Fréttablaðið - 03.09.2008, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 03.09.2008, Blaðsíða 34
18 3. september 2008 MIÐVIKUDAGUR timamot@frettabladid.is BANDARÍSKI LEIKARINN CHARLIE SHEEN ER 43 ÁRA Í DAG. „Mér finnst óskynsamlegt að velta sér upp úr hlutum sem maður sér eftir. Hvað sem maður kann að hafa gert, þá er það hluti af manni sjálf- um og maður getur aðeins breytt sjálfum sér.“ Leikarinn Charlie Sheen á skrykkjóttan feril að baki í kvik- myndum. Hann vakti fyrst athygli í kvikmynd Olivers Stone, Platoon (1986). Eftir það lá leiðin upp á við með myndum á borð við Wall Street (1987), Young Guns (1988) og Hot Shots (1991). Á tímabili var útlit fyrir að ferill Sheens væri á enda sökum fíkniefnaneyslu, en hann hefur nú náð sér að mestu á strik og mestmegnis haldið sig við leik í sjónvarpi. MERKISATBURÐIR 1919 Flogið er í fyrsta sinn á Íslandi, nánar tiltekið í Vatnsmýrinni í Reykjavík. Flugvélin er af Avro-gerð og flugmaðurinn enskur, Cecil Faber að nafni. 1921 Brúin yfir Jökulsá á Sól- heimasandi er vígð. Brú- argerðin þykir ein sú mesta og vandasamasta sem ráðist hefur verið í á Íslandi. 1982 Sýning á verkum Bertels Thorvaldsens er opnuð á Kjarvalsstöðum. Er það í fyrsta sinn sem sýning á verkunum er haldin utan Danmerkur. 1988 Brúin yfir ósa Ölfusár er formlega tekin í notkun. Leiðin milli Þorlákshafnar og Eyrarbakka styttist úr 45 í 15 kílómetra. Húsmunir, tölvur, farartæki, föt og safngripir í misjöfnu ásigkomulagi, eru á meðal þess sem er skráð, boðið í og selt í milljónatali á hverj- um degi á vefsíðunni eBay sem var stofnuð á þessum degi árið 1995. Stofnanda vefsíðunnar, hinn fransk-íranski forritari Pierre Omidyar, hefur sjálf- sagt ekki órað fyrir vinsæld- um síðunnar þegar hann fór fyrst af stað með hana undir heitinu AuctionWeb það ár. Fyrsti hluturinn sem seld- ist á vefsíðunni var bilaður leisir-bendill sem fór á 14.83 dollara. Undrandi spurði Omidyar kaup- andann hvort hann áttaði sig á í hvers konar ásigkomulagi bendillinn væri og fékk það svar að hann safnaði biluðum leisir- bendlum. Segja má að það hafi gefið tóninn þar sem hlutirnir á síðunni hafa allar götur síðan verið í æði mis- jöfnu ásigkomulagi, allt frá biluðum leisir-bendlum upp í sportbíla beint úr kass- anum. Fyrirtækið eBay Inc. sem stendur á bakvið síð- una, sem fékk á sig heitið eBay árið 1997 og var sett á hlutabréfamarkað árið 1998, á nú fyrirtæki eins og PayPal, Skype og StubHub og veltir himinháum fjárupphæðum á ári hverju. ÞETTA GERÐIST: 3. SEPTEMBER 1995 Veffyrirtækið eBay stofnað Hópur eldri klæðskera og kjólameist- ara hittist í gær í hátíðakaffi ásamt kennurum á fataiðnbraut hins nýja Tækniskóla - skóla atvinnulífsins. Til- efnið var sextíu og fimm ára afmæli Klæðskera- og kjólameistarafélags- ins. Í framhaldinu er fyrirhuguð sýn- ing á gömlum og flottum flíkum saum- uðum af fagfólki. Hún verður haldin í Ráðhúsi Reykjavíkur dagana 19. til 22. september. Þar verða 60 gínur dubbað- ar upp og meðal sýningargripa er fatn- aður sem þekktir einstaklingar hafa borið við opinberar athafnir. Selma Gísladóttir, sölustjóri í saumavéladeild Pfaff, er formaður fé- lagsins nú um stundir og lumar á fróð- leik um það. „Það var í kjólaversluninni Fix sem tólf konur komu saman og stofnuðu Félag kjólameistara í Reykjavík 2. september árið 1943. Það barðist frá upphafi fyrir því að kjólasaumur yrði viðurkennd og lögvernduð iðngrein,“ byrjar Selma frásögn sína. „Þá voru líka gjaldeyrishöft í landinu og félag- ið fékk skammtaðan gjaldeyri sem það mátti kaupa tískublöð fyrir og fleira til reksturs saumastofanna. Konurnar tólf áttuðu sig á að nauðsynlegt var að standa saman og efla fagið.“ Selma segir félagið hafa breyst í áranna rás. Fyrst hafi það einungis starfað í Reykjavík en síðar náð til alls landsins. Haldnar hafi verið tískusýn- ingar og störf félagsmanna orðið sýni- leg í þjóðfélaginu. „Fataiðndeild Iðn- skólans tók til starfa árið 1977, tæpum tuttugu árum eftir að hugmyndin að því námi kom fram,“ segir Selma og heldur áfram að rekja söguna. „Árið 1983 sameinaðist Félag kjólameist- ara, Félag kvennaklæðskera og Klæð- skerameistarafélagið undir nafninu Félag meistara og sveina í fataiðn. Síðan var nafninu breytt í Klæðskera- og kjólameistarafélagið árið 2005.