Fréttablaðið - 03.09.2008, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 03.09.2008, Blaðsíða 39
MIÐVIKUDAGUR 3. september 2008 23 Fransk-íslensk klezmerhljóm- sveit kemur fram á Nasa í kvöld. Sveitina skipa fimm hljóðfæra- leikarar og er Heiða Björg Jóhannsdóttir klarinettuleikari þeirra á meðal. Sveitina kalla þau Klezmer Kaos og hefur hún verið á faraldsfæti um Evrópu undan- farna mánuði og kom meðal ann- ars fram í hópi tuttugu og fimm sveita sem sóttu alþjóðlega hátíð í Amsterdam sem helguð er gyð- ingatónlist, á liðnu vori. Gyðingatónlist, eða klezmer- tónlist er sprottin upp úr samfé- lagi evrópskra gyðinga á fyrri öldum og hefur á síðari árum notið mikilla vinsælda víða í Evr- ópu og Bandaríkjunum, ekki aðeins í samfélögum fólks af kyn- stofni gyðinga, heldur líka meðal fólks af öllum þjóðernum. Hraði og skemmtan sem fylgir klezmer- tónlist er meginástæða vinsæld- anna. Klezmer Kaos hefur á starfstíma sínum sótt stef sín í alls kyns tónlist úr mörgum áttum, jafnvel í safn íslenskra þjóðlaga en klætt þau og flutt í búning hefðar tónlistar gyðinga. Íslenska þjóðlagarokksveitin Múgsefjun mun hita upp fyrir Klezmer Kaos í kvöld en Nasa opnar kl. 20 og hefjast tónleikarn- ir skömmu eftir það. Áhugasamir geta litið á síður sveitarinnar á www.com/klezmerkaos. Miðasala er á midi.is. Klezmer-sving í kvöld TÓNLIST Heiða Björg Jóhannsdóttir klarinettuleikari. Í listamannahúsinu StartArt, Laugavegi 12b, stendur nú yfir sýning á hljóðljóði eftir Magnús Pálsson. Magnús er nýlega fluttur aftur til Íslands eftir margra ára búsetu í Lundúnum, en hann á langan og farsælan feril að baki sem listamaður. Magnús hefur sýnt verk sín víða um heim og hefur einnig sýnt á tveimur sýningum hérlendis nú í sumar. Um miðjan mánuðinn verður opnuð sýning á verkum hans í Gallery Crystal Ball í Berlín, þar sem hann mun fremja gjörning sem tengist verkinu Rainbow Clippings sem hann sýnir nú í StartArt. Hljóðljóðið Rainbow Clippings er myndrænt klippiverk á tuttugu blöðum sem myndar leikrænan texta til flutnings af þremur röddum. Í StartArt er verkið flutt af hljóðlistamönnunum Rod Summers og Tom Winter ásamt höfundinum Magnúsi Pálssyni. Flutningur verksins er einnig einskonar klippimynd því raddirn- ar þrjár eru teknar upp sín í hverju landi og að síðustu klipptar saman á Íslandi af Steinþóri Birgissyni. - vþ Magnús Páls- son snýr aftur MAGNÚS PÁLSSON Skemmti sér vel á opnun sýningar sinnar í StartArt. Sýning á verkum listakonunnar Sólveigar Aðalsteinsdóttur var opnuð í Listasafni ASÍ, Freyju- götu 41, um helgina. Verkin á sýningunni tengjast öll tíma, rými og frásagnarmætti efnanna, en sýningin samanstendur af teikningum á pappír, viðarskúlpt- úrum og ljósmyndum. Í Gryfjunni eru teikningar af köngulóavefjum, í Arinstofu eru litljósmyndir og í Ásmundarsal sýnir listakonan skúlptúra og svarthvítar ljósmyndir þar sem ljósið hefur teiknað beint á ljósnæma filmuna. Sólveig hefur sýnt myndlist sína síðan árið 1980 á fjölmörgum einka- og samsýn- ingum hérlendis og erlendis. Sýningin stendur til 21. september. - vþ Sólveig sýnir í ASÍ Sýning á verkum Ilmar Stefáns- dóttur myndlistarmanns verður opnuð í Listasafni Reykjanesbæjar á föstudag. Sýningin ber heitið Fjölleikar og er markmiðið með henni að breyta svipmóti myndlist- arinnar í eins konar skemmtanalist þar sem fagurlistir og skemmtana- iðnaður mætast. Sýningin er á dagskrá ljósanætur, menningar- og fjölskylduhátíðar Reykjanesbæjar. Sýningin er í sýningarsal Listasafns Reykjanesbæjar í Duushúsum og stendur til 19. október. - vþ Skemmtileg myndlist ILMUR STEFÁNSDÓTTIR Opnar fjöruga sýningu á föstudag. M YN D : C R IS C B Darri Lorenzen myndlistarmað- ur verður með fyrirlestur og gjörning í Listasafni Reykjavík- ur í Hafnarhúsi annað kvöld kl. 20. Viðburðurinn ber yfirskrift- ina „Núna, þá og seinna“ og byggir á nýlegum verkum og verkefnum sem listamaðurinn er með í vinnslu. Darri er meðal listamanna sem eiga verk á Tilraunamaraþoni Hafnarhúss- ins, en þar býður hann áhorfand- anum að ganga inn í rými sem lokast og ekki er hægt að yfirgefa að vild. Annað verk Darra sem vakti athygli hér á landi vann hann í leikfimisal Austurbæjarskóla á menningar- nótt 2007. - vþ Núna, þá og seinna VITA | Skútuvogi 13a | Sími 570 4444 VITA er í eigu Icelandair Group og flýgur með Icelandair á vit ævintýranna. VITA er lífið Skráðu þig í netklúbbinn - VITAferðir.is Þú getur notað Vildarpunktana hjá okkur Madonna di Campiglio og Canazei á mann í þríbýli, 2 fullorðnir og 1 barn, í 7 nætur, með hálfu fæði, á Hotel Grazía Plaza, brottför 24. jan. Almennt verð: 119.995 kr. NÝTT! Njóttu lífsins í fegurð ítölsku Alpanna. Fylltu lungun af fersku fjallalofti áður en þú svífur niður brekkurnar með roða í kinnum af mjallhvítu fjöri og sól. Brekkurnar bíða þín á Ítalíu Beint morgunflug með Icelandair til Verona í vetur 24. og 31. janúar og 7., 14., 21. og 28. febrúar. Berið saman verð og gæði Fararstjórar: Anna og Einar Hjá VITA getur þú lækkað verðið á ferðinni þinni um allt að 10.000 kr. með 15.000 Vildarpunktum. Auk þess eru veittir 2.500 Vildarpunktar fyrir allar keyptar ferðir í leiguflugi með VITA. Þannig öðlast þú stöðugt fleiri tækifæri til þess að njóta lífsins. Þú getur notað Vildarpunktana hjá okkur ÍS L E N S K A S IA .I S V IT 4 34 88 0 8. 20 08 Verð frá 109.995 kr. og 15.000 Vildarpunktar

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.