Fréttablaðið - 03.09.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 03.09.2008, Blaðsíða 4
4 3. september 2008 MIÐVIKUDAGUR VEÐURSPÁ Kaupmannahöfn Billund Ósló Stokkhólmur Gautaborg London París Frankfurt Friedrichshafen Berlín Alicante Mallorca Basel Eindhoven Las Palmas New York Orlando San Francisco HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 19° 16° 19° 20° 19° 19° 19° 20° 24° 23° 31° 30° 24° 20° 27° 28° 32° 32° Á MORGUN Hægviðri 3 FÖSTUDAGUR 3-8 m/s 9 10 10 8 8 9 12 12 10 12 12 6 6 2 5 6 3 2 2 5 1 8 9 9 1010 11 10 11 10 FÍNASTA VEÐUR Hægur vindur er í kortunum í dag og næstu daga. Er helst að sjá að á sunndaginn bæti í vind vestan til á landinu. Má búast við úrkomulitlu veðri fram undir helgi þótt einhverjir dropar kunni að falla hér og þar, einkum þó með ströndum. Hann er heldur að kólna frá því sem verið hefur. Sigurður Þ. Ragnarsson veður- fræðingur GENGIÐ 02.09.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 159,18 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 83,97 84,37 149,56 150,28 121,68 122,36 16,311 16,407 15,207 15,297 12,860 12,936 0,772 0,7766 130,62 131,40 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR ALÞINGI Besta andsvar okkar við núverandi efnahagsþrengingum er að virkja auðlindirnar í auknum mæli með ábyrgum hætti – jarð- hita jafnt sem vatnsafl. Og besta leiðin til að vinna okkur út úr tíma- bundnum erfiðleikum er að fram- leiða, framleiða og aftur fram- leiða. Þetta sagði Geir H. Haarde for- sætisráðherra í umræðum um efnahagsmál á Alþingi í gær. Geir flutti þinginu skýrslu um ástand og horfur og rakti þær aðgerðir sem þegar hefur verið gripið til af hálfu stjórnvalda. Sagði hann ásakanir um að ríkisstjórnin hefði ekkert aðhafst ekki á rökum reist- ar. Taldi hann til rýmri reglur Seðlabanka um veð í viðskiptum við fjármálastofnanir, gjaldeyris- skiptasamninga, ráðstafanir tengdar Íbúðalánasjóði, skulda- bréfa- og víxlaútgáfu, niðurfell- ingu stimpilgjalda, skattalækkan- ir á fyrirtæki og aðild að samkomulagi Evrópusambands- þjóða um viðbrögð við fjármála- kreppu. Sagði hann einnig frá því að þessa dagana væri verið að ganga frá nýju gjaldeyrisláni að fjárhæð að minnsta kosti 250 milljónir evra. Eru það rúmir 30 milljarðar króna. Lánið væri á mun hagstæðari kjör- um en skuldatryggingarálag ríkis- sjóðs gæfi til kynna. Með nýja lán- inu og öðrum ráðstöfunum hefði gjaldeyrisforðinn fimmfaldast á tveimur árum og næmi rúmum 500 milljörðum króna. Geir sagði margt benda til þess að frá og með haustinu muni verð- bólgan ganga niður á nýjan leik, að því gefnu að ekki verði óvænt áföll. Við þær aðstæður gætu vextir lækkað hratt og fyrirtækin í land- inu á ný ráðið fleira fólk. Sagði hann ríkisstjórnina leita samráðs og hafa samvinnu við aðila vinnu- markaðarins og fleiri til að ná sem bestri samstöðu í baráttunni gegn tímabundinni kjaraskerðingu. Hvatti hann heimilin til að sýna aðhaldssemi; í verðbólgu væri fátt skynsamlegra en að borga niður skuldir og leggja fé til hliðar. Sagði hann jafnframt brýnt að allir sem hlut eiga að máli standist þá freist- ingu að hækka verð. Geir sagði að þótt þrenginga hefði orðið vart á vinnumarkaði upp á síðkastið mætti ekki gleyma að langflestir gætu gengið að fullri atvinnu með vissu. Sagði hann þá sem missa vinnuna geta treyst á velferðarkerfið og sveigjanleika vinnumarkaðarins. En eftir sem áður væri það forgangsverkefni ríkisstjórnarinnar að tryggja að hér verði full atvinna fyrir vinnu- fúsar hendur. bjorn@frettabladid.is Mikilvægt að virkja og auka framleiðslu Forsætisráðherra segir brýnt að auka verðmætasköpun með virkjun auðlinda og aukinni framleiðslu. Hann segir teikn á lofti um að verðbólgan hjaðni með haustinu. Verið er að ganga frá erlendri lántöku til að auka gjaldeyrisforðann. Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, gagnrýndi ríkisstjórnina fyrir aðgerðaleysi gegn verðbólgu. Ekkert hefði verið gert til að bæta hag heimilanna í hinu erfiða árferði. Nefndi hann álögur á olíu og bensín sérstaklega; það myndi koma sér vel fyrir fólk ef ríkið lækkaði þær. Guðjón sagði að auka þyrfti atvinnu og tekjur og mælti með auknum þorskveiðum í því sambandi. Varaði hann jafnframt við innleiðingu matvælalöggjafar ESB enda gætu þúsundir starfa í úrvinnsluiðnaði tapast við það. Kvaðst Guðjón einnig óttast að ungt fólk yfirgæfi landið í því árferði sem nú ríkti. - bþs Ekkert aðhafst gegn verðbólgu GUÐJÓN A. KRISTJÁNSSON Sjálfstæðisflokkurinn ber fulla ábyrgð á hvernig er að fara fyrir efnahagsmálunum um þessar mundir, sagði Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins. Sjálfstæðis- flokkurinn hefði tekist á við málin af fullri ábyrgð í stjórnarsam- starfinu við Framsókn en gerði það ekki nú. Guðni gaf lítið fyrir ræðu forsætisráðherra; ríkisstjórnin aðhefðist ekkert til að bjarga hag heimilanna og sjá til þess að atvinnulífið efldist. Hún hefði brugðist. Þó væri jákvætt að hún hefði nú, í fyrsta sinn, viðurkennt að eitthvað væri að. - bþs Ábyrgðin Sjálf- stæðisflokksins GUÐNI ÁGÚSTSSON „Það eru blikur á lofti í efnahags- málum en ekki óveður,“ sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra. Fram undan væri að greiða úr lausafjárvanda bankanna, kljást við verðbólguna og vinna að stöðugleika og langtímahag- vexti. Sagði hún bankana þurfa að hætta að skerða starfsfé sitt með óhóflegum bónus- og arðgreiðslum. Ingibjörg sagði forsendur kjarasamninga brostnar og á því þyrftu að taka. Mikilvægt væri að endurskoða peningamála- stefnuna og móta þyrfti orkunýt- ingarstefnu til framtíðar. - bþs Bankarnir taki til í eigin ranni INGIBJÖRG SÓL- RÚN GÍSLADÓTTIR Steingrímur J. Sigfússon, formað- ur VG, rakti ástand mála í nokkr- um orðum. Uppsagnir, niðurskurð- ur, mikil verðbólga, aukin vanskil, óheyrilegur vaxtamunur við útlönd, gengis- vísitala nálægt sögulegu lágmarki og brostnar forsendur kjarasamninga væru staðreynd- ir sem töluðu sínu máli. „Veruleikinn er sá að við erum föst í vítahring óðaverðbólgu og okurvaxta sem skerða nú lífskjör í landinu upp á hvern einasta dag. Rýra kaupmátt landsmanna, skrúfa upp lánin og valda miklum erfiðleikum,“ sagði hann og gaf lítið fyrir mat stjórnarflokkanna á ástandinu. - bþs Óðaverðbólga og okurvextir STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON EFNAHAGSMÁLIN RÆDD Á ALÞINGI Geir H. Haarde forsætisráðherra flutti skýrslu um efnahagsmál við upphaf septemberþings í gær. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V A LL I STJÓRNMÁL „Við munum að sjálfsögðu mæta með ýmsar hugmyndir í farteskinu og leggja þær í púkkið,“ segir Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, um ræðu Geirs H. Haarde forsætisráðherra á Alþingi í gær þar sem hann boðaði að ríkisstjórnin hygðist leita samráðs við aðila vinnumarkaðarins og fleiri. „Þessu höfum við verið að kalla eftir síðan í vor. Það er auðvitað aldrei of seint og þess vegna reikna ég með því að við verðum kallað- ir til á næstu dögum til samráðs og sam- vinnu,“ segir Grétar. Hann segir slíka samvinnu oft hafa reynst með ágætum. Síðasta dæmið séu þrengingarn- ar á árunum 2001 og 2002 þó þær séu ekkert í líkingu við ástandið í dag. „Þótt enginn sé með töfralausnina þá eru allir með einhverjar hugmyndir og þegar þeir setjast saman þá skilar það oftar en ekki verulegum árangri.“ Vilhjálmi Egilssyni, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, fannst tilkynning Geirs um að ríkinu hefði tekist að taka lán á góðum kjörum vera mjög jákvætt skref. „Það er atlaga að því að rjúfa þetta umsátur um íslenska fjármagnsmarkaðinn þar sem okkur hefur ekki tekist að njóta eðlilegra lánskjara,“ segir Vilhjálmur. „Þetta er eitt af því sem menn hafa verið að kalla eftir, að ríkið stigi fram og tæki lán á eðlilegum kjörum og efldi gjaldeyrisforðasjóðinn.“ Nú sé von til að bankarnir geti fylgt á eftir og notið betri kjara en þeir njóta nú. Eins fannst Vilhjálmi jákvætt hvernig forsætisráðherra talaði um auðlindir og nýtingu þeirra. „Ég held að það sé mjög mikilvægt að fá skýr skilaboð frá ríkisstjórn- inni í þeim efnum. Þetta eflir mönnum trú á framtíðina og hagvaxtarmöguleika á Íslandi.“ - ovd Viðbrögð aðila á vinnumarkaði við ræðu forsætisráðherra um efnahagsmál: Enginn með töfralausn á vandanum GRÉTAR ÞORSTEINSSON VILHJÁLMUR EGILSSON

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.