Fréttablaðið - 20.08.2008, Qupperneq 62

Fréttablaðið - 20.08.2008, Qupperneq 62
34 20. ágúst 2008 MIÐVIKUDAGUR Hljómsveitin Bang Gang með Barða Jóhannsson í fararbroddi hitar upp fyrir dúettinn Air á tvennum tónleikum í Frakklandi í október. Tónleikarnir verða óhefð- bundnir að því leyti að þeir verða órafmagnaðir hjá báðum hljóm- sveitunum. Uppselt var á tónleikana fyrir tveimur mánuðum, en þeir verða haldnir í klassískum tónleikahöll- um í borgunum Reims og París. „Þetta verður gaman. Þetta eru dálítið sérstakir tónleikar því þeir eru í þessu klassíska umhverfi sem mér finnst eiga vel við tón- listina mína,“ segir Barði. Um mikinn heiður er að ræða fyrir Barða enda er Air ein fræg- asta hljómsveit Frakklands og vel þekkt á heimsvísu. Skemmst er að minnast tónleika hennar í Laugar- dalshöll síðasta sumar sem heppn- uðust einkar vel. Frægasta plata sveitarinnar er Moon Safari sem kom út fyrir tíu árum og seldist í milljónum eintaka. Bang Gang er á leiðinni í hefð- bundari tónleikaferð um Evrópu í haust og passa tónleikarnir með Air vel inn í þá dagskrá. Á túrnum ætlar sveitin að kynna sína nýj- ustu plötu, Ghosts From the Past, sem kom út á dögunum við góðar undirtektir. „Þetta leggst allt saman gríðarlega vel í mig,“ segir Barði, spenntur fyrir komandi verkefnum. Auk vinnunnar með Bang Gang hefur Barði að undanförnu unnið að tónlistinni fyrir nýjustu kvik- mynd Óskars Jónassonar, Reykja- vík Rotterdam, sem verður frum- sýnd í október. Upptökum á myndinni er lokið og stendur hljóðsetningin nú yfir. -fb 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 GAMLA MYNDIN LÁRÉTT 2. getraun, 6. hæð, 8. krá, 9. ringul- reið, 11. íþróttafélag, 12. goðmögn, 14. masar, 16. ætíð, 17. þrí, 18. angan, 20. tónlistarmaður, 21. þefa. LÓÐRÉTT 1. máta, 3. í röð, 4. keppikefli, 5. dýrahljóð, 7. lengdareining, 10. svif, 13. hnoðað, 15. land, 16. taug, 19. sjúkdómur. LAUSN LÁRÉTT: 2. gátu, 6. ás, 8. bar, 9. tjá, 11. kr, 12. tótem, 14. malar, 16. sí, 17. trí, 18. ilm, 20. kk, 21. nasa. LÓÐRÉTT: 1. hátt, 3. áb, 4. takmark, 5. urr, 7. sjómíla, 10. áta, 13. elt, 15. ríki, 16. sin, 19. ms. Auglýsingasími – Mest lesið „Ég rakst á þessa bók í Kolaport- inu í fyrra. Og sá þá að þarna vorum við komnir með „kover“ á plötuna okkar,“ segir Freyr Eyj- ólfsson, gítarleikari og söngvari í hljómsveitinni Geirfuglunum. Undarleg og skemmtileg hug- mynd sem virðist ganga fullkom- lega upp kviknaði þegar Freyr sá bókina Geirfuglarnir eftir Árna Bergmann. Þar var sem plötuum- slag á plötu, þá sjöttu sem Geir- fuglarnir voru þá byrjaðir að vinna, væri fyrirliggjandi með yfirskriftinni: Geirfuglar Árni Bergmann. Bókin kom út árið 1982. Sá sem er skráður fyrir hönnun bókakápunnar er Harald- ur Guðbergsson myndlistarmað- ur. „Við hringdum í Harald en hann er á elliheimili. Honum fannst þetta skrítið og fyndið og gaf okkur góðfúslegt leyfi til að endurvinna hönnun hans og myndskreytingar,“ segir Freyr og bætir því við að þeir Geirfuglar þyrftu þá ekki að leggja mikla vinnu í gerð plötuumslagsins. „Við erum svo nýtnir. Erum að loka hringnum,“ segir Freyr og viðurkennir fúslega að þetta sé póstmódernískur aulabrandari öðrum þræði. Freyr lýsir yfir mikilli aðdáun á Árna Bergmann og verkum hans. Með þessari nafngift og vísun eru Geirfuglar að votta Árna virðingu sína. „Ein- hver snjallasti blaðamaður og rit- höfundur, kennari og fræðimaður sem við höfum átt. Uppáhalds- bókin mín eftir hann er Þorvaldur víðförli. Einhver merkilegasta skáldsaga sem hefur komið út á Íslandi hin síðari ár. Svo var Árni svo mikill brautryðjandi á ýmsum sviðum. Til að mynda er hann einn fyrsti glæpasagnahöfundur landsins. Eftir hann liggur frá- bær krimmi sem heitir Með kveðju frá Dublin.“ Geirfuglarnir verða með sér- lega útgáfutónleika á föstudags- kvöldið en þeir hafa haft fyrir venju að troða upp á menningar- nótt í Iðnó og hefur alltaf verið troðfullt hús við það tækifæri. En hvernig er svo platan? Freyr segir þetta eins og í stofunni heima eftir að konan henti út antíksófa- settinu og vildi kaupa allt nýtt. Geirfuglar keyra að þessu sinni á hefðbundinni hljóðfæraskipan. „Nú er ekkert harmonikku-, mandólín- og polkakjaftæði leng- ur. Við svikum polkann.“ jakob@frettabladid.is FREYR EYJÓLFSSON: G EIRFUGLAR HAFA SVIKIÐ POLKANN Gefa Árna Árna Bergmann VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á síðu 8. 