Fréttablaðið - 03.09.2008, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 03.09.2008, Blaðsíða 40
24 3. september 2008 MIÐVIKUDAGUR L.I.B.Topp5.is Yfir 67.000 manns Ásgeir j - DV TSK - 24 stundir ÁLFABAKKA SELFOSS AKUREYRI KEFLAVÍK KRINGLUNNI TROPIC THUNDER kl. 5:40 - 8 - 10:20 16 TROPIC THUNDER kl. 5:40 - 8 - 10:20 VIP SVEITA BRÚÐKAUP kl. 5:50 - 8 - 10:10 L GET SMART kl. 5:50 - 8 - 10:10 L DARK KNIGHT kl. 8:30 - 10:20 12 STAR WARS kl. 5:50 L THE MUMMY 3 kl. 8 12 WALL-E m/ísl. tali kl. 6 L DARK KNIGHT kl. 6 - 8 - 10 12 STAR WARS kl. 5:50D L GET SMART kl. 10:10 L WALL-E m/ensku tali kl. 5:50 - 8 L SVEITA BRÚÐKAUP kl. 8 L MAMMA MÍA Síð. sýn. kl. 8 L SKRAPP ÚT kl. 10:10 12 X-FILES 2 kl. 10:10 16 TROPIC THUNDER kl. 8 - 10:20 16 SVEITABRÚÐKAUP kl. 8 - 10 L SVEITA BRÚÐKAUP kl. 8 L GET SMART kl. 8 L - bara lúxus Sími: 553 2075 TROPIC THUNDER kl. 5.40, 8 og 10.15 16 GET SMART kl. 5.40, 8 og 10.15 L MAMMA MIA kl. 9 L L.I.B Topp5.is/FBL DV TOPPMYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG S.V – MBL. SÍMI 462 3500 SÍMI 564 0000 16 16 L 7 L TROPIC THUNDER kl. 6 - 8 - 10.10 THE ROCKER kl. 10.10 MAMMA MIA kl. 6 - 8 16 7 L TROPIC THUNDER kl. 5.30 - 8 - 10.30 TROPIC THUNDER LÚXUS kl. 8 - 10.30 MAKE IT HAPPEN kl. 4 - 6 - 8 - 10.10 THE ROCKER kl. 5.40 - 10.20 MAMMA MIA kl. 5.30D - 8D - 10.30D 5% FÆRÐ 5% ENDURGREITT EF ÞÚ BORGAR BÍÓMIÐANN MEÐ KREDITKORTI 50 KR. AFSLÁTTUR EF ÞÚ KAUPIR BÍÓMIÐANN Á L 7 12 L SVEITABRÚÐKAUP kl. 5.45 – 8 – 10.15 THE ROCKER kl. 5.30 - 8 - 10.30 SKRAPP ÚT kl. 6 - 8 - 10 MAMMA MIA kl. 5.30 - 8 - 10.30 5% 5% SÍMI 551 9000 L 16 12 16 L MAKE IT HAPPEN kl. 5.40 - 8 - 10.20 X - FILES kl. 5.40 - 8 SKRAPP ÚT kl. 6 - 8 - 10 THE STRANGERS kl. 10.20 MAMMA MIA kl. 5.30 - 8 - 10.30 SÍMI 530 1919 “DUCHOVNY OG ANDERSON SÝNA GAMLA TAKTA” -Þ.Þ., DV -L.I.B.TOPP5.IS/FBL -DV-S.V., MBL TOPPMYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG! 3 VIKUR Á TOPPNUM Í USA! Langstærsta mynd ársins 2008 90.000 manns. Skemmtiverksmiðjan Baggalútur er snúin aftur eftir langt sumarfrí. Sjö- undi árgangur netsíðunnar er kominn „í loftið“ og von er á tveimur plötum úr sarpi meðlima. Í fríinu fór ritstjórnin á Íslendingaslóð- ir í Norður-Ameríku. „Við komumst að því að allt gest- risna og skemmtilega fólkið hefur flúið land á sínum tíma. Hvar sem við komum vorum við bornir á gullstól þegar í ljós kom að við værum íslenskir,“ segir Bragi Baggalútur. Hann segir marga hápunkta hafa verið í ferðinni. „Við sátum kjötveislu hjá Curtis Olafsson, harðasta repúblikana Norður-Dakóta. Þar var þver- skurður af belju borinn á borð fyrir hvern og einn og við sátum umkringdir öldruðum Vestur- Íslendingum. Einn þeirra sagðist lítið hafa fylgst með á gamla land- inu fyrr en hann fór að brúka int- ernetið 87 ára gamall. Á landbún- aðarsýningu í Iowa sáum við stærsta svín í fylkinu. Það var 600 kíló og var kallað „Freight Train“, eða „Vörulestin“. Við sáum ekki betur en svínið væri með rakaðan pung eins og Gillzenegger.“ Baggalútur leggur nú á ráðin með tónleikaferð á Íslendingaslóð- ir næsta vor og lætur sig dreyma um að spila í Gimli og Heclu- Island. „Við eignuðumst marga vini, til dæmis Kristínu Hall, sem er 99 ára og hellti tvisvar upp á kaffi fyrir tíu manna hóp. Hún brást ókvæða við þegar við buð- umst til að hjálpa henni að ganga frá.“ Barnaplata Braga og Memfis- mafíunnar, Gilli Gill, er væntan- leg á næstu vikum. Þar flytja val- inkunnir söngvarar eins og Sigtryggur Baldursson, Björgvin Halldórsson, Magga Stína og Egill Ólafsson lög og texta Braga og er lagið „Pabbi minn er ríkari en pabbi þinn“ þegar farið að hljóma. „Ég varð pabbi árið 2005 og ætli maður sé ekki bara orðinn svona mjúkur,“ segir Bragi sem er viss um að mörg laganna verði sígildar perlur þegar fram í sækir. „Þarna er sungið um ýmislegt, meðal ann- ars laugardagsmorgna áður en barnaefnið er byrjað og skrímslin í skápnum.“ Fjórða breiðskífa Baggalúts, Nýjasta nýtt, er svo væntanleg í október. „Við höldum okkur að mestu við strauma 8. áratugarins á þessari plötu og það má heyra áhrif frá Bee Gees og Gunna Þórð- ar,“ segir Bragi. Smellurinn „Kósíkvöld í kvöld“ verður á plötunni og hið illræmda lag „Þjóðhátíð 93“ – „Það fær að fljóta með, greyið, við felum ekki óhreinu börnin. Við erum annars nýbúnir að senda nýtt lag frá okkur. Það heitir „Stúlkurnar á Internetinu“ og fjallar um lysti- semdir internetsins.“ Bragi neitar alfarið að lagið sé einhvers lags óður til sjálfsfróun- ar – „Nei nei, og það mun ábyggi- lega gleðja femínistana mikið,“ segir hann háalvarlegur. gunnarh@frettabladid.is Sáu svín með rakaðan pung VIÐ STYTTUNA AF VIGDÍSI FINNBOGADÓTTUR Í GIMLI Baggalútur ásamt spúsum sínum og viðhöldum. VÖRULESTIN MEÐ RAKAÐA PUNGINN Hápunktur Ameríkuferðar Baggalúts. „Framsókn ætti að taka sér landbúnað- arsýningar í Iowa til fyrirmyndar,“ segir Bragi.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.