristín Eiríksdóttir. Hátíðinni lýkur sunnudaginn 24. ágúst með málþingi um óháða útgáfustarfsemi og ljóðabókaút- gáfu á alþjóðavísu. Þátttakendur í umræðum verða þau Süreyyya Evren og Nina Søs Vinther, en þau hafa bæði komið að útgáfumálum í sínum heimalöndum. Nina hefur gegnt stöðu framkvæmdastjóra rithöfundaforlagsins Arena sem hefur verið leiðandi í ljóðabókaút- gáfu í Danmörku, en býr að ára- tuga hefð sem framsækið bókafor- lag undir beinni stjórn starfandi rithöfunda. Staður og nákvæmur tími málþingsins verða auglýst innan skamms. Listrænn stjórnandi fjórðu alþjóðlegu ljóðahátíðar Nýhils er Kristín Eiríksdóttir, en fram- kvæmdastjóri er Viðar Þorsteins- son. Hátíðin er haldin í samstarfi við Norræna húsið og Reykjavík- urborg, en nýtur einnig stuðnings frá Clara Lachmanns fond og Prentsmiðjunni Odda. Dagskrá hátíðarinnar í heild má sjá á http:// nyhil.blogspot.com/ pbb@frettabladid.is Ljóðahátíð í ríki sjoppunnar BÓKMENNTIR Kristín Eiríksdóttir skáldkona, er listrænn stjórnandi ljóðahátíðar Nýhils sem hefst á föstudagskvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/EÓL Mál og menning sendi frá sér í vor skáldsöguna Laxveiðar í Jemen eftir Paul Torday. Þetta er fyrsta skáldsaga höfundar og hún hefur vakið mikla lukku erlendis, enda er hér um að ræða einstak- lega fyndna, spennandi og hjart- næma sögu. Bókin kemur út beint í kilju og það er Sölvi Björn Sigurðs- son sem þýðir. Í bókinni segir frá vellauð- ugum fursta frá Jemen, sönnum hug- sjónamanni, sem telur laxveiðar til þess fallnar að efla samlyndi og frið. Hann vill því gera landsmönnum sínum kleift að stunda þessa mannbætandi íþrótt í heimahögum. Verkefnið er risavaxið og byltingarkennt, og inn í það fléttast pólitík, trú og ást, svo ekki sé minnst á vísindaleg afrek og duttlunga náttúrunnar. NÝJAR BÆKUR Í kvöld munu tveir bandarískir ljósmynd- arar halda fyrirlestur um verk sín. Fyrir- lesturinn hefst kl. 12.00 í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands. Fyrirlesarar eru Linda Connor og Lonnie Graham. Linda Connor er kennari við San Francico Art Institute og nokkuð vel þekkt innan þess geira sem hefur áhuga á fagurfræði- legri ljósmyndun. Hún hefur ferðast víða og rannsakað framandi menningarheima en á Íslandi er hún nú í rannsóknum á landslagi og hefur farið víða um land undanafarinn mánuð. Hún notar 8x10 tommu myndavél, kontaktprentar myndir sínar á POP-pappír og gulltónar síðan. Lonnie Graham kennir við Penn State School of Visual Arts í Pennsylvaníu. Hann hefur víða myndað fólk og tekið viðtöl við það. Hann leggur áherslu á arf- leifð, trú og siðvenjur viðmælanda sinna. Fyrirlestur um ljósmyndir Kl. 20 Á morgun verða torg borgarinnar skoðuð. Torg í borg er þema Menning- arnætur í ár og því tilvalið að taka forskot á sæluna í síðustu Kvosar- göngu sumarsins og ganga á milli flestra þeirra torga sem finna má á svæðinu, þekktra sem minna þekktra. Öll eiga þau sammerkt að hafa verið vettvangur fjölbreytts mannlífs í tímans rás. Leiðsögumennirnir eru sérfræðingar frá Borgarbókasafni, Listasafni, Ljósmyndasafni og Minjasafni Reykjavíkur. Lögmál 1: Bikarinn skal vera tandurhreinn, þveginn upp úr fitulausri sápu og skolaður í köldu vatni þar til hann nær sama hitastigi og ölið. Þannig verður froðan þéttari og heldur hvítum hlífiskildi sínum lengur yfir hinum dýrmæta vökva. Minnstu óhrein- indi geta spillt fyrir og mengað fullkomin bragðgæði Stellu Artois. Lögmál 2: Þegar byrjað er að hella er bikarnum hallað um 45 gráður. Þá sjáum við hvernig dýrmætur vökvinn hringar sig ofan í bikarinn og myndar iðuna sem er galdurinn við fljótandi gullgerðarlist. Þegar ölið kemst í samband við súr- efni myndast smám saman þétt froða sem innsiglar inni- haldið og verndar það frá fyrsta sopa til hins síðasta. Lögmál 3: Þegar bikarinn, sem hingað til hefur hallað um 45 gráður, hefur verið fylltur að þremur fjórðu skal hann réttur við. Með jafnri hreyfingu er hann samtímis færður niður frá flösku- opi um sem nemur hæð bikarins. Þannig krýnum við ölið þéttri froðu sem skýlir innihaldi bikars- ins og tryggir ferskleika og líf þessa fljótandi gulls.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.