1 Valsmönnum. 2 Framsóknarflokki. 3 Matthías Johannessen. Vinsælasti útvarpsþáttur lands- ins, Reykjavík síðdegis, gengur í gegnum tímabundnar manna- breytingar vegna sumarleyfa. Nú eru Þorgeir Ástvalds og Bragi Guðmunds í fríi og hleypur hinn glaðværi Ásgeir Páll Ágústsson í skarð þeirra beggja og stendur vaktina með Kristófer Helgasyni. Ásgeir var lengi vel einn af föstum stjórnendum þáttarins - þekktur fyrir afbragðs skemmti- legan og smitandi hlátur. Nú þegar Ásgeir hefur snúið aftur hafa gárungarnir endurnefnt þáttinn - Krissi og Flissi. Golfæði virðist hafa gripið lands- menn en þeirra á meðal er Jón Steinar Gunnlaugs- son hæstaréttardómari. Jón Steinar er þekktur fyrir að taka allt það sem hann leggur fyrir sig heljartökum. Hann byrjaði í golfi fyrir tæpum þremur árum og hefur ástundunin verið með ágætum, svo miklum að hæstaréttardómarinn er kominn í 12 í forgjöf sem þykir gott. Jón Steinar á sumarbústað við Heklu og þar í nágrenni eru afbragðs aðstæð- ur til að stunda golfið. Nánast allir fjölmiðlar landsins leituðu til Íslenskrar getspár og vildu birta viðtal við hina heppnu fjölskyldu í Fellahverfinu sem hreppti 66 milljónir í lottóvinning um síðustu helgi. Eftir að hafa fengið lista í hendur yfir valinkunna fjölmiðla- menn frá Íslenskri getspá völdu hjónin Jakkapong Srichakan og Penporn Theehakde nafn Þóru Kristínar Ásgeirsdóttur, sem nú er hjá Mogganum, til að heimsækja sig í Fella- hverfið. Jakkapong og Penporn sögðu Þóru meðal annars að þau væru nú að byggja hús í Taílandi og kæmu peningarn- ir sér því vel. -shs/jbg FRÉTTIR AF FÓLKI „Ég litaði hárið á mér ljóst. Svo varð ég að taka ákvörðun um hvort ég vildi vera ljóshærð eða dökkhærð í einhverri bíómynd og mér fannst ég frekar heima hjá mér með dökkt hár. Fyrir það var ég búin að prófa fleiri, fleiri liti. Þá þótti sjálfsagt að vera með blátt í dag og appels- ínugult á morgun.“ Ragnhildur Gísladóttir tónlistarmaður. Myndin er tekin í september 1980. „Nei, hörkutólið táraðist nú ekki. Ég veit ekki alveg hvernig hægt er að lýsa þessu á prenti, honum er ekki um það gefið að honum sé hampað. En hann var ánægður með þetta. Greinilega,“ segir Arnar Valgeirsson. Arnar var leiðangursstjóri Hróksmanna sem eru nýkomnir frá Grænlandi. Þar gáfu þeir sér- stökum „agent“ félagsins, Ísmann- inum ógurlega, Sigurði Péturssyni, afmælisgjafir í tilefni sextugsaf- mælis hans sem er um þessar mundir. Ísmaðurinn fékk forláta skákborð áritað af Kasparov, tafl- menn, íslenska tónlist frá Smekk- leysu, íþróttagalla frá Henson og konfekt frá Sandholti svo eitthvað sé nefnt. Fyrir þá sem ekki þekkja tók Sigurður sig upp og fluttist til Grænlands og hefur búið þar und- anfarin ár og verið Hróksmönnum innan handar en þar hafa þeir stað- ið fyrir víðtæku barnastarfi, kennt skák, staðið fyrir skákmótum og stuðlað að frekari samskiptum landanna. „Við vorum þarna í tíu daga, 17 manns alls en mér skilst að þetta sé ferð númer 15,“ segir Arnar. Ferðunum lýkur alltaf á Green- land Open sem Róbert Harðarson vann í ár. „Svo var stofnað skákfélag í Kúlúsúkk. Heiðursfélagi númer 13 varð til í þessari ferð; Harald Bianco en hann hefur verið okkar helsta stoð og stytta í Tasiilaq undanfarin ár.“ - jbg Ísmaðurinn fékk áritað tafl í afmælisgjöf ARNAR FÆRIR ÍSMANNINUM GJAFIR Ísmaðurinn ógurlegi er sextugur um þessar mundir og Hróksmenn færðu honum gjafir af því tilefni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANDRI ÁRNI AFHENTUR Árni Bergmann veitir sam- nefndri plötu viðtöku Freyr og Þorkell Heiðarsson, félagar úr Geirfuglunum, fóru í gær til að færa Árna Bergmann eintak nýrr- ar plötu sinnar með um- slaginu góða. Haraldur Guðbergsson myndlistar- maður veitti Geirfuglum góðfúslegt leyfi til að end- urvinna hönnun sína og myndskreytingar.FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N Bang Gang hitar upp fyrir Air BARÐI JÓHANNSSON Barði og hljóm- sveit hans Bang Gang hita upp fyrir dúettinn Air á tvennum tónleikum í Frakklandi. AIR Franski dúettinn Air hélt vel heppnaða tónleika í Laugardalshöll síðasta sumar. Löggildir rafverktakar Rafmagnsvandamál Talaðu þá við okkur Uppl. síma 8604507 / 8494007 islagnir@islagnir.is www.islagnir.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.