Fréttablaðið - 03.09.2008, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 03.09.2008, Blaðsíða 46
30 3. september 2008 MIÐVIKUDAGUR Ekkert er nýtt undir sólinni, sér- staklega ekki í auglýsingabransan- um. Í nýrri auglýsingu fyrir „Núll- ið“, fjölskylduáskrift Símans, eru meðlimir sömu fjölskyldunnar sýndir tala ofsalega hratt og klykkt er út með að segja: „Þú þarft ekki lengur að tala svona hratt.“ Eins árs gömul auglýsing frá bandaríska símafyrirtækinu T- mobile er sláandi lík þeirri íslensku. Þar sést fjölskylda tala rosalega hratt í farsíma og klykkt er út með því að spyrja: „Er fjölskyldan þín að greiða of mikið fyrir farsím- ann?“ Ennemm auglýsingastofan með Jón Gnarr í fararbroddi samdi aug- lýsinguna. „Það er nú svo margt líkt,“ segir Jón og viðurkennir að hafa séð bandarísku auglýsinguna áður en hann samdi þá íslensku. „Ég myndi nú ekki ganga svo langt að segja að auglýsingin sé stolin, en það má segja að hún sé „inspíruð“ af þeirri amerísku eða í sama anda.“ Jón segir að svipuð atvik hafi áður komið upp. „Það voru stundum skets með Fóstbræðrum sem fólk taldi sig hafa séð áður,“ segir hann. „Ég hef aldrei tekið svona gagn- rýni mjög alvarlega enda eru oft svipaðar hugmyndir í gangi á mis- munandi stöðum. Og svo er þetta nú bara auglýsing. Það er ekki eins og ég sé Hannes Hólmsteinn.“ Auglýsingarnar tvær má bera saman á netinu, til dæmis hjá god- samskipti.blog.is. - glh 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 GAMLA MYNDIN LÁRÉTT 2. klettur, 6. ryk, 8. knæpa, 9. áverki, 11. tveir eins, 12. kompa, 14. særa, 16. tveir eins, 17. hvoftur, 18. kk nafn, 20. vörumerki, 21. mergð. LÓÐRÉTT 1. vöndull, 3. tveir eins, 4. strits, 5. rangl, 7. afsökun, 10. segi upp, 13. starfsgrein, 15. svari, 16. átti heima, 19. átt. LAUSN LÁRÉTT: 2. sker, 6. im, 8. krá, 9. sár, 11. ff, 12. klefi, 14. skaða, 16. bb, 17. gin, 18. jón, 20. ss, 21. ótal. LÓÐRÉTT: 1. visk, 3. kk, 4. erfiðis, 5. ráf, 7. málsbót, 10. rek, 13. fag, 15. ansi, 16. bjó, 19. na. „Mér hefur heldur farið fram í útliti þótt skeggið sé farið, hárið orðið hvítt og hrukkurnar hafi dýpkað. Nú er ég líka orðinn sextugur og sexfaldur afi þannig að útlitið hlýtur að mildast og mótast af því. Meðan ég var rauðhærður ungur maður var mér raun af litnum en nú sakna ég þessa bráðfallega háralitar.“ Magnús Jónsson veðurstofustjóri Myndin er tekin í janúar 1989. „Þetta lag er auðvitað fyrir löngu orðið sameign þjóðarinnar, þó ég sé svo heppinn að vera skrifaður fyrir því. Það hlýtur því að segja sig sjálft að það þurfti töluvert til að ég samþykkti að lagið færi í auglýsingu fyrir peningastofn- un,“ segir Magnús Kjartansson tónlistarmaður. Lagið sígilda sem Magnús ræðir um er Lítill dreng- ur sem Vilhjálmur Vilhjálmsson söng og kom út á plötunni Hana nú árið 1977. Lagið heyrist nú í sjónvarpsauglýsingu Spron í ósunginni útgáfu. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins er Lítill drengur dýrasta lag sem selt hefur verið í auglýs- ingu á Íslandi. Þær heimildir herma að Spron hafi greitt 1,75 milljónir króna fyrir notkun á laginu. Magnús vill ekki tjá sig um hvað hann fékk greitt. „Ég lít á það sem trúnaðarmál milli mín og viðsemjenda minna.“ Fyrr í sumar var greint frá því að Megas hefði fengið um það bil 1,5 millj- ónir króna fyrir lagið Ef þú smæl- ar framan í heiminn sem notað var af Toyota. Magnús segir að hann hafi verið á báðum áttum með hvort hann ætti að selja lagið til Spron. Það gæti verið viðkvæmt fyrir mjög marga. „Strax þegar þessi hugmynd kom upp þá gerði ég mér grein fyrir því að málið var ákaflega viðkvæmt því lagið hefur verið flutt í skírnum, í jarð- arförum og við alls konar per- sónulega viðburði hjá næstum öllum fjölskyldum á landinu. Ég þurfti að veltast með þessa spurn- ingu í brjósti mínu í þó nokkurn tíma. Ég tel þó, að eins og lagið birtist núna þá sé það til sóma og allir geti verið rólegir. Það er alla- vega mín einlæga von. Svo get ég fullvissað fólk um að lagið mun eingöngu tengjast nafni Spron, það verður ekki hægt að kaupa það út úr Spron, hvorki framan frá né aftan frá.