Fréttablaðið - 03.09.2008, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 03.09.2008, Blaðsíða 30
MARKAÐURINN 3. SEPTEMBER 2008 MIÐVIKUDAGUR6 S K O Ð U N ÚT GÁFU FÉ LAG: 365 – prentmiðlar RIT STJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson og Óli Kr. Ármannsson RITSTJÓRN: Guðný Helga Herbertsdóttir, Hólmfríður Helga Sigurðardóttir, Ingimar Karl Helgason, Jón Aðalsteinn Bergsveinsson, Sindri Sindrason AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal RIT STJÓRN OG AUGLÝSING AR: Skaftahlíð 24, 105 Reykja vík AÐ AL SÍMI: 512 5000 SÍMBRÉF: 512 5301 NETFÖNG: rit stjorn@markadurinn.is og aug lys ing ar@markadurinn.is VEFFANG: visir.is UM BROT: 365 – prentmiðlar PRENT VINNSLA: Ísa fold arprent smiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Markaðinum er dreift ókeyp is með Fréttablaðinu á heim ili á höf uðborg ar svæð inu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands byggðinni. Markaðurinn áskil ur sér rétt til að birta allt efni blaðs ins í staf rænu formi og í gagna bönk um án end ur gjalds. bjorn.ingi@markadurinn.is l gudny@markadurinn.is l holmfridur@markadurinn.is l ingimar@ markadurinn.is l jonab@markadurinn.is l olikr@markadurinn.is l sindri@markadurinn.is Sögurnar... tölurnar... fólkið... Í síðustu viku var haldinn hér í Reykjavík fundur formanna samtaka atvinnulífsins á Norð- urlöndum. Þar var meðal annars gerður samanburður á framtíð- arhorfum milli OECD-landa sem unninn hafði verið af frændum okkar á hinum Norðurlöndunum. Þar kom skýrt fram að Ísland er í forystu í Evrópu á sviðum sem talin eru skipta miklu máli þegar horft er til framtíðarhorfa og langtímahagvaxtar. Í þeim sam- anburði kemur styrkur Ísland- svélarinnar vel fram. Nauðsyn- legt er að rifja hann upp nú þegar svo virðist sem við séum sjálf farin að trúa því að íslenska efnahagsundrið hafi verið bóla. Fram kom að Íslendingar eru með hæstu fæðingartíðni á Norð- urlöndum árið 2007. Það þýðir með öðrum orðum að hlutfall vinnandi fólks af heildaríbúa- fjölda verður áfram hærra hér en annars staðar á næstu ára- tugum. Reiknað er með að á Ís- landi og í Noregi verði hlutfalls- leg fjölgun í hópi vinnandi fólks en hlutfallsleg fækkun verði á hinn bóginn í fjölmörgum Evr- ópulöndum. Hlutfallslega fáir Ís- lendingar sem eru á aldrinum 16- 66 ára eru á bótum frá hinu op- inbera og mun færri en á hinum Norðurlöndunum. Þá kom fram að í flestum löndum OECD ríkjanna er lögð áhersla á að auka atvinnuþátt- töku fólks og fjölga vinnustund- um. Flest viðmið til næstu ára og áratuga hjá OECD ríkjum þykja róttæk en þau liggja nær öll undir núverandi hagtölum frá Íslandi. Atvinnuþátttaka eldri starfsmanna, 60-74 ára, er hærri á Íslandi en í nokkru öðru landi OECD. Þá er íslenska skattkerfið talið hvetja fólk og fyrirtæki til vinnu og athafna en skattkerfi marga landa eru fjarri því að hafa þau einkenni. Það er ekki síst þegar horft er til nýrrar kynslóðar sem við getum litið bjartsýn fram á veg- inn. Atvinnuleysi meðal ungs fólks hefur verið lítið sem ekk- ert um áratugaskeið á meðan at- vinnuleysi á meðal ungs fólks á sumum hinna Norðurlandanna hefur verið yfir 15 og 20% um árabil. Hérlendis er einnig al- gengara að ungt fólk stofni fyr- irtæki. Það er orðið einkennilegt þegar það þarf útlendinga, sem eru að skoða ýmsar framtíðarhorf- ur landsins, til að auka manni þrótt í þeim bölmóð sem nú ríður húsum. Í nýlegri skýrslu Al- þjóðabankans sagði að íslenska hagkerfið standi „á erfiðum og óvissum tímamótum en lang- tímahorfur í íslenska hagkerfis- ins eru öfundsverðar“. Þrátt fyrir mjög alvarlega stöðu í íslenskum efnahagsmál- um um þessar mundir þá megum við ekki gleyma því að íslenska efnahagsundrið er engin bóla og ef við stöndum rétt að málum þá er Ísland land tækifæranna og horft verður til Íslands um fyr- irmyndir á næstu árum og ára- tugum. Íslenska efnahagsundrið er engin bóla Börn að leik. Íslendingar eru með hæstu fæðingartíðni á Norðurlöndunum. Þór Sigfússon formaður Samtaka atvinnulífsins O R Ð Í B E L G „Það er orðið einkenni- legt þegar það þarf útlendinga, sem eru að skoða ýmsar framtíðar- horfur landsins, til að auka manni þrótt í þeim bölmóð sem nú ríður húsum. Í nýlegri skýrslu Alþjóðabankans sagði að íslenska hagkerfið standi „á erfiðum og óvissum tímamótum en langtímahorfur í íslenska hagkerfisins eru öfundsverðar“. „Við eigum við ákveðna erfiðleika að etja í okkar efnahagsmálum, en þó má ekki tala eins og það sé kreppa í landinu,“ sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinn- ar, í viðtali við Viðskiptablaðið í fyrri viku. Þau ummæli hafa tals- vert verið gagnrýnd og tekin sem dæmi um að leiðtogar þjóðarinnar séu fastir í sínum fílabeinsturni og annaðhvort átti sig ekki á raun- verulegu ástandi í samfélaginu eða neiti hreinlega að horfast í augu við stöðuna eins og hún er. Auðvitað er ástæðulaust að mála skrattann á vegginn, eins og for- maður Samtaka atvinnulífsins bendir réttilega á í grein í Markaðn- um í dag. En að sama skapi er með öllu ástæðulaust að viðurkenna ekki að íslenskt atvinnu- og efnahagslíf glímir nú við einhverja mestu erfiðleika í manna minnum. Í Bandaríkjunum hefur lánsfjár- kreppunni verið líkt við þann eiginfjárbruna sem varð við hrunið í kauphöllinni á Wall Street 1929. Í Bretlandi segir fjármálaráðherr- ann að við blasi mesta efnahagslægð í sextíu ár. Í þessu ljósi ætti mörgum að þykja fengur í hinni bjartsýnu yfirlýsingu utanríkisráð- herrans, eða hvað? „Í grunninn í þessu vaxtastigi sem er núna og með þessa verð- bólgu þá er, leyfi ég mér að segja, nánast allur rekstur verðlaus.“ Svo mælti Bjarni Benediktsson, alþingismaður Sjálfstæðisflokks- ins og stjórnarformaður N1, í Ríkisútvarpinu um liðna helgi. „Það er ekkert vit í að fara út í neinn rekstur af nokkru tagi. Það er langbest ef þú átt pening að geyma hann og gera ekkert við hann og reyna að ávaxta hann,“ sagði þingmaðurinn enn fremur og bætti við: „Þetta eru svo augljós sannindi að rekstrarumhverfið er skelfilegt í dag. Það er það.“ Ætla mætti að yfirlýsingar þessara tveggja fulltrúa ríkisstjórn- arflokkanna eigi alls ekki við um sama landið eða sama efnahags- ástandið, svo ólíkar eru þær. Annars vegar er engin kreppa og má ekki tala þannig, en hins vegar er rekstrarumhverfið hreinlega skelfilegt og allur rekstur verðlaus, hvorki meira né minna. Markaðurinn hefur á undanförnum vikum rætt við fjölmarga stjórnmálamenn um ástand og horfur í efnahagsmálunum og hafa þau viðtöl vakið mikla athygli. Þau Illugi Gunnarsson, Bjarni Bene- diktsson, Árni Páll Árnason, Geir H. Haarde og nú Valgerður Sverr- isdóttir og Steingrímur J. Sigfússon hafa lýst sinni sýn á ástand mála og komið fram með tillögur um hvað mætti betur fara. Þótt áhersl- ur í þeim málflutningi hafi verið ólíkar frá einum stjórnmálamanni til annars og tillögurnar margvíslegar, var þó einkennandi að allir töldu þeir mikilvægt að viðurkenna vandann og að ákveðin hag- stjórnarmistök hefðu verið gerð. Slík viðurkenning á veruleika máls væri beinlínis forsenda þess að bregðast mætti við með skynsam- legum hætti. Á þessum vettvangi hefur margsinnis verið varað við aðsteðjandi vanda á undanförnum mánuðum. Sama hafa margir aðrir gert, til dæmis forsvarsmenn atvinnulífsins og launþegahreyfingarinnar. Á fyrstu haustdögum er niðursveiflunnar þegar tekið að gæta í formi hópuppsagna, gjaldþrota fyrirtækja og aukinna vanskila einstakl- inga. Verðbólgan hækkar áfram, verðlag er á fleygiferð og krónan enn sem fyrr á valdi spákaupmanna sem skeyta lítt eða ekkert um þjóðarhag. Fyrir þá sem reka fyrirtæki við þessar aðstæður er tilgangslítið að halda því fram að hér sé engin kreppa. Sama á við um þá sem ný- lega hafa misst vinnuna eða geta ekki staðið skil á fjárskuldbinding- um sem hafa hækkað um tugi prósenta vegna hækkunar vísitölu eða gengisfalls krónunnar. Þessir aðilar kalla eftir skýrum svörum og raunverulegum tillögum. Þeir krefjast þess að horft sé lengra fram á veg og komið með raunveruleg svör við aðkallandi spurningum. Og þau svör mættu gjarnan koma fram strax og áður en það er orðið of seint. Vilja menn ekki horfast í augu við raunveruleikann? Hvað er kreppa? Björn Ingi Hrafnsson Uppboðsskuldabréf, stund- um kölluð ARS-skulda- bréf (Auction Rate Sec- urities), eru tegund lang- tímaskuldabréfa með breytilegum vöxtum. Vext- irnir eru ákvarðaðir, líkt og nafnið bendir til, á uppboð- um sem haldin eru á 7, 28 eða 35 daga fresti, sem gerir það að verkum að verðmyndun er virkari og seljanleiki bréfanna því meiri. Mörg stórfyrirtæki geymdu reiðufé sitt í uppboðsskuldabréfum, enda voru þau markaðs- sett sem ígildi reiðufjár. Síðan 1988 þegar Goldman Sachs byrjaði að gefa út uppboðsskuldabréf í stórum stíl í Bandaríkjun- um hefur markaðurinn vaxið í um 330 milljarða dollara. Til dæmis hafa fjármálastofnanir sem veita námslán, sem yfirleitt eru til mjög langs tíma en njóta rík- istryggingar, fjármagnað lán- veitingar sínar með útgáfu upp- boðsskuldabréfa. Í byrjun árs 2008 hrundi markaðurinn fyrir uppboðsskulda- bréf þar sem engir mótaðilar voru til staðar á uppboðum, með þeim afleiðing- um að fjölmargir fjárfestar sátu uppi með óseljanleg bréf. Stærstu útgefendur þeirra, UBS, Morgan Stanley, Merrill Lynch og Citigroup, hafa verið sakaðir um að hafa leynt fyrir viðskiptavin- um hversu mörg uppboð enduðu án kaupenda, og fyrir að hafa blekkt viðskiptavini til að kaupa upp- boðsskuldabréf. O R Ð S K Ý R I N G I N UppboðsskuldabréfNám í verðbréfaviðskiptum Nám til undirbúnings prófs í verðbréfaviðskiptum Framúrskarandi kennarar Staðnám og fjarnám Sérstakir dæmatímar Hefst 6. september Skráning stendur yfir á endurmenntun.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.