Fréttablaðið - 03.09.2008, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 03.09.2008, Blaðsíða 48
GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060 VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 BAKÞANKAR Þórhildar Elínar Elínardóttur Á dögunum þáði ég boð um að mæta á samkomu hjá Sam- hjálp. Bjóðandinn er dæmalaust vel gerður piltur sem nýlega sneri við blaðinu og kvaddi förunaut sinn fíkniefnadjöfulinn sem hafði verið honum fylgispakur um hríð. Svo sem hjá fleirum reyndist snertilending við botninn vel, á elleftu stundu getur verið einkar hollt að fá harkalegt raunveru- leikaspark þótt það sé ónotalegt í bili. SALURINN var þétt skipaður ungu fólki einkum sem flest var trúlega búið með partí- og tattú- kvótann. Tónlistin var vissulega öðruvísi en í venjulegri messu og predikunin ýtin og persónuleg. Aldrei fyrr hef ég heyrt talað um guð og rúnk í sömu málsgreininni. Virðuleg frú í settlegri dragt hefði jafnvel getað farið hjá sér stöku sinnum ef hún væri ekki svona hrifnæm og áhrifagjörn yfirhöf- uð. Að hálfu var athyglin þó á vini mínum sem á bak við hardcore lúkkið hafði ekki verið svona glað- ur í sjálfum sér og meyr í háa herrans tíð, því virk fíkn er sjúk- dómur sem heltekur lífið eins og það leggur sig. Rænir sálinni í einu lagi ef færi gefst og smitar heilu fjölskyldurnar eins og skæð- ur vírus. EKKERT er auðveldara en að vera uppfullur af skilgreiningum á öðru fólki. Hinn otandi vísifingur er ekki bara tamur þeim sem lifa lífinu samkvæmt Upplýsingariti samfélagsins um góða siði og fyr- irmyndar ákvarðanir, heldur líka okkur hinum sem burðumst með allskyns brotalamir sjálf. Þótt fíkn sé einkum skilgreindur sjúkdóm- ur hjá þeim sem sýna ýktustu ein- kennin og glíma við verstu frá- hvörfin, þá er veröldin líklegast full af fíklum sem hafa ekki hug- mynd um eigin neyslu. Á sumu er bara stigsmunur en ekki eðlis. ÞAÐ væri náttúrlega dálítið lasið að stimpla þá alla fíkla sem hafa viðþolslausa þörf fyrir til dæmis athygli eða aðdáun annarra en til- hugsunin er áleitin um vaxandi friðleysi. Sífellt fleiri virðast aldrei geta fallið nóg í kramið eða upplifað nógu mikla dramatík, eignast nógu mikla peninga eða nógu mikil völd. Eða geta aldrei étið nóg eða orðið nógu mjóir eða nógu massaðir. Einkennin eru fjöl- breytileg en afneitunin sameigin- leg. Ef til vill verður fljótlega orðin þörf fyrir tólf spora kerfið sem valgrein í menntó. Nóg er nóg er nóg Þá smælar heimurinn framan í þig Við hjá Toyota erum stolt af því að hafa verið hluti af íslensku samfélagi í hartnær 40 ár og hlökkum til að takast á við verkefni morgundagsins, með bros á vör. :-) www.toyota.is ÍS L E N S K A S IA .I S T O Y 4 26 76 0 6/ 08 Toyota á Íslandi Nýbýlavegi 2-8 200 Kópavogi Sími: 570-5070 framan í heiminn Í dag er miðvikudagurinn 3. september, 247. dagur ársins. 6.17 16.27 20.35 5.56 13.12 20.25

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.