Fréttablaðið - 03.09.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 03.09.2008, Blaðsíða 8
8 3. september 2008 MIÐVIKUDAGUR 1. Hver var heildarkostnaður forsetahjónanna og forsetarit- ara vegna ferðar á Ólypíuleik- ana í Peking? 2. Í hvaða á eru stundaðar tilraunaveiðar eftir mengunar- slys í fyrra? 3. Hvaða fornfræga tímarit kemur út í netútgáfu á næst- unni? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 30 Heimurinn er hér! Í DAG MIÐVIKUDAG KL. 15.00 Í IÐNÓ Nánari upplýsingar á www.samfylking.is Á fundinum verður m.a. rætt um Evrópumál, málefni Miðausturlanda og árangur spænska verkamannaflokksins í ríkisstjórn. Árni Páll Árnason þingmaður stjórnar umræðum. Allir velkomnir! STJÓRNMÁL Félagar í Þjóðarhreyf- ingunni - með lýðræði ætla á næstu dögum að afhenda alþingis- mönnum sérstaka útgáfu af bókinni Dýrabær eða Animal Farm eftir George Orwell. Í tilkynningu frá Þjóðarhreyf- ingunni segir að tilgangur bókagjafarinnar sé að hvetja þingmenn til góðra verka. Bókin sé færð þingmönnum í von um að hún verði þeim hvatning til lýðræðislegra dáða, sérstaklega við endurskoðun svonefndra eftirlaunalaga. „Þjóðin býr í grundvallaratrið- um við sömu lífeyrisréttindi. Alþingismenn, ráðherrar og hæstaréttardómarar eiga einfaldlega að njóta sömu réttinda og aðrir opinberir starfsmenn. Sú leiðrétting þolir enga bið,“ segir í umsögn hreyfingarinnar til allsherjarnefndar Alþingis. - ovd Eftirlaunamálið þolir enga bið: Áminning til þingmanna FRÁ HÚSDÝRAGARÐINUM Hans Kristján Árnason, Hjörtur Hjartarson og Ólafur Hannibalsson á blaðamannafundi í Húsdýragarðinum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Núorðið bóka flestir ferðalög sín á netinu. Nauðsynlegt er að vera vel vakandi og með hugann við efnið þegar bókað er – a.m.k. hjá Icelandair – til að lenda ekki í óþarfa kostnaði. Guðni Th. Jóhannesson skrifar: „Okkur hjónunum tókst að gera smá mis- tök í netbókun á flugi til London með Icelandair, rugla fornafni og eftirnafni þannig að eftirnafnið kom fyrst og svo fornafnið. Ég fékk þær upplýsingar hjá starfs- manni flugfélagsins (sem var reyndar alveg nógu vinsamleg) að þessu yrði að breyta. En það fellur undir breytingu á bókun sem kostar 4.000 kr. Þessi breyting tekur örugglega í mesta lagi mínútu í framkvæmd og getur nú varla talist stórvægileg. 4.000 krónur skulu það samt vera.“ Anna S. Guðfinnsdóttir er með annað dæmi um háan aukakostn- að hjá Icelandair: „Ég pantaði far á svokölluðu „best price“ far- gjaldi til London um daginn en þurfti svo því miður að breyta því þar sem mér höfðu orðið á mistök. Þegar ég hef samband við söluskrifstofuna er mér tjáð að það kosti mig 10.000 kr. að breyta miðanum plús mismun í verði á fargjöldunum, en þau áttu ein- ungis dýrari sæti á þeim dag- setningum sem um ræddi. Þegar upp er staðið þarf ég að borga nálægt 50.000 kr fyrir farmiða sem kostaði mig rúmar 36.000 kr – „best price“, einmitt! Mér finnst þetta heldur lágkúruleg aðferð hjá félaginu til að hala inn auka- pening því það er ekki eins og fólk geri það að gamni sínu að breyta farmiðum yfir höfuð.“ Hjá söluskrifstofu Icelandair fékkst staðfesting á þessum gjöld- um. Verið vel vakandi þegar þið pantið hjá Icelandair: Dýrt að gera mistök BANDARÍKIN, AP Það var ekki aðeins fellibylurinn Gústav, sem setti strik í reikninginn við upphaf landsþings Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum, heldur tóku vandræðalegar uppljóstranir um fortíð Söruh Palin einnig sinn skerf af athygli landsfundargesta jafnt sem fjölmiðla. John McCain verður formlega útnefndur forsetaefni flokksins á landsþinginu, sem stendur fram á fimmtudag. Hann þótti taka áhættu í síðustu viku með því að velja Palin, sem er ríkisstjóri í Alaska, sér við hlið sem varafor- setaefni. Sú áhætta kom honum að nokkru í koll strax fyrstu dagana, því fjöl- miðlar hafa keppst við að segja Bandaríkjamönnum fréttir á borð við þá, að sautján ára dóttir Palin sé ófrísk, en ætli að giftast barns- föðurnum, sem einnig er sautján ára. Einnig að Palin hafi ráðið lög- fræðing til að verja sig fyrir rétti í máli sem snýst um siðferðisbrot. Þá var skýrt frá því að eiginmaður hennar, Todd Palin, hafi verið handtekinn fyrir tveimur áratug- um fyrir að hafa ekið undir áhrif- um áfengis. Palin er einnig sögð hafa stutt furðulegan stjórnmálaflokk sem berst fyrir því að Alaska lýsi yfir sjálfstæði. Hún er sögð hafa stutt smíði brúar í Alaska, sem McCain hefur tekið sem dæmi um gjör- samlega tilgangslausan austur úr ríkissjóði. Þetta, og fleira til, er haft til marks um að McCain og liðsmenn hans hafi ekki bara tekið áhættu, heldur sýnt fljótfærni í því að velja Palin sem varaforsetaefni. Bakgrunnur hennar hafi ekki verið kannaður jafn vandlega og nauðsynlegt er, þegar varaforset- efni er valið. Orðrómur um að yngsta barn Palins, fjögurra mánaða sonur, sé í raun sonur elstu dóttur hennar, var þó jafnharðan borinn til baka og reyndist tilhæfulaus. Arthur B. Culvahouse, repúblik- ani sem stjórnaði leit McCains að varaforsetaefni, sagðist halda að allt sem hugsanlega gæti farið fyrir brjóstið á kjósendum varð- andi Palin hafi nú komið fram í dagsljósið. McCain sagði sjálfur að bak- grunnur hennar hafi verið ítar- lega rannsakaður og hann sé ánægður með útkomuna. Búist er við því að McCain flytji ræðu sína á fimmtudag, en dagskrá þingsins fór mikið til úr skorðum vegna fellibylsins Gústavs, sem gerði minni usla í New Orleans en fyrir- fram var búist við. gudsteinn@frettabladid.is Óþægilegar uppljóstranir Bandaríkjamenn velta sér upp úr umdeildum atrið- um úr fortíð og nútíð varaforsetaefnis Repúblikana- flokksins. McCain ítrekar þó ánægju sína með valið. SARAH PALIN OG CINDY MCCAIN Varaforsetaefni Johns McCain og eiginkona hans á flugvellinum í Minneapolis á sunnudaginn, þegar þær komu til að vera viðstaddar landsþing repúblikana. FRÉTTABLAÐIÐ/AP DR. GUNNI neytendur@frettabladid.is Sendið umboðsmanni neytenda ábendingar eða sparnaðarráð á neytendur@frettabladid.is TAÍLAND, AP Samak Sundaravej, forsætisráðherra Taílands, lýsti í gær yfir neyðarástandi í Bangkok eftir að hörð átök brutust þar út í fyrrinótt milli andstæðinga og stuðningsmanna stjórnar hans. Átökin kostuðu einn mann lífið og hátt í fimmtíu manns slösuðust. Með því að lýsa yfir neyðarástandi fær her landsins víðtæk völd til að hindra mótmælafundi gegn stjórninni, svipta fólk réttindum tímabundið og koma í veg fyrir óþægilegan fréttaflutning. Mikil spenna hefur verið í landinu undanfarna viku, eftir að stjórnarandstæðingar hófu mótmæli úti á götum Bangkok þar sem fjöldi fólks hafðist við dag og nótt til að krefjast afsagnar stjórnarinnar. Samak er sakaður um að ganga erinda fyrrverandi forsætisráðherra, Thaksin Shinawatra, sem hrökkl- aðist frá völdum í stjórnarbyltingu, sem herinn gerði árið 2006. Thaksin var sakaður um margháttaða spill- ingu og er enn í sjálfskipaðri útlegð í Bretlandi. Stuðningsmenn stjórnarinnar hafa svarað þessum mótmælum með því að safnast einnig saman í Bangkok, á öðrum stað þó en stjórnarandstæðingarn- ir, til að lýsa yfir stuðningi sínum við Samak. - gb Hörð átök milli stjórnarandstæðinga og stuðningsmanna stjórnarinnar í Taílandi: Samak lýsir yfir neyðarástandi ÓEIRÐIR Í BANGKOK Ýmis konar vopnum var brugðið á loft í átökunum í fyrrinótt. FRÉTTABLAÐIÐ/AP KÝPUR, AP Leiðtogar Kýpur- Grikkja og Kýpur-Tyrkja hefja í dag samningaviðræður um deilumál, sem klofið hafa eyjuna í tvo aðskilda hluta í 34 ár. Dimitris Christofia, forseti Kýpur, og Mehmet Ali Talat, leiðtogi Kýpur-Tyrkja, segjast báðir staðráðnir í að finna lausn, sem dugi til að sameina eyjar- skeggja. Yfirlýsingar þeirra hafa vakið vonir um að lausn á deilunni sé nú loksins í sjónmáli, því aldrei fyrr hafa leiðtogar beggja hluta eyjunnar lýst jafn eindregnum vilja til að ná samningum. - gb Samningaviðræður á Kýpur: Lausn sögð vera skammt undan VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.