Fréttablaðið - 03.09.2008, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 03.09.2008, Blaðsíða 22
WWW.IMOTORMAG.CO.UK stóð nýlega fyrir vali á tíu verstu bílum í breskri bílaframleiðslu að áliti Breta sjálfra. Rover 800 og Triumph Acclaim eru á meðal þeirra bíla sem lenda á listanum, en Austin Allegro trónir á toppnum með 24,3 prósent atkvæða þeirra sem tóku þátt. Breski bílaklúbburinn HERO (His- toric Endurance Rallying Organis- ation) stendur fyrir fornbíla-rallíi hér á landi og komu hátt í sjötíu eðalvagnar til landsins í gær. Yngsti bíllinn var framleiddur árið 1981 en sá elsti 1922. Í rallíinu, sem ber yfirskriftina An Icelandic Odyssey og fer fram dagana sjöunda til tólfta septemb- er, verður farið hringinn í kring- um landið og er um að ræða blöndu af keppni og ferðamennsku. Keppnin hefst klukkan níu á sunnudagsmorgun en Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri mun ræsa hana frá Ráðhúsi Reykjavíkur. Síðan verður farið á Þingvöll, Gullfoss og Geysi og endað á ljósanótt í Keflavík. Næstu daga á eftir verður svo haldið á Suðurland, austur á firði, til Akur- eyrar og endað í Reykjavík. Tryggvi Magnús Þórðarson, meðlimur Bifreiðaíþróttaklúbbs Reykjavíkur, sem hefur verið HERO innan handar við skipu- lagningu, segir fyrst hafa verið komið að máli við sig um keppnina fyrir átta árum. „Það er að ýmsu að hyggja þegar fara á með 200 manna hóp hring- inn í kringum landið en nú er málið í höfn og er um að ræða stærsta viðburð í fornbílaheiminum á árinu.“ Tryggvi segir að keppnin verði brotin upp með ýmsum hætti og munu keppendur nema staðar við helstu náttúruperlur landsins. Hann segir ýmsa stórmerkilega bíla væntanlega á göturnar og nefnir Bentley-bíla frá því fyrir stríð og íslenskan Trabant. „Þá verður þarna til dæmis Austin Mini Cooper í eigu feðganna Tonys og Chris Newman en sá bíll tók þátt í Monte-Carlo aksturskeppn- inni árið 1965 og er mikið augna- yndi.“ vera@frettabladid.is Fornbílar á ferð um landið Tugir fornbíla munu næstu daga aka hringveginn um landið en þeir eru hluti af alþjóðlegu fornbílarallíi sem ber yfirskriftina An Icelandic Odyssey og er um að ræða stóran viðburð í heimi fornbíla. Tryggvi Magnús Þórðarson segir ýmsa stórmerkilega bíla væntanlega á göturnar. Þessi Jaguar XK 120 árgerð 1954 mun aka um götur landsins næstu daga en hér má sjá hann á vegarslóða þar sem svokallaðar „Hill Climbs“ uppákomur fóru fram á árum áður. M YN D /R EM Y ST EI N EG G ER FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V A LL I Bremsuhlutir í alla jeppa og pickupa Vagnhöfða 7 110 Reykjavík Sími: 517 5000 Diskar Klossar Dælur Borðar Ísetningarþjónusta P R E N T S N IÐ E H F . Alla föstudaga

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.