“ Nú eru um hundrað manns í félag- inu að sögn Selmu. Þar af er aðeins einn karlmaður klæðskeri, fæddur árið 1931. „Klæðskeraiðn er orðin alger kvenna- grein hér á landi,“ segir hún. „Einn karl- maður er lærður í kjólasaumi en hefur ekki starfað við fagið í fjörutíu ár.“ Sjálf útskrifaðist Selma úr Iðn- skólanum árið 1998. Þá var námsefni klæðskera og kjólameistara sameig- inlegt fyrstu þrjú árin en greindist svo á fjórða og síðasta árinu. Nú segir hún svið fataiðnar hafa verið víkk- að. Nemendur geti útskrifast sem fatatæknar eftir tveggja ára nám en sveinn í klæðskurði eða kjólasaumi eftir fjögur. Spurð hvort vandasam- ara sé að sauma kjóla eða karlmanna- föt svarar hún. „Það er kannski álíka vandasamt en jakkafatasaumur krefst ýmissa tækja umfram kjóla- saum. Saumastofur eru ekki allar búnar þessum græjum og geta því ekki tekið klæðskurð.“ Selma segir saumastofum hafa fækkað mikið á undanförnum árum því öll fjöldaframleiðsla sé farin úr landi. Nóg sé samt að gera hjá þeim sem eftir eru. „Það þarf að sauma fyrir leikhús og bíómyndir auk þess að sér- sauma fyrir einstaklinga,“ segir hún og bætir við að lokum. „Það er ekki bara verið að sauma brúðarkjóla.“ gun@frettabladid.is FÉLAG KLÆÐSKERA- OG KJÓLAMEISTARA: FAGNAR SEXTÍU OG FIMM ÁRA AFMÆLI Kaffisamsæti og fatasýning Ástkær eiginkona mín, móðir, tengda- móðir, amma og langamma, Guðfinna Ólafsdóttir ljósmóðir, frá Tungu í Fljótshlíð, varð bráðkvödd á heimili sínu, Dalsbakka 14, Hvolsvelli, fimmtudaginn 28. ágúst síðastliðinn. Oddgeir Guðjónsson Guðlaug Oddgeirsdóttir Sigurður Sigurðsson Ólafur Sv. Oddgeirsson Fiona MacTavish barnabörn og langömmubörn. Systir okkar, Elín Sigurjónsdóttir Steinum undir Eyjafjöllum, verður jarðsungin frá Eyvindarhólakirkju laugardaginn 6. september kl. 11.00. Þórarinn Sigurjónsson Árni Sigurjónsson Eyjólfur Sigurjónsson og aðstandendur. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og bróðir, Jón Snær Sigurjónsson frá Snæhvammi í Breiðdal, til heimilis að Unnarbraut 28, Seltjarnarnesi, lést mánudaginn 1. september á Landakoti. Útförin auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Hlíf Þ. Jónsdóttir. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Hulda Halldórsdóttir frá Sunnuhlíð, Svalbarðsströnd, lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri 29. ágúst. Útför hennar fer fram frá Svalbarðskirkju á Svalbarðsströnd föstu- daginn 5. september kl. 14.00. Hreinn Ketilsson Hólmfríður Hreinsdóttir Stefán Stefánsson Ingibjörg Hreinsdóttir Haukur Már Ingólfsson Hólmkell Hreinsson Kristín Sóley Sigursveinsdóttir barnabörn og langömmubörn. Ástkær móðir okkar, amma og langamma, Sigrún Sigurjónsdóttir Jörgensen lést á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað föstu- daginn 29. ágúst sl. Útför hennar fer fram frá Norðfjarðarkirkju föstudaginn 5. september kl. 14.00. Róbert Jörgensen María Hjálmarsdóttir Haraldur Jörgensen Matthildur Sigursveinsdóttir Petrún Jörgensen Friðjón Skúlason Jenný Sigrún Jörgensen Jóhann Tryggvason barnabörn og barnabarnabörn. „Við ætlum að hefja nýliða- þjálfun í vikunni og erum þess vegna með stutta kynn- ingu á starfinu, þar sem for- menn allra flokka sveitarinn- ar segja frá sinni starfsemi,“ segir Íris Marelsdóttir, for- maður Hjálparsveitar skáta í Kópavogi, um kynningar- fund sveitarinnar sem fer fram í húsnæði hennar að Bryggjuvör 2 í Kópavogi klukkan 20 í kvöld. Íris segir að yfirleitt sé tekið á móti 20 til 25 nýliðum um þetta leyti á ári hverju. Menn þurfa að vera sautján ára á árinu til að geta hafið nýliðaþjálfun sem tekur átján mánuði og hefst á morgun. „Þá munum við ganga á Vífilsfell til að njóta útiverunnar og fá tækifæri til að kynnast hvert öðru,“ segir hún og bætir við að ekki veiti af átján mánaða þjálfun, þar sem menn geti lent í erfið- um útköllum og verði því að kunna vel til verka. Ókeypis verður á kynn- inguna í kvöld og veitingar í boði. Nánar á www.hssk.is. Í þágu allra landsmanna HJÁLPARSTARF Starf í björgunar- sveit býður upp á öryggishlutverk í þágu allra landsmanna. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM AFMÆLI „Konurnar tólf áttuðu sig á því að nauðsynlegt var að standa saman og efla fagið,“ segir Selma Gísladóttir, formaður Félags klæðskera- og kjólameistara og vísar þar til upphafs félagsins. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.