“ Eftir að Megas seldi lag sitt á dögunum spratt upp töluverð umræða um réttmæti þess að listamenn selji lög sín í auglýs- ingar. Magnús hefur ákveðnar skoðanir á þessu. „Ég verð að segja að í sambandi við mín aug- lýsingalög í gegnum tíðina, sem og lög Megasar og annarra höf- unda, þá fagna ég því að til séu fyrirtæki á Íslandi sem enn sjá sóma sinn í því að nota íslenska tónlist í íslenskar auglýsingar. Og þegar þær eru sungnar að það sé gert á íslensku. Ég trúi ekki mínum eigin augum þegar ég sé íslenskan sveitabæ í auglýsingu að það sé gaulað undir af erlendri plötu, „Love, love, love“. Og þegar ég sé íslenskt lindarvatn að þá heyri ég „And your Body is a Temple“. Ég get ekki hugsað mér að eiga viðskipti við fyrirtæki sem hlaupa svona um í íslensku samfélagi eins og fílar í glerbúð. En það getur verið að ég tilheyri fámennum hópi hvað þetta varð- ar.“ hdm@frettabladid.is MAGNÚS KJARTANSSON: ERFIÐ ÁKVÖRÐUN AÐ SELJA LAG SEM VILLI SÖNG Lítill drengur dýrasta aug- lýsingalag Íslandssögunnar Tónlistarmaðurinn André Bach- mann hóf nýverið afgreiðslustörf hjá Olís í Álfheimum. Er það ekki í frásögur færandi nema það að síðasta plata hans, Með kærri kveðju, er þar einnig til sölu og hafa kaupendur hennar nýtt tæki- færið og fengið André til að árita hana fyrir sig. „Þetta er fólk á öllum aldri sem kemur. Ég er með þar til gerðan penna og fólk bara biður um þetta, ég er ekkert að troða þessu upp á það,“ segir André, sem seldi fjór- tán plötur í fyrradag. Auk þess að fást á tonlist.is og bonusvideo.is er platan til sölu í öllum afgreiðslustöðvum Olís á höfuðborgarsvæðinu og er André þakklátur vinnuveitendunum fyrir stuðninginn. „Þeir hafa stutt vel við bakið á mér. Þetta er sjálf- sagt vegna þess að maður er að rækja sitt starf vel,“ segir hann og þvertekur fyrir að hann sé að misnota aðstöðu sína. André byrjaði sem lausamaður á öllum bensínstöðvum Olís á höf- uðborgarsvæðinu í fyrra en hefur nú fest rætur í Álfheimum. Áður en hann stimplar sig þar inn ekur hann þó enn strætó um borgina með bros á vör eins og hann hefur gert undanfarin ár. „Maður getur ekki slitið sig frá farþegunum og gulu limmunni,“ segir hann og hlær. Einn af fastakúnnum bensín- stöðvarinnar er Raggi Bjarna, kollegi og góðvinur André, enda var hluti af Olís-auglýsingu Ragga tekinn þar upp. „Það er alltaf mik- ill fögnuður þegar við hittumst,“ segir André, sem hefur brátt und- irbúning fyrir jólavertíðina. „Ég held mína árlegu jólatónleika fyrir fatlaða og síðan eru það jóla- böllin og jólahlaðborð. Maður þarf að vera vel skipulagður.“ - fb Áritar við afgreiðsluborðið Jón Gnarr er ekki Hannes Hólmsteinn Sigur Rós og fjölmennt fylgdar- lið er nú í tveggja vikna pásu frá heimsyfirreið sinni. Flestir úr hópn- um eru komnir heim með sjóriðu og flugþreytu til að hvíla sig fyrir næstu tónleika; í New York hinn 17. september. Síðasta „gigg“ fyrir pásu var á festivali í Skotlandi á sunnu- daginn en þar deildi bandið aðal- hlutverki með Franz Ferdinand. Eftir „gigg“ fóru sveitirnar saman á fyllirí sem reyndar var fremur hóflegt. Ýmiss konar fyrirmenni troða sér jafnan baksviðs eftir tónleika Sigur Rósar til að lýsa yfir velþóknun sinni. Meðal þeirra var söngkonan Duffy sem átti varla orð til að mæra tónlistarfólkið íslenska. Það gerist æ algengara að íslenskt tónlistarfólk gefi tónlist sína eingöngu út á netinu. Nýverið kom út „platan” Standard v.1 á Tónlist.is. „Platan” inniheldur þrjú lög eftir Hallgrím Bergsson, sem á árum áður var í hljómsveitunum Orfeus og Eglu. Hann tók upp grunna laganna árið 1982 en gaf sér það svo í fimmtugsafmælisgjöf að klára og fínpússa upptökurnar. Eiríkur Hauksson syngur eitt lag, Eiríkur og Hera Björk syngja annað, en fyrir marga er eflaust mestur fengur í laginu „Dreams”, sem Pétur heitinn Kristjánsson syng- ur, enda ekki á hverjum degi sem „nýtt” lag með honum heyrist. - glh FRÉTTIR AF FÓLKI Frá 15. september til 11. desember 2008 ERFITT AÐ SELJA Magnús Kjartansson segir að það hafi verið erfið ákvörðun að selja lagið Lítill drengur í auglýsingu Spron. Lagið er dýrasta lag sem selt hefur verið í auglýsingu á Íslandi. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA VAR BÚINN AÐ SJÁ AMERÍSKU AUGLÝSINGUNA Jón Gnarr gengur samt ekki svo langt að viðurkenna stuld. VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á síðu 8. 1. 2.777.276 krónur. 2. Varmá. 3. Samúel. VIÐ AFGREIÐSLUBORÐIÐ André Bachmann áritar sína nýjustu plötu fyrir þá sem óska eftir því hjá Olís í Álfheimum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.