Fréttablaðið - 03.09.2008, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 03.09.2008, Blaðsíða 21
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 GAGNLEGAR UPPLÝSINGAR ætlaðar börnum er að finna á vefsíðu Umferðarstofu www.us.is undir liðnum umferðar- fræðsla. Þar eru meðal annars leikir sem börn geta spilað á netinu til að öðlast betri innsýn og þekkingu á ýmsu sem lýtur að öryggi í umferðinni. „Á gamla vinnustað mínum í Þor- lákshöfn var myndaður gönguhóp- ur fyrir rúmum áratug og höfum við farið í allnokkrar ferðir. Fyrstu þrjú árin gengum við innanlands en höfum svo þrívegis farið til útlanda og nú síðast til Grikklands,“ segir Guðmundur Hermannsson, fulltrúi á Skattstofu Reykjanesumdæmis, sem einnig hefur farið með hópn- um til Ítalíu og Spánar. Ferðin til Grikklands, sem var á vegum Úrvals-Útsýnar, hófst á Krít en þaðan var siglt yfir til Aþenu og Akrópólíshæð barin augum. „Þaðan var svo keyrt í lítið þorp sem heitir Kala Nera en þar dvöldum við í sex nætur meðan á gönguferðunum stóð. Frá þorpinu var ýmist gengið eða farið með rútu og yfirleitt voru gönguferðirnar um fjögurra til sex tíma langar,“ segir Guðmundur en meðal annars var gengið við rætur Ólympusfjalls, hæsta fjalls Grikk- lands, og um hin ýmsu þorp. Guðmundur segir ferðina hafa verið ljómandi góða og hitann ekki óbærilegan. „Ég hef einu sinni gengið á Krít seint um sumar og þá var hitinn svo mikill að varla mátti nema staðar án þess að standa undir laufguðu tré. Í slíkum hita er reynt að leggja af stað snemma á morgnana til þess að það sem er upp í móti sé að baki þegar sólin er komin hæst á loft.“ Guðmundur segir að gönguferðir sem þessar gefi færi á því að kynn- ast landi og þjóð með allt öðrum hætti en á hefðbundnum ferðalög- um og lýsir síðustu ferð sem and- lega upplífgandi. vera@frettbladid.is Gengið um Grikkland Gönguferðir gefa nærtæka mynd af umhverfinu og eru í senn heillandi útivist og líkamsrækt. Þetta veit Guðmundur Hermannsson sem hefur verið í gönguhóp um árabil og gengið bæði hér heima og erlendis. Guðmundur Hermannsson er hæstánægður með ferðina til Grikklands. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM • 5 tímar í skvass • 5 tímar í Golf • máltíð á BK Kjúkling • 5 tímar í ljós • frítt í allar ÍTR sundlaugarnar • frír mánuður fyrir vin • tækjakennsla • bolur • brúsi Sport Klúbburinn Alla miðvikudaga og laugardaga